Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 15
ast þýðingarmiklar á þessu sviði; það eru þækurnar Tólf konur, sem kom út árið 1965, og Veizla undir grjótvegg, en hún kom út 1967. Þetta eru smá- sagnasöfn, þar sem oft er vak- in athygli á innantómu lifi kvenna, sem reyna að gefa lífi sínu gildi með því að búa sér til einhverjar þarfir, gerviþarfir, og leggja sig síðan allar fram við að uppfylla þær. Nefna má, að Soffía Guðmundsdóttir hef- ur sagt frá bókinni Þjóðsög- unni um konuna eftir Betty Friedan, bandaríska sálfræð- inginn, bæði í útvarpi og hér i Samvinnunni. Óhætt er að fullyrða að fyrrnefnd atriði hafa orðið til að ýta undir fólk hér heima, en mest áhrif höfðu þó fréttir erlendis frá, einkum frá Norðurlöndum og Banda- rikjunum. Aðgerðir kvenrétt- indakvenna þar voru oft mjög róttækar og vel til þess fallnar að vekja áhuga blaða og fjöl- miðla. Það fréttist t. d. fljótt alla leið til íslands, þegar danskar Rauðsokkur neituðu að borga nema 80% af fargjaldi í strætisvagni, vegna þess að þær höfðu reiknað út, að kaup kvenna næmi að jafnaði ekki meira en 80% af launum karla. Lögreglan tók þær að sjálf- sögðu í sína vörzlu, og allar Rauðsokkurnar fengu sekt, sem þær kváðust greiða með glöðu geði — en aðeins 80% af henni, á sömu forsendum og áður voru nefndar. Sífelldar mótmælaað- gerðir og kröfugöngur erlendis fóru heldur ekki fram hjá þeim, sem fylgdust með hér, og förum við þá að nálgast um- ræðuefnið, Rauðsokkahreyfing- una á íslandi. Upphaf íslenzkra Rauðsokka Ekki mun vera hægt að tíma- setja upphaf íslenzku Rauð- sokkahreyfingarinnar með neinni nákvæmni. En í apríl 1970 ákváðu nokkrar konur að hittast og kanna áhuga á þessu málefni. Boðuðu þær fund í Norræna húsinu 28. apríl, en auglýstu hann ekki opinber- lega. Komu 28 konur á þennan fund, og var margt rætt um stöðu kvenna á íslandi. Þar kom og upp hugmynd um hugs- anleg samtök. Nú var ör- skammt til 1. maí, baráttudags verkalýðsins, og var ákveðið að fara í kröfugönguna með verkalýðsfélögunum þann dag og vekja þannig athygli á kjör- um kvenna og aðstöðu á vinnu- markaðnum. Ekki var sótt um leyfi til verkalýðsfélaganna. Hinn 1. maí söfnuðust konur saman aftan við gönguna og báru risastóra styttu, Venus úr Lysiströtu, leikriti gríska skáldsins Aristófanesar, en það fjallar einmitt um uppreisn kvenna i Aþenu gegn hernað- arbrölti eiginmanna þeirra. Kröfuspjöld Rauðsokka voru „Vaknaðu kona“ og „Konur nýtið mannréttindi ykkar“. Venusarstyttan skartaði stór- um borða sem á stóð: Mann- eskja ekki markaðsvara. Þótti sumum sem hér væri hálfgerð þversögn, þann sama dag sem verkamenn gerðu kröfu til þess að þeir hækkuðu í verði — eða vinna þeirra. En ekki munu Rauðsokkar hafa ætlazt til þess að þetta yrði þannig skilið. Gengu Rauðsokkar síðan nið- ur allan Laugaveg, og á túninu fyrir framan Menntaskólann ákváðu konur að hefja harða j af nréttisbaráttu. Hinn 14. júní var svo haldinn fundur í Þjóðleikhúskjallaran- um, sem var ekki opinberlega auglýstur fremur en sá fyrri. Á þessum fundi var kosin fram- kvæmdanefnd, sem átti að undirbúa stofnun samtaka og boða til fundar með haustinu. Þessi framkvæmdanefnd kom síðan saman 7. september og ræddi uppbyggingu hreyfingar- innar. Á þessum fundi fram- kvæmdanefndarinnar urðu menn sammála um að skipu- leggja samtökin eftir félags- formi sem Hildur Hákonardótt- ir vefari hafði gert grein fyrir og hún skýrir annars staðar í þessu blaði. Voru þá kosnar 3 konur í svonefnda miðstöð. Jafnframt var samþykkt að telja eftirtaiin 5 atriði mark- mið samtakanna: 1. Að vinna að fullkomnu jafnrétti karla og kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins. 2. Að vinna gegn því, að kyn- ferði komi í veg fyrir að ein- staklingur geti valið sér starf í samræmi við hæfileika sína og áhugamál. 