Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 24
Spurningar...............................Svör Er eðli karls og konu ekki mismunandi? Það vitum við ekki. Það er raunar ekkert til, sem sannar eða afsannar það, og það er ekki mögulegt að gera athugun á því, þar sem fólk er svo mótað af þjóðfélagslegum venjum. En jafnvel þótt unnt væri að sanna einhvern eðlismun, hlýtur það að vera á móti okkar lýðræðislegu hugsjónum að halda því fram, að vegna þessa eðlismunar hafi annað kynið rétt til þess að undiroka hitt. Miklu fremur gæti það verið for- senda þess, að konur ættu að taka þátt í rekstri og stjórnun þjóðfélagsins tii jafns við karlmenn til að túlka þarfir og vilja þess helmings þegnanna, sem nú hefur sáralítil tæki- færi til þess að hafa áhrif á þróun og gang mála. Ætlið þið að reka allar konur út að vinna? Fjarri því, en þær konur, sem vilja vinna utan heimilis, ættu skilyrðislaust að eiga þess kost, og þær ættu einnig að hafa sömu möguleika á vinnumarkaðinum og karlmenn. Það er fjarstæða, að þær séu lélegri og óstöðugri vinnu- kraftur. Hins vegar þarf þjóðfélagið að koma til móts við útivinnandi mæður með því að fjölga og þæta þjónustu barnaheimila og leikskóla, lengja skólatímann og stofnsetja fleiri skóladagheimili. Þá þyrfti að koma á fót þjónustustarf- semi með fólki, sem situr yfir veikum börnum. Að sjálfsögðu þyrftu karlmenn þá að taka meiri þátt í heimilisrekstrinum en almennt er, að karlmenn geri nú. Er eitthvað athugavert við að vera kvenlegur? Það að vera kvenlegur eða karlmannlegur er goðsögn. Allir ættu að vera eins og þeim er eðlilegt. Viljið þið gera allar konur sem líkastar karlmönnum? Alls ekki, en við viljum, að konur og karlar njóti allra sömu réttinda og hafi sömu möguleika í þjóðfélaginu, en ekki að annað kynið hafi hlunnindi fram yfir hitt. Hatið þið karlmenn, af því að ykkur hefur ekki tekizt að krækja í neinn? í fyrsta lagi viljum við alls ekki „krækja okkur“ í mann, með öllum þeim blekkingum, óheiðarleik og samkeþþni, sem í því felst. Hitt er annað mál, að til eru konur, sem „krækja sér“ í menn til þess að sjá fyrir sér og til þess að öðlast í gegnum þá virðingarstöðu í samfélaginu. Við viljum ekki, að forsenda giftingar sé að ná sér í fyrirvinnu eða þjón- ustu, heldur eigi hjón að vera jafnréttháir félagar. Lítið þið niður á húsmóðurstarfið? Nei, en húsmóðurstarfið fullnægir nú á tímum ekki starfs- orku og félagsþörf allra kvenna. Þróunin hefur orðið sú, að vinnuvélar (t. d. þvottavélar), þjónustufyrirtæki (t. d. fata- hreinsanir) og verksmiðjur (t. d. matvælaverksmiðjur) vinna nú þau verk, sem húsmæður unnu áður. Hins vegar viljum við benda á, að þjóðfélagið lítilsvirðir húsmóðurstarfið á ýmsan hátt, t. d. eru sjúkradagpeningar og slysabætur hús- móður (þ. e. giftrar konu) mun lægri en annarra. Hafið þið eitthvað á móti því að konur „haldi sér til“? Sjálfsagt er, að allir séu hreinlegir og snyrtilegir, og til- breyting í útliti og klæðnaði gleður ekki síður sjálfan mann (hvort sem maður er karlkyns eða kvenkyns) en aðra. Hins vegar finnst okkur fáránlegt allt þetta auglýsingaskrum í sambandi við fegrunarlyf, klæðnað kvenna og fegurðarsam- keþpni, þar sem menn gleyma alveg hinum innra manni. Hafið þið eitthvað á móti móðurást? Nei, alls ekki, en við álítum, að föðurást sé alveg jafn mikilvæg fyrir barnið. Móðirin er sá aðili, sem gengur með barnið og hefur það á brjósti. Er þá ekki eðlilegast að hún hugsi um það? Það er rétt, að móðirin gengur með barnið og hún getur haft það á brjósti, ef hún vill. En barnið verður ekki til nema af sæði föðurins, og ábyrgð barnauþþeldisins á að hvíla jafnt á báðum foreldrum, og þeim ber skylda til að ala það upp saman. Það er leitt til þess að vita, að margir feður hafa svo mjög langan vinnudag utan heimilis, að þeir sjá nær aldrei börn sín. Móðirin myndi einnig njóta barnanna betur, ef ábyrgðin hvíldi ekki á henni einni, og hún yrði einnig ánægðari, ef hún fengi að vinna að sínum hugðar- efnum utan heimilisins, og þá gæti faðirinn líka losað sig við sína eftirvinnu og aukavinnu. Er ekki skaðlegt fyrir börn að alast upþ á barnaheimilum eða leikskólum? Börnum er hollt að vera innan um önnur börn og fleira fullorðið fólk en móður sína eina. Nú eru heimilin fámennari en áður, oftast aðeins hjón með fá börn. Þar kynnast börn- in ekki daglegri lífsbaráttu eins og þau gerðu fyrr á tímum á sveitaheimilum, því þarf eitthvað að koma hér í staðinn. Vel rekin, fámenn dagheimili með vel menntuðu starfsliði (karlkyns og kvenkyns) gætu gegnt þessu hlutverki. Þar er börnum kennt ýmislegt, sem eykur þroska þeirra og getu, og þau læra að umgangast hvert annað. Dagleg dvöl á dagheimili má ekki vera of löng, og miklu máli skiþtir, að barnið fái eðlilega umönnun heima fyrir þann tíma, sem foreldrarnir eru með því. Þannig getur hæfilega löng dvöl á dagheimili eða leik- skóla orðið betri en leikur á götunni daglangt eða það að vera eitt að leik með móður sinni án tengsla við önnur börn eða fullorðna. Rauðsokkar með Venusar-líkneskju í 1. maí-göngunni 1970 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.