Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Page 32

Samvinnan - 01.11.1961, Page 32
Þau valda engum efnabreytiingum, óbragði eða þef. Draga mjög úr straumsuði. Uppfylla ýtrustu hrein- lætiskröfur. Einangra vel fyrir hita og kulda. REYKJALUNDUn P L A S T VATNSRÖR POLYETHYLEN er í flokki þeirra gerviefna, sem bezt hafa gefizt og að víðtækustum notum komið í heiminum á seinni árum. Þetta efni var fyrst framleitt árið 1936. Á meginlandi álfunnar hafa POLYETHYLENPLAST-RÖR nú þegar verið notuð til hinna fjölbreytilegustu þarfa í hart nær fimmtán ár og hvarvetna hafa augu manna opnazt fyrir hinum ótvíræðu kostum þeirra, enda fer notkun þeirra sívaxandi með hverju ári sem líður. Reynsla þessara fimmtán ára hefur fært mönnum heim sanninn um ótrúlegan sparnað, sem notkun þeirra fylgir og endingu, sem tekur langt fram endingu allra þeirra efna, er til sömu þarfa hafa verið notuð fram til þessa. Árið 1956 hóf Vinnuheimilið að Reykjalundi framleiðslu á þessum rörum með fullkomnustu vélum og tækjum, sem völ er á. Nú þegar eru hundruð kílómetra af þeim í notkun um land allt og hafa gefið hina beztu raun. að Reykjalundi Hvers vegna plaströr Vinnuheimilið ÞYNGD Þau eru að efni til um það bil átta og hálfum sinnum léttari en járnrör. Þau eru að sama skapi léttari í flutningi og öllum meðförum. Minni flutningskostn- aður. Minna erfiði. Minni vinnulaun. LENGD Þau má leggja í allt að 300 m. heilum og tenginga- lausum lengjum með fábreytilegum verkfærum án nokkurrar aðstoðar fagmanna. Tímasparnaður. Erf- iðissparnaður. Útgjaldasparnaður. LAGNING Þau eru mjög sveigjanleg. Við lagningu þeirra má því, eftir því sem bezt hentar, sveigja fram hjá hvers kyns tafsömum torfærum. Skurðir þurfa ekki að vera miklu breiðari en rörin sjálf. í gljúpum, ó- grýttum jarðvegi má vel draga þau í með kíl- plóg. Margháttaður sparnaður. ENDING Þau þola hið ótrúleasta hnjask, högg og þrýsting að innan, sem utan Springa ekki þótt í þeim frjósi. Standast hvers kyns efnasamsetningu jarðvegs og vatns og alls kyns efnablöndur. Tærast ekki. RENNSLISEIGINLEIKAR Þau eru spegilslétt að innan og með öllu ójöfnulaus. Innra borð þeirra skapar enga viðloðun. Það hrindir frá sér vökvum og veitir þeim því mótstöðulítið fram. Engin hrúðurmyndun. Engin ryðmyndun. Þrengjast aidrei né því síður lokast eins og járnrör kunna að gera. Straummótstaða og þrýstingstap eru því ætíð minni í þessum rörum en járnröruunm. AÐRIR KOSTIR

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.