3. Að hvetja konur til að notfæra sér í ríkara mæli en þær gera nú þau réttindi, sem þær þegar hafa. 4. Að uppræta aldagamlan hugsunarhátt og alls konar fordóma varðandi verkaskipt- ingu í þjóðfélaginu eftir kynj- um. 5. Að hvetja félaga sína til þess að kynna sér þjóðfélags- mál og vera virkari þátttak- endur í þjóðfélaginu. Loks var ákveðið að halda opinn kynningarfund, og til þess var kosin undirbúnings- nefnd. Var þar með hlutverki framkvæmdanefndarinnar lok- ið. Kynningarfundurinn var svo haldinn 19. október í Nor- ræna húsinu. Þessi fundur var fjölsóttur. Fundarboðendur höfðu lagt áherzlu á að tjá sig á mynd- rænan hátt; bæði var mikið af veggspjöldum með völdum textum og myndum, og eitt framsöguerindið var að miklu leyti byggt upp á skuggamynd- um, sem varpað var á vegg. Þarna voru flutt 5 framsögu- erindi og markmið samtakanna útskýrð allrækilega. Á eftir umræðum innrituðu sig um 100 manns, konur og karlar, í 10 starfshópa, sem nú hafa flestir lokið störfum. Hvað um Kvenréttindafélag íslands? Þegar við erum nú komin svo langt að tala um, að búið sé að stofna samtök, sem jafnvel hafi byrjað að starfa, hlýtur þessi spurning að vakna hjá fólki: Af hverju gengu Rauðsokkar ekki í Kvenréttindafélag fs- lands? Það hefur þó lengi bar- izt skelegglega fyrir kvenrétt- indamálum og átt ósmáan þátt í því að konur fengju frum- stæðustu mannréttindi, svo sem kosningarétt og kjörgengi. Við þessu eiga Rauðsokkar ákveðin svör. í fyrsta lagi telja þeir sig ekki berjast einhliða kvenrétt- indabaráttu, heldur sé nú um að ræða baráttu fyrir jöfnum mannréttindum allra þegna. Af þessu leiðir að í Rauðsokka- hreyfingunni eru margir karl- menn, þótt þeir séu i minni- hluta. Karlmönnum er ekki heimilt að ganga í Kvenrétt- indafélag íslands, og þess vegna er það Rauðsokkum lok- að félag. Þetta er raunar næg ástæða til að stofnuð eru sér- stök samtök, en þó kemur fleira til. Rauðsokkar vildu ganga beint til starfa undir frjálsu félagsformi, án þess að þurfa að eyða kröftum sínum í erfiða stjórnsýslu eða baráttu innan félags fyrir sínum málum. En þeir telja einnig, að það geti orðið mörgu máli til framdrátt- ar að tvenn samtök, Kvenrétt- indafélag íslands og Rauðsokk- ar, leggist á eitt, því að telja má fullvíst, að sjónarmið þeirra fari saman í mörgum efnum. Hvað um pólitík? Ein er sú spurning, sem brennur mörgum á tungu. Eru Rauðsokkar pólitískir og hreyf- ing þeirra pólitisk samtök? í vissum skilningi má svara þess- ari spurningu játandi. Þeir, sem vilja fjölga dagheimilum og leikskólum, eru að gera til- lögur um það, hvernig verja skuli fé skattgreiðenda og leggja um leið til að gerð þjóð- Ég elska þig, en.... félagsins breytist að vissu marki, þ. e. a. s. fleiri konur eigi þess kost að leita sér starfa utan heimilisins. Þetta er þannig pólitískt mál. Sá, sem vill að allir skólar landsins séu opnir báðum kynjum, stingur um leið upp á því að skipulag menntamála breytist í ýmsum atriðum. Það er pólitík. Svona mætti raunar til sanns vegar færa, að flestur félagsskapur sé pólitískur, nema líklega ekki afþreyingar- og skemmtifélög. En ef spurt er, hvort Rauð- sokkar séu flokkspólitískir, sem kallað er, má hiklaust svara því neitandi. í starfi þeirra tekur þátt fólk í öllum stjórnmála- flokkum, og málstaður þeirra nýtur samúðar hjá fólki án til- lits til stjórnmálaskoðana. Benda má meðal annars á það, að öll dagblöðin hafa sýnt starfi þeirra mikinn áhuga með birtingu tilkynninga og frétta af starfsemi Rauðsokka. En enginn stjórnmálaflokkur hef- ur lýst yfir stuðningi við Rauð- sokkahreyfinguna, og Rauð- sokkar láta ekki negla sig niður pólitískt; það yrði aðeins til þess að leysa hreyfinguna upp í atkvæði, sem stjórnmála- flokkar myndu síðan bítast um með venjulegum aðferðum. En málstaður Rauðsokka er auð- vitað öllum frjáls, og Rauð- sokkar eru fegnir öllum stuðn- ingi, sem baráttumál þeirra fá, og þá eru pólitísk félög sízt af öllu undanskilin. SkólakerfiS Ég hef áður sagt, að höfuð- atriði Rauðsokka væri p.ð breyta hugarfari, en ekki að afla atkvæða. Þess vegna gefur auga leið, að þeir beina áhuga sínum að menntun í landinu, vilja auðvitað hafa áhrif á hana til hins betra og gæta þess, að kynjum sé gert jafn- hátt undir höfði. Nú kann að vera að fólki komi spánskt fyr- ir sjónir, að berjast þurfi fyrir því, að bæði kyn njóti sama réttar í skólum. Þó er tiltölu- lega vandalaust að finna, að 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.