Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 43
þeirra leikrænu og tæknilegu vandamála sem skjóta upp kolli, heldur til Baráttu- málsins, Markmiðsins, og Miðilsins i heild. PETER WEISS: Dokumentarleikhús er aðeins mögulegt ef að því stendur þéttur pólitískt og þjóðfélagsfræðilega meðvit- aður (skólaður) hópur sem hefur, jafn- framt öllu því sem leikarar verða venju- lega að hafa á valdi sínu, á sinu valdi vísindalega könnun og heimildasöfnun. Það er ekki nægilegt að leikari geti grátið úr sér augun af samúð með undirokuðum, arðrændum, limlestum osfv., hann verður einnig að geta gert áhorfandanum skynj- anlegt og skiljanlegt að hann (leikarinn — síðan áhorfandinn) viti hversvegna neyðin og allsnægtin og bruðlið eru veru- leiki. Leikarinn verður sjálfur að hafa innsýn í og skilníng á hinu efnahags- lega ferli og samhengi, ef hann ætlar að koma einhverjum i skilníng um afleið- íngar þeirra, uppruna og eðli. VI. BANDEN: Danskur leikflokkur er starf- ar á grundvelli þeirra hugmynda sem dengt hefur verið fram. Leikurinn sem hér verður skýrt frá er upprunninn í Sví- þjóð. Höfundurinn Sven Wernström. Sænskur titill SPELET OM PLUGGET. í danskri þýðíngu nefndist leikurinn SPILLET OM SKOLEN. Sven Wernström hafði ritað leikinn á grundvelli rann- sókna á sænsku skólakerfi og mörg- hundruð viðtala við sænska skólanem- endur. Banden gerði ótal breytingar á leiknum tilþess að fella hann að dönsk- um staðháttum og sérkennum. „Við hófumst handa með að bera þýð- inguna undir börn, foreldra, kennara, sálfræðínga og vini. Þá fyrst gat starfið hafist fyrir alvöru. Ótal ljón stóðu í vegi okkar. Fyrst og fremst allar þær fyrir- skriftir og hefðbundnu brögð gamla leik- hússins. Erfiðlega gekk að sprengja þau. Tilhneigíng okkar tilað þenja út, skreyta og „stjörnuleika" var af þessum rótum runnin. En við komumst skjótt að raun um vankanta okkar og gerðum okkur grein fyrir að við yrðum að snúa okkur beint til nemenda og sýna þeim spegil- myndir af sér, en slíkt var ógjörníngur meðan sýníngin var ofhlaðin „leikbrögð- um“. Þá var unnt að horfa og hrífast án þess að skilja. Á hinu leitinu lá sú hættan að leikurinn snérist uppí þurra ræðu eða prédikun. Það var enganveginn takmark- ið. Til dæmis um þá erfiðleika sem hin hefðbundna leikmenntun olli: Við höfð- um ákveðið að áhorfendur myndu sitja á þrjá vegu, en það kom einmitt á daginn að þetta atriði olli vanda. Við höfðum í beinunum tilfinnínguna úr gamla kassa- leikhúsinu þarsem leikarinn stendur fremst á sviðsbrúninni og æpir útí salinn, leikur í eina átt. Það var kyndugt að standa sjálfan sig að því að leika „útí sal“. • Undirbúningsvinnan var í meira lagi. Við lásum ógrynni bóka um kennslu- og uppeldismál, um tilraunir i skólamálum og öll lög þaraðlútandi. Við kynntum okkur merkar tilraunir skólamanna, til dæmis Summerhill-skólann á Englandi. Við heimsóttum Bernadotte-skólann (tilraunaskóli i Danmörku), lásum tíma- rit og bæklínga er lutu að efninu. Við ræddum við sérfræðínga sem við náðum til. Sjónarmiðin hrúguðust upp, allt varð að ræða til hlítar og varpa ljósi yfir. Ætlun okkar var ekki að frelsa neinn eða skella á borðið lausn alls vanda, held- ur að leggja fram skoðanir, sýna dæmi, rekja samhengi, og síðast en ekki síst: koma til leiðar umræðu og í kjölfar henn- ar endurskoðun og úrbótum. Eftilvill bylt- ingu. Okkur var ljóst að einúngis haldgóð þekkíng gat gert okkur fær um að greina milli raka og rugls; við sáum framá nauðsyn þess að þekkja lögin og reglu- gerðirnar, rammana sem móta skóla- kerfið. Það kom á daginn að þessir ramm- ar eru svo víðir að koma má við næstum- því öllum hugsanlegum breytíngum innan þeirra. Þessi undirbúníngsvinna var ströng og umfángsmikil og var henni haldið áfram meðfram æfíngum. Þá hófust æfíngar. Við lögðum mikla áherslu á að nýta líkami okkar til fulln- ustu. Það var okkur nauðsynlegt, þarsem við notum lítil sem engin leiktjöld, fáa leikmuni og takmörkum leikbúnínga við hið allra nauðsynlegasta. Dagskráin var fremur harðneskjuleg. Fyrst í stað ultum við örmagna um á kvöldin, en dag frá degi efldist vald okkar yfir líkamanum, þol okkar og jafnframt hæfni til sköpunar og túlkunar. Venju- legur æfingardagur hófst