Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 56
Frumdrög að sviðsmynd jyrir „Lér konung“ cftir Norman Bel Geddes. nægt a3 skapa þau nánu tengsl milli t- 'ksviðs og áhorfenda, sem leikhúsgestir „ ru farnir að heimta. Á fjórða áratug aldarinnar jukust vin- sældir söngleiksins og hafa haldizt framá þennan dag. Vafasamt er, að vinsældir þessa skemmtiforms eigi eftir að dvína, þareð magnið og litauðgin ljá því sér- staka töfra, að ógleymdu því að hér er um „lifandi" skemmtun að ræða, ekki fyrirframgerða. Hér nýtur stóra leikhúsið sín bezt — þvi stærra því betra. En Okhlopkov var ekki eini leikstjór- inn sem hafði áhuga á að breyta lögun og staðsetningu leiksviðsins. Margir aðrir voru farnir að biðja um, að sviðið yrði flutt inní bygginguna miðja, þannig að áhorfendur gætu setið allt umhverfis það. Árið 1914 sviðsetti Azubah Latham leik- rit með þessum hætti í fimleikasal Kenn- araháskólans í New York. Árið 1930 gerði Norman Bel Geddes uppdrætti að hring- laga leikhúsi, og tveimur árum síðar hóf Glenn Hughes að sviðsetja sýningar í sliku leikhúsi i Washington-háskóla. Þessi nýi háttur hafði einnig sina van- kanta. Sumum fannst hann vera of stíf- ur og ósveigjanlegur; sumir vildu fá skeifulaga svið einsog í forn-grísku leik- húsunum; sumir vildu að leiksviðið kæmi skáhallt niður einn vegg salarins; og enn aðrir töldu að skemmtilegt gæti verið að hagnýta hornin í salnum og búa til L- laga svið. En um eitt voru allir sammála: Litlu leikhúsin sköpuðu nánari tengsl milli sviðs og áhorfenda. Þau áttu fram- tíð fyrir sér. Niðurstaðan varð sú, að árið 1947 voru komin meira en 60 lítil leikhús um gervöll Bandaríkin, sem störfuðu að staðaldri og höfðu „meðfærileg" leiksvið, þ. e. a. s. leiksvið sem hægt var að breyta í sam- ræmi við verkefnin sem sviðsett voru. VI. Að þekkja vandamálið er ekki það sama og að þekkja lausn vandamálsins. Samt held ég að eftirfarandi tillaga sé verð umhugsunar. Þjóðleikhúsið hefur stórt, velbúið leik- svið, einsog greinilega kom fram í „Fiðl- aranum á þakinu“. Það á sér örugga framtíð sem leikhús viðamikilla sýninga, og þær ættu að geta veitt minniháttar sýningum fjárhagslegan bakhjarl. Leikfélag Reykjavíkur, sem hefur á að skipa fámennari hópi hæfileikaríkra leikenda, er án efa í fararbroddi að því er varðar leikrænar framfarir, en það sem háir félaginu er úrelt húsnæði. Iðnó er vissulega meðal þeirra leikhúsa, sem skapa náin tengsl milli sviðs og salar, og óþvingað andrúmsloftið sem þar ríkir á óefað talsverðan þátt i vinsældum þess. (Og er ég þó ekki að gera litið úr vel- skipulagðri verkefnaskránni eða hæfi- leikunum sem birtast á sviðinu). En þegar Leikfélagið fær nýja húsið sitt, verður þá gert ráð fyrir „meðfæri- legu“ tilraunasviði (auk hins hefðbundna sviðs), þannig að hin nákomnu félags- legu leikhúsverk hafi lífsvon? Hér þarf ekki annað en sal sem rúmi milli fimmtíu og hundrað áhorfendur og veiti olnbogarúm til að leika og koma fyrir ijósaútbúnaði. Reksturskostnaður ætti ekki að þurfa að vera hár, þvi hér þyrfti ekki að gera nein leiktjöld, en einu vandamálin yrðu búningar og leikmunir, sem yrðu að vera vel gerðir. Þennan sal mætti nota til fundahalda, æfinga og jafnvel myndiistarsýninga, þegar hann væri ekki notaður til leiksýninga, og þess- vegna ætti hann ekki að þurfa að vera veruleg fjárhagsbyrði fyrir framsækið og vakandi leikfélag. Nýtízkulegar og framsýnar sviðsetn- ingar eru ekki óþekktar á íslandi, þó þær hafi verið harla fyrirferðarlitlar til þessa. Fyrir hálfu öðru ári sviðsetti Eyvindur Erlendsson „Frisir kalla“ þannig, að á- horfendur sátu á þrjá vegu við leiksvæð- inu. Fyrir ári heimsótti Óðinsleikhúsið í Danmörku Leikfélag Reykjavikur, og var þá leikið bæði fyrir framan áhorf- endur og allt í kringum þá. Loks var svið- setning Arnars Jónssonar á „Rjúkandi ráði“ hjá Leikfélagi Akureyrar að meira eða rninna leyti leikin á skeifulaga sviði. Þetta nýja leikform er að mínu viti vert fyllstu athygli nú, svo að við getum horft fram til verulega framsækins leik- húss hér á íslandi. „Væri það ekki reyn- andi?“ Eigum við að losa okkur við vegg- inn, sem í þrjár aldir hefur skilið leikar- ana frá áhorfendum sínum? + 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.