Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 23
Samræmd handavðnnukennsla Samhljóða bréf er sent öllum skólastjórum skyldunáms- skóla á landinu; athygli fræðslumálastjóra verður vakin á því, og í ráði er að birta það opinberlega. Tilgangur bréfsins er að hvetja sérhvern skóla til að afmá mismunun nemenda sinna eftir kynferði, en mismunun þessi er hvað greinilegust í framkvæmd verklegrar kennslu, þar sem stúlkurnar eru skyldaðar til náms í saumum og eldamennsku, en strákar til smíða. Sú krafa fer sívaxandi að barn fái að þroskast samkvæmt hæfileikum sínum, en óháð hömlum kynhlutverka þeirra sem viðgengizt hafa í samfélagi okkar. Handavinnu- og matreiðslukennsla skólanna í því formi, sem nú er við lýði, er viðamikill hlekkur í þeirri atriðakeðju, sem knýr stúlkur til láglaunamennsku jafnt úti á almennum vinnu- markaði sem á heimilunum, og gerir drengi ófæra og óvilj- uga til að létta til við heimilisverk og sinna eigin þjónustu. Verkleg kennsla stúlkna í núverandi formi er ekki miðuð við að þroska þær til að öðlast verksvit og kenna þeim að skilja lögmál þess verks sem vinna skal og öðlast þannig aukna sjálfsvirðingu þess, sem er strangur við sjálfan sig án þess að láta ofbjóða kröftum sínum. Verkleg kennsla stúlkna er miðuð við að gera þær færari um að gegna þeim þjónustustörfum, sem eðlilegt hefur verið talið að konur inntu af hendi í samfélaginu án endurgjalds til þessa. Kennslan beinir ekki nemendum í átt til neinnar atvinnu- greinar seinna meir í lífinu utan hugsanlega þeirrar að verða kennarar í matreiðslu og handavinnu stúlkna. Eins og nú er komið eru stúlkur neyddar til innisetu yfir handavinnu, sem getur numið nokkrum klukkustundum á viku hverri hjá þeim sem eru samvizkusamar, meðan bræður þeirra eru frjáisir að leik, og er þetta síður en svo konunni til hjálpar, þegar hún uppkomin þarf á'ð andæfa gegn því að verða neydd til að vinna tvöfaldan vinnutíma, hlunn- farin í umbun í báðum tilfellum sökum skorts á vinnumetn- aði og langvarandi kúgunar. Unglingar eru sjálfir að brjóta hlekki kynskiptingarinnar, hvað gleggst sést á klæðaburði þeirra, og fjöldi heimila reynir sitt ýtrasta til að skapa börnum sínum jafna aðstöðu til verks og náms. Það er því hörmulegt að skólarnir skuli vinna svo afdrifaríkt gegn þessari þróun, þar sem æskilegt væri að þeir settu hvetjandi fordæmi. Ekki hefur auðnazt við gerð hins nýja kennaraskólafrum- varps að sameina fræðsludeildir handavinnukennara og teiknikennara undir einn og sama skóla, en teiknikennarar útskrifast sem kunnugt er frá Myndlista- og handíðaskólan- um. Hefur hin þrískipta menntun handíðakennara að okkar dómi mjög óæskileg áhrif á eðlilega þróun verklegrar kennslu. Ekki er okkur kunnugt um að nauðsyn grundvallar- breytingar á verklegri kennslu hafi fengið verðskuldaða at- hygi við yfirstandandi endurskoðun námsskrár fyrir skyldunámsstigið. Að þessu athuguðu viljum við leita beint til stjórnenda hinna einstöku skóla og hvetja þá til alvarlegrar og ábyrgrar íhugunar um þessi mál. Við viljum hvetja yður til að gera að veruleika þau 6 ára gömlu ummæli í skýrslu Evrópuráðs: að samkennsla sé í íslenzkum skólum án allrar mismun- unar. Einn skóli hefur riðið á vaðið og veitt stúlkum frjáls- an aðgang að verkmennt ásamt piltunum. Barna- og ungl- ingaskóli Grundarfjarðar er fyrstur skóla til að leggja niður kynhömlur í verklegri kennslu Við frjálst val kusu aðeins 6 stúlkur úr elztu aldursflokkunum að halda áfram námi í saumum, en hinar að taka þátt í föndri og smíðum með bekkjarbræðrum sínum. Við skorum á yður að láta ekki vanaskorður kennslu und- angenginna ára og staðreyndir eins og þær að aðeins séu til hefilbekkir handa strákunum trufla dómgreind yðar. Ef hefilbekkirnir eru aðeins nógu margir fyrir helming nem- enda, verður að deila tímanum í tvennt sem unnið er við þá, og verður þá rými fyrir alla. Sé áherzla lögð á hinar skap- andi hliðar matreiðslu og sauma, verða þetta einnig eftir- sóttar námsgreinar af drengjum jafnt og stúlkum. Við hvetjum yður til þess nú þegar á komandi skólaári að gera varanlegar breytingar til umbóta. Þjónustustörf ber Þjóðviljinn, 29. 8. 1971: Aukinn bílainnflutningur hefur í för með sér fleiri slys og dauðsföll í umferðinni. Þetta er því miður óhagganleg stað- reynd sem hægt er að sanna með tölum. Ef til vill væri þó hægt að gera meira til að koma í veg fyrir slys i umferðinni. T. d. með því að komið yrði á fót fleiri leikskólum, dagheim- ilum, leiksvæðum og skóladag- heimilum fyrir börn, því að hátt hlutfall þeirra sem verða fyrir bílum eru börn. En af hverju missi ég mannrétt- indin, ef ég giftist þér? opinskátt að skilgreina sem slík, þótt ávallt sé eftir mætti lögð áherzla á skapandi þætti þeirra, og alls engan mismun má gera á grundvelli kynferðis, hvort sem um verkmennt þjónustustarfa eða starfa sem lúta að sköpun og byggingu er að ræða. Reykjavík, 26. júlí 1971 f. h. starfshóps Rauðsokka sem starfaði á tímabilinu febrúar-—maí 1971 Hildur Hákonardóttir Þórunn Árnadóttir. „Ég fæ ekki vinnu. Forstjórinn vill ekki ráða stúlku í starfið, sem ég sótti um. Hann segir, að þær hætti svo fljótt aftur.“ Er það rétt hjá forstjóranum, að konur séu ekki eins var- anlegur vinnukraftur og karlar? Rannsókn, sem tvær starfskonur í banka gerðu og birtu í starfsmannablaði bankans, sýndi, að meðalstarfsaldur kvenna í bönkunum er hærri en meðalstarfsaldur karla. í öllum bönkum landsins voru 979 starfsmenn, 524 konur og 455 karlar. í 5 kauplægstu flokkunum reyndust konur vera í yfirgnæfandi meirihluta en í efri flokkunum voru karlar í þeim mun stærri meirihluta, sem ofar dró, unz þeir voru einir í þeim efsta. í Stjórnarráði íslands er engin kona með hærri titil en fulltrúi, flestar eru ritarar eða bókarar, engin deildarstjóri eða ráðuneytisstjóri. Engin kona hefur enn verið skipuð sendiherra á íslandi, engin kona er hæstaréttardómari og ekki nema tvær konur, sem hafa réttindi til að flytja mál fyrir hæstarétti. Engin kona situr í Rannsóknaráði og engin kona veitir forstöðu vísindalegri rannsóknarstofnun, engin kona er bankastjóri og það var fyrst á síðasta ári, að fyrsta konan var skipuð prófessor við Háskóla íslands. Aðeins ein kona gegnir yfirlæknisstöðu