Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 66

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 66
Sigurður A. Magnússon: JAPANSKA UNDRIÐ II: ■ Jg.. H§ ... VÍTI TIL VARNAÐAR Til sanns vegar má færa, að Japan sé skóladæmi um það, hverju koma má í verk með einbeitni, skipulagi og sam- vinnu, þráttfyrir erfiðar ytri aðstæður. Þessir þrír þættir eru án alls efa gildastir i hinu svonefnda „japanska undri“, og er ekki sízt ástæða til að leggja áherzlu á veigamikið hlutverk hverskyns samvinnu og samheldni i framvindu japanskra efnahagsmála, þó samkeppnin hafi þar lika sínu ótviræða hlutverki að gegna. Um þessi efni verður fjallað nokkru nánar í næstu grein, en í samhengi við meginefni þessa heftis Samvinnunnar þykir mér hlýða að víkja hér litillega að öðrum veigamiklum þáttum „japanska undursins“, semsé neikvæðu þáttunum eða réttara sagt því dýra verði sem jap- anska þjóðin hefur orðið að greiða fyrir ævintýralegan hagvöxt sinn og veraldlega velgengni. Japan er semsé einnig skóladæmi um það, hvert einhliða áherzla á iðnþróun og blind eftirsókn eftir efnahagsvexti getur leitt þjóð, sem ekki sést fyrir, held- ur verður gullglýjunni að bráð. Það var einkennileg og næsta óhugn- anleg reynsla að aka um iðnaðarhverfin i Jókóhama á sunnudegi í september. Iðjuverin voru flest aðgerðalaus og fólk var á ferli kringum híbýli sín í húsa- klösum verksmiðjuhverfanna, en yfir öllu grúfði þykk reykjarsvæla einsog kólgu- bakki. Allt umhverfið var grátt og lit- brigðalaust — skiturinn var allsráðandi. Þetta var á miðjum degi, og við sáum móta fyrir sólinni gegnum þykknið eins- og rauðgulum knetti langt i fjarska. í Tókíó urðum við ekki svo mjög vör við hina annáluðu loftmengun, einfaldlega vegna þess að við lifðum í nokkurskonar gerviheimi — loftkældum og lofthreins- uðum — í gistihúsum, veitingahúsum, strætisvögnum og leigubilum. En úti undir berum himni verða óhrein- indaskýin æ þéttari og fuglarnir æ þög- ulli á sama tima og hagvaxtarhraðinn verður æ tryllingslegri. „Sitjum við í hraðlest á leið til helvitis?" spurði eitt helzta dagblað Japans, Asahí Sjímbún, sumarið 1969 og bar saman einstakling i þjóðfélagi, sem ekki býður uppá neina valkosti, og hinn sem situr i hraðlest og getur ekki stokkið af henni. Blaðið sagði meðal annars: „Þjóðfélagið, sem breytist með ógnarlegum hraða, hefur svipaðar eigindir og hraðlestin. Ef við gætum ekki að okkur, berumst við kannski að skelfi- legum áfangastað. Á ytra borði er svo að sjá sem við getum öðlazt það sem við girnumst, en í reynd lifum við í heimi þar sem ekki er framar hægt að anda að sér fersku lofti eða drekka tært vatn. Undir- rótin að uppreisn æskunnar og stúdenta- óeirðunum er vitanlega óánægja með þjóðfélagið og efasemdir um lífsferil þar sem æskulýðurinn hefur á tilfinningunni, að honum sé raðað uppá færiband. Hver ræður ferðinni og hvert liggur leiðin? Getur verið að við sitjum í hraðlest á leið til helvítis og lestarstjórinn sé vitfirring- ur? Sé þannig i pottinn búið, eru síðustu forvöð að hrópa: Stöðvið lestina!“* DRAUMUR SÉRFRÆÐINGA Þannig er farið að hugsa og rökræða í landi, sem gat státað af 13% raunveru- legri aukningu árlegrar brúttóþjóðar- framleiðslu á árunum 1966—69. Og ekki að ástæðulausu. Það hlýtur að skapa geigvænleg vandamál að halda uppi ör- asta hagvexti í heimi í þéttbýlasta landi veraldar (einungis 16% af yfirborði Jap- ans er ræktanlegt land). Á liðnu ári nam brúttóþjóðarframleiðsla Japana 165 milljörðum dollara og ársvöxturinn var tvisvar til fjórum sinnum örari en vöxt- ur helztu samkeppnislandanna. Þetta eru kannski ekki sérlega mælskar tölur fyrir leikmanninn, en sé þjóðarframleiðslan miðuð við ferkílómetra, verður útkoman furðuleg og skýrir þá jafnframt hið ó- skaplega mengunarvandamál sem Japan- ir eiga við að etja. Japan er nú þegar fjórum sinnum auðugra land á hvern ferkilómetra en Bandarikin — þ. e. a. s. sé allt land reiknað með og einungis litið á árlegt verðmæti brúttóframleiðsl- unnar án tillits til fyrirliggj andi fjár- magns og áður aflaðra auðæfa. En séu skógi vaxin svæði ekki tekin með i dæmið (sem er réttmætt vegna þess að þar fer litil efnahagsstarfsemi fram), verður Japan níu sinnum athafnasamara á efnahagssviðinu á hvern ferkílómetra en Bandaríkin (69% af yfirborði Japans eru skógivaxin, en einungis 32% af yfirborði Bandaríkjanna). Með sömu reikningsað- ferð verður þéttbýlið i Japan 875 manns á ferkílómetra móti 32 manns á ferkiló- metra í Bandaríkjunum (samkvæmt venjulegum útreikningum er þéttbýlis- hlutfallið milli þessara landa 273 móti 21). Þegar skógivaxin svæði Japans hafa verið dregin frá, verða eftir 115.000 fer- kílómetrar eða rúmlega eitt ísland. Séu landbúnaðarsvæðin dregin frá, verða iðnaðarsvæðin talsvert minni en yfirborð íslands, og á þessum niðþrönga vettvangi ætla Japanir sér að sigra Sovétrikin i iðn- aðarframleiðslu á næstu 15 árum og Bandaríkin fyrir aldamót. Þetta er það sem markaðssérfræðing- ana dreymir um: sem allra flestir snerti- punktar á sem ellra minnstum fleti. Markaðurinn hefur aukizt úr 146.000 doll- urum á ferkílómetra árið 1952 uppi 1,4 milljón dollara árið 1969 — og eftir fimm ár verður talan komin upp i 3 milljónir dollara og rúmlega 7 milljónir dollara árið 1985. Japaninn framleiðir niu sinnum meira en Bandaríkjamaðurinn á hvern ferkíló- metra, en til að ná núverandi brúttó- þjóðarframleiðslu Bandarikjanna verður Japaninn að framleiða 27 sinnum meira á hverja einingu lands en Bandaríkja- maðurinn. Hvernig fer fyrir landi, lofti, * Allar helztu upplýsingar í þessari grein eru sóttar i hina stórmerku bók „Den jap- anska utmaningen" eftir Hákan Hedberg, Bonniers, Stockholm 1969. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.