Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 21
einstaklinga, líka eftir að þær
giftast. Sérsköttun þar sem
hver einstaklingur yrði skatt-
lagður sér, hvort sem hann er
giftur eða ógiftur, sýnist því
vera eina lausnin. Giftar kon-
ur, bæði þær sem vinna utan
heimilis og hinar sem ein-
göngu vinna á heimilinu, eiga
því að vera fullgildir skatt-
þegnar með öllum réttindum
og skyldum, sem því fylgja.
Þetta er raunar heimilt, lögum
samkvæmt, en er i langflestum
tilfellum óhagkvæmt fyrir
hjón. Hvernig þetta yrði fram-
kvæmt á sem hagkvæmastan
hátt, er ekki auðvelt að segja
til um að svo komnu máli.
Hugsanlegt væri t. d., að í stað
eiginkonufrádráttarins kæmi
einhvers konar persónufrá-
dráttur.
Breytingartillagan var að
ýmsu leyti varhugaverð. í
fyrsta lagi gætu konur miðað
vinnu sína við að fá ekki hærri
laun en sem þessari upphæð
nemur (kr. 188200.00), og gæti
það gengið svo langt, að konur
kærðu sig ekki um kauphækk-
un og héldu þar með niðri
kaupgjaldi í vissum greinum.
í öðru lagi gæti þetta orðið til
þess, að konur tækju fremur að
sér hálfsdags vinnu, enda þótt
aðstæður og vilji væri fyrir
hendi til að vinna fullt starf.
Þar sem liklegt er, að sá
munur, sem gerður er á frá-
drætti kvenna, sem vinna við
fjölskyldufyrirtæki, og hinna,
sé sprottinn af ótta við mis-
notkun, er torvelt að taka af-
stöðu til þess frá jafnréttis-
sjónarmiði.
Frumvarp til laga um stofnun
og slit hjúskapar
Þetta frumvarp felur í sér
ýmsar breytingar, og er þar al-
gjörlega útrýmt öllu misrétti
milli kynja. Athyglisverðasta
breytingin er, að giftingaraldur
karla er lækkaður úr 20 árum
í 18 ár, og er hann þá sá sami
fyrir bæði kynin. Öðrum
ákvæðum, sem í lögunum eru
miðuð við að búið sé alltaf
hjúskapareign karlmannsins,
er breytt, þannig að gert er ráð
fyrir því, að bæði hafi sama
rétt.
Rauðsokkar fagna þessu
frumvarpi og vona, að það fái
skjóta og góða afgreiðslu til
laga á Alþingi nú í vetur. Eftir
er þá að endurskoða þann kafla
hjónabandslöggjafarinnar, sem
fjallar um réttindi og skyldur
hjóna. Vonandi verður þess
ekki langt að bíða, að honum
verði gerð sömu skil og þessum
þætti.
Ýmis ákvæði í hjúskaparlög-
gjöfinni eru enn byggð á hinni
föstu verkaskiptingu kynjanna,
sem nú er óðum að hverfa. Þó
eru þau færri en búast mætti
við. Verður nú minnzt á nokk-
ur atriði, sem flestir halda að ■
mismuni rétti kynja í hjóna-
bandinu.
Bæði eru hjónin skyldug að
framfæra hitt, og bæði hafa
þau sama rétt og sömu skyldur
hvað varðar börn þeirra. Faðir
hefur sama rétt og móðir til
þess að fá forræði yfir börnum
sínum við skilnað. Lögum sam-
kvæmt er ekkert til, sem heit-
ir „móðurréttur“, þegar um
skilgetin börn er að ræða.
Ákvæði eru í lögum um það, að
annað hjónanna geti krafizt
þess, að hitt greiði þvi meðlag
meðan á skilnaði stendur, ef
því er það nauðsynlegt, og hafa
bæði jafnan rétt til þess að
krefjast þessara meðlags-
greiðslna. Bæði eru hjónin
skyldug, ef til skilnaðar kemur,
að greiða meðlag með þeim
börnum, sem hitt hefur forræði
fyrir. Þetta á alveg jafnt við, ef
barnið er hjá föður sínum. Þá
skal móðirin greiða meðlag, ef
faðirinn fer fram á það. Mörg-
um mun vera ókunnugt um
þetta, og er það í rauninni eðli-
legt, þar sem Tryggingastofnun
ríkisins greiðir feðrum ekki
meðlag og innheimtir siðan hjá
móður. Þessi aðstoð við að inn-
heimta meðlagsgreiðslur er að-
eins veitt mæðrum. Þessu þarf
vitanlega að breyta strax. Það
er lika staðreynd, að við skiln-
að er móðurinni yfirleitt
dæmdur rétturinn yfir börnun-
um, og virðist jafnvel þurfa að
sanna, að hún sé ófær um að
annast þau, ef faðirinn á að
geta fengið forræði þeirra. Sú
hefð hefur skapazt að dæma
móðurinni forræði barnanna í
flestum tilvikum, þrátt fyrir
það að lögin geri ráð fyrir
jöfnum rétti foreldranna. Að
vísu má afsaka þetta með því,
að oftast hefur móðirin annazt
börnin ein að mestu, og þvi sé
það eðlilegra og betra fyrir þau
að dveljast hjá henni áfram.
Föðurnum hafa þau ef til vill
ekki kynnzt nema sem sunnu-
dagsgesti.
