Samvinnan - 01.12.1970, Side 66

Samvinnan - 01.12.1970, Side 66
Sigurður A. Magnússon: JAPANSKA UNDRIÐ II: ■ Jg.. H§ ... VÍTI TIL VARNAÐAR Til sanns vegar má færa, að Japan sé skóladæmi um það, hverju koma má í verk með einbeitni, skipulagi og sam- vinnu, þráttfyrir erfiðar ytri aðstæður. Þessir þrír þættir eru án alls efa gildastir i hinu svonefnda „japanska undri“, og er ekki sízt ástæða til að leggja áherzlu á veigamikið hlutverk hverskyns samvinnu og samheldni i framvindu japanskra efnahagsmála, þó samkeppnin hafi þar lika sínu ótviræða hlutverki að gegna. Um þessi efni verður fjallað nokkru nánar í næstu grein, en í samhengi við meginefni þessa heftis Samvinnunnar þykir mér hlýða að víkja hér litillega að öðrum veigamiklum þáttum „japanska undursins“, semsé neikvæðu þáttunum eða réttara sagt því dýra verði sem jap- anska þjóðin hefur orðið að greiða fyrir ævintýralegan hagvöxt sinn og veraldlega velgengni. Japan er semsé einnig skóladæmi um það, hvert einhliða áherzla á iðnþróun og blind eftirsókn eftir efnahagsvexti getur leitt þjóð, sem ekki sést fyrir, held- ur verður gullglýjunni að bráð. Það var einkennileg og næsta óhugn- anleg reynsla að aka um iðnaðarhverfin i Jókóhama á sunnudegi í september. Iðjuverin voru flest aðgerðalaus og fólk var á ferli kringum híbýli sín í húsa- klösum verksmiðjuhverfanna, en yfir öllu grúfði þykk reykjarsvæla einsog kólgu- bakki. Allt umhverfið var grátt og lit- brigðalaust — skiturinn var allsráðandi. Þetta var á miðjum degi, og við sáum móta fyrir sólinni gegnum þykknið eins- og rauðgulum knetti langt i fjarska. í Tókíó urðum við ekki svo mjög vör við hina annáluðu loftmengun, einfaldlega vegna þess að við lifðum í nokkurskonar gerviheimi — loftkældum og lofthreins- uðum — í gistihúsum, veitingahúsum, strætisvögnum og leigubilum. En úti undir berum himni verða óhrein- indaskýin æ þéttari og fuglarnir æ þög- ulli á sama tima og hagvaxtarhraðinn verður æ tryllingslegri. „Sitjum við í hraðlest á leið til helvitis?" spurði eitt helzta dagblað Japans, Asahí Sjímbún, sumarið 1969 og bar saman einstakling i þjóðfélagi, sem ekki býður uppá neina valkosti, og hinn sem situr i hraðlest og getur ekki stokkið af henni. Blaðið sagði meðal annars: „Þjóðfélagið, sem breytist með ógnarlegum hraða, hefur svipaðar eigindir og hraðlestin. Ef við gætum ekki að okkur, berumst við kannski að skelfi- legum áfangastað. Á ytra borði er svo að sjá sem við getum öðlazt það sem við girnumst, en í reynd lifum við í heimi þar sem ekki er framar hægt að anda að sér fersku lofti eða drekka tært vatn. Undir- rótin að uppreisn æskunnar og stúdenta- óeirðunum er vitanlega óánægja með þjóðfélagið og efasemdir um lífsferil þar sem æskulýðurinn hefur á tilfinningunni, að honum sé raðað uppá færiband. Hver ræður ferðinni og hvert liggur leiðin? Getur verið að við sitjum í hraðlest á leið til helvítis og lestarstjórinn sé vitfirring- ur? Sé þannig i pottinn búið, eru síðustu forvöð að hrópa: Stöðvið lestina!“* DRAUMUR SÉRFRÆÐINGA Þannig er farið að hugsa og rökræða í landi, sem gat státað af 13% raunveru- legri aukningu árlegrar brúttóþjóðar- framleiðslu á árunum 1966—69. Og ekki að ástæðulausu. Það hlýtur að skapa geigvænleg vandamál að halda uppi ör- asta hagvexti í heimi í þéttbýlasta landi veraldar (einungis 16% af yfirborði Jap- ans er ræktanlegt land). Á liðnu ári nam brúttóþjóðarframleiðsla Japana 165 milljörðum dollara og ársvöxturinn var tvisvar til fjórum sinnum örari en vöxt- ur helztu samkeppnislandanna. Þetta eru kannski ekki sérlega mælskar tölur fyrir leikmanninn, en sé þjóðarframleiðslan miðuð við ferkílómetra, verður útkoman furðuleg og skýrir þá jafnframt hið ó- skaplega mengunarvandamál sem Japan- ir eiga við að etja. Japan er nú þegar fjórum sinnum auðugra land á hvern ferkilómetra en Bandarikin — þ. e. a. s. sé allt land reiknað með og einungis litið á árlegt verðmæti brúttóframleiðsl- unnar án tillits til fyrirliggj andi fjár- magns og áður aflaðra auðæfa. En séu skógi vaxin svæði ekki tekin með i dæmið (sem er réttmætt vegna þess að þar fer litil efnahagsstarfsemi fram), verður Japan níu sinnum athafnasamara á efnahagssviðinu á hvern ferkílómetra en Bandaríkin (69% af yfirborði Japans eru skógivaxin, en einungis 32% af yfirborði Bandaríkjanna). Með sömu reikningsað- ferð verður þéttbýlið i Japan 875 manns á ferkílómetra móti 32 manns á ferkiló- metra í Bandaríkjunum (samkvæmt venjulegum útreikningum er þéttbýlis- hlutfallið milli þessara landa 273 móti 21). Þegar skógivaxin svæði Japans hafa verið dregin frá, verða eftir 115.000 fer- kílómetrar eða rúmlega eitt ísland. Séu landbúnaðarsvæðin dregin frá, verða iðnaðarsvæðin talsvert minni en yfirborð íslands, og á þessum niðþrönga vettvangi ætla Japanir sér að sigra Sovétrikin i iðn- aðarframleiðslu á næstu 15 árum og Bandaríkin fyrir aldamót. Þetta er það sem markaðssérfræðing- ana dreymir um: sem allra flestir snerti- punktar á sem ellra minnstum fleti. Markaðurinn hefur aukizt úr 146.000 doll- urum á ferkílómetra árið 1952 uppi 1,4 milljón dollara árið 1969 — og eftir fimm ár verður talan komin upp i 3 milljónir dollara og rúmlega 7 milljónir dollara árið 1985. Japaninn framleiðir niu sinnum meira en Bandaríkjamaðurinn á hvern ferkíló- metra, en til að ná núverandi brúttó- þjóðarframleiðslu Bandarikjanna verður Japaninn að framleiða 27 sinnum meira á hverja einingu lands en Bandaríkja- maðurinn. Hvernig fer fyrir landi, lofti, * Allar helztu upplýsingar í þessari grein eru sóttar i hina stórmerku bók „Den jap- anska utmaningen" eftir Hákan Hedberg, Bonniers, Stockholm 1969. 66

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.