með þriggja kortéra upphitun og ströngum líkamsæf- íngum. Þá var fimmmínútna hvíld sem notuð var tilað ákvarða lestrarefni fyrir síðdegið. Síðan hófst vinnan fyrir alvöru. Senur voru æfðar lon og don þartil þreyta fór að segja til sín, en þá drógum við upp tímaritsgreinar og dagblöð; lásum og ræddumst við. Þetta þróaðist á þann veg að morgunn og dagur nægðu ekki, heldur hittumst við á kvöldin til skrafs og ráða- gerða. Kom skjótlega í ljós að allt hið venjulega snakk sem að jafnaði fylgir leikurum þokaði fyrir fullkominni ein- beitíngu að verkefninu; varla fór nokkur stund til spillis. Þegar æfíngar höfðu staðið í rúman hálfan mánuð ákváðum við að opna þær kennurum, skólastjórum, nemendum og öllum þeim sem áhuga hefðu. Það reynd- ist okkur eilítið erfitt að vinna undir þessum kríngumstæðum, því hin gamla spenna gagnvart „áhorfandanum" sat í okkur. En smámsaman lærðist okkur að vinna við þessar aðstæður, og það kom í ljós að við höfðum valið rétta leið, þegar við kusum að opna æfíngarnar. Á þessu stigi kviknaði og þróaðist hið nána sam- band við áhorfandann sem fyrirætlun okkar krafðist. Annars er mér efamál að það hefði orðið. Börnin og aðrir þeir sem æfíngarnar sóttu gerðu okkur margar skyssur ljósar. Þau bentu á orð sem þau skildu ekki, óhentuga setníngaskipun, misræmi á orði og verki, ránga notkun hæðni omfl.. Meðal annars söknuðu þau þess að ekki var minnst á tóbaksnotkun og eiturlyf, svo við tókum okkur til og skutum inní atriði um þessi vandamál. Ljós notuðum við litið sem ekki (nema venjulega stofulýsíngu), búningum förg- uðum við nema einföldum skólabúníngi einsog allir krakkar gánga í. Engin leik- tjöld, fáir leikmunir: Stóll, tromma, bjalla. Ástæðan var enganveginn fyrirlitníng á þessum hlutum, heldur að þeir þjónuðu engum tilgángi í leik okkar. Ennfremur gerði þessi spartneski útbúnaður okkur mögulegt að leika hvar sem var, hvenær sem var. Allt sem til þurfti var autt fjög- urra fermetra gólf. Sýníngar gengu vel. Leikurinn sjálfur var fyrsti þáttur; annar þáttur umræð- urnar sem oft urðu líflegar, lærdómsríkar og einstakasinni heitar; þriðji þátturinn var það sem gerðist daginn eftir sýníng- una á viðkomandi skóla. Við lékum á ótal skólum. Sumstaðar urðum við fyrir þvi mótlæti að fá hrein- lega ekki inngönguleyfi vegna andstöðu skólastjóra eða kennara, þótt nemendur hefðu gert boð eftir okkur. Þegar við sendum út tilkynníngu um BANDEN og tilboð um sýníngu, þá héld- um við í sakleysi okkar að þeir 150 skóla- stjórar sem fengu bæklínginn í hendur mundu leggja hann fyrir nemendurna. En þegar við lékum fyrir LOE (Landssam- band skólanema), þá kom í ljós að ein- úngis 8 nemendaráð höfðu fengið bækl- ínginn i hendur með tilboði okkar. Þá tókum við það ráð að senda nemendum sjálfum tilboðið um sýníngu. Það gekk betur. Oft var okkur mætt með andúð af skólayfirvöldum eða jafnvel ummælum sem þessum: „Svona sýníngu þýddi ykkur ekki að setja upp hjá vinunum fyrir aust- an tjald.“ Okkur lærðist að taka slíkum aðdrótt- unum með ró, og oftast tókst okkur að koma af stað frjóum skoðanaskiptum við það fólk sem í upphafi hafði sett sig á eitthvert ákveðið leiti og allsekki vildi láta bifa sér, jafnvel þótt það væri reynt með góðum rökum. Hinsvegar verður ekki hjá þvi gengið að margir hinna „frjáls- lyndu“ dana efuðust um rétt okkar tilað taka þátt í mótun skólakerfisins og þar- með mótun samfélagsins." Einsog mart sem er í deiglunni, þá er umræðuleikhúsið ekki nein skýrtdregin heild, heldur ótal þræðir sem erfitt getur verið að safna í eitt. Þessi grein ber merki þess að höfundur er aðvifandi, annars væri hún án efa skeinuhættari og af- dráttarlausari. Hér eru lagðar fram upp- lýsingar. Hinsvegar neitar þvi enginn leikhúsmaður nú orðið að umræðuleik- húsið eigi fyllilega rétt á sér, þótt varla séu margir komnir tilmeðað samþykkja að það komi í staðinnfyrir allt annað leikhús. Slikt er þröngsýni. En það er lausn þess leikhúsfólks sem hefur tekið til endurskoðunar hlutverk, stöðu og hefðir leikhússins. Umræðuleikhúsið er sprottið úr þörfinni sem allt heilbrigt fólk hefur fyrir virka þátttöku i mótun lifsins, umhverfisins og örlaga vorra. 4 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.