Frumvarp til laga um réttindi
og skyldur starfsmanna
ríkisins
í gildandi lögum um réttindi
og skyldur ríkisstarfsmanna
er ákvæði um það, að kona, er
veitir heimili forstöðu, hafi
heimild til að vinna % um-
samins vinnutíma gegn sam-
svarandi frádrætti í launum.
Þetta hafa margar konur not-
fært sér enda oft eina leiðin
fyrir þær til að geta stundað
starf sitt utan heimilis, þar sem
möguleikar á barnagæzlu og
heimilisaðstoð eru takmarkað-
ir. Eins og kunnugt er fá giftar
konur ekki pláss fyrir börn sín
á dagheimilum nema þær séu
giftar sjúklingum eða náms-
mönnum.
Nú er lagt til í áðurnefndu
frumvarpi, að slíkt fyrirkomu-
lag vinnu verði einungis notað
með ráðningarformi en ekki
setningu eða skipun í starf eins
og nú er. Ráðning til starfs er
skýrgreind i frumvarpinu sem
ráðningarform með þeim hætti,
að báðir aðilar geti sagt upp
vinnusamningnum með vissum
uppsagnarfresti, sem er breyti-
legur eftir starfsaldri. Rökin,
sem færð eru fyrir tillögunni,
eru þau, „að skipun og setning
í starf feli í sér svo fastmótuð
tengsl ríkis og starfsmanns, að
eðlilegt sé, að til þeirra sé því
aðeins stofnað, að starfið krefj-
ist allrar starfsorku starfs-
mannsins." Þetta eru ákaflega
haldlítil rök og sennilega ein-
bert yfirskin. Það hefur einmitt
farið i vöxt á síðari árum, að
ríkið sæktist eftir starfsmönn-
um til að gegna hluta úr starfi,
t. d. hjúkrunarkonum og kenn-
urum, enda yrðu margir skólar
og spítalar óstarfhæfir, væri
þetta vinnuafl kvenna ekki fyr-
ir hendi. Miklu fremur væri
ástæða til að rýmka þessa
heimild og þá fyrir karla líka.
Verði tillagan aftur á móti
samþykkt sem lög, stuðlar hún
að auknu misrétti karla og
kvenna á vinnumarkaðnum, og
er það þó ærið fyrir.
Þá er í frumvarpinu gert ráð
fyrir því, að fæðingarorlof
kvenna verði með tvennu móti.
Annað hvort 13 vikur á fullum
launum eða 26 vikur á hálfum
launum. Þetta er til bóta, en
hvað með feður? Er ekki orðið
tímabært, að þeir fái orlof,
þegar nýr fjölskyldumeðlimur
bætist við? Þá fengju þeir
tækifæri til að annast móður
og barn fyrst eftir fæðingu, og
eins til að sjá um heimilið
meðan konan liggur á sæng.
Frumvarp til laga um
mannanöfn
Það er áformað að leyfa upp-
töku ættarnafna, ef þau eru ís-
lenzk og í samræmi við íslenzkt
málkerfi. Ættarnafn má þá að-
eins ganga í karllegg, og eigin-
konu er heimilt að bera nafn
manns síns en ekki öfugt.
Nú eru nafnvenjur íslend-
inga mjög sérstæðar eins og
En þarf ég að þvo sokkana þína
þótt ég sofi hjá þér?
kunnugt er. Þær eru forn nor-
rænn menningararfur, sem
hinar Norðurlandaþjóðirnar
hafa fyrir löngu týnt niður.
Þegar af þeirri ástæðu er til-
lagan fráleit. En fleira kemur
til. íslenzkar konur hafa frá
ómunatíð haft þau réttindi,
umfram kynsystur sínar er-
lendar, að vera nefndar dætur
feðra sinna, en ekki synir ein-
hverra forfeðra. Þessi réttindi
vilja þær varðveita. Að vísu er
það ekki ætlunin að skylda
einn eða neinn til að taka sér
ættarnafn, en eðli sínu sam-
kvæmt breiðast þau fljótt út.
Ekki er heldur við öðru að bú-
ast en að margir myndu not-
færa sér slíka heimild, ef til
kæmi, því að enn þykir fjölda
fólks fínt að bera ættarnafn.
Gift kona tæki í flestum til-
vikum upp ættarnafn eigin-
mannsins og yrði þar með
nafnlaus. Jafnvel þó að konur
vildu sjálfar halda föðurnafni
sínu eftir giftingu, yrði það
erfitt. Reynslan hefur sýnt, að
konur, sem giftar eru mönnum
með ættarnöfn, komast helzt
ekki hjá því, að nafni manns-
ins sé þröngvað upp á þær,
hvort sem beim líkar betur eða
verr, og það svo rækilega, að
fornafni þeirra er oft sleppt
líka. Þær verða aðeins frú
þetta eða hitt ættarnafnið. Með
upptöku ættarnafna yrði því
enn aukið á misrétti kynjanna
og stuðlað að ósjálfstæði
kvenna, en slíkt er ekki í sam-
ræmi við jafnréttishugmyndir
nútímafólks.
Að lokum vil ég minnast á það
ákvæði í núgildandi lögum um
mannanöfn, en það er óbreytt
í frumvarpinu, að heimilt er að
kenna sig til eiginnafns rnóður
með sama hætti og til föður.
Ekki er mér þó kunnugt um
neinn, sem hefur notfært sér
þessa heimild nema ritstjóra
þessa tímarits, Sigurð A. Magn-
ússon. Hann notar móðurnafn
sitt sem millinafn, þar sem A.
merkir Aðalheiðarson. 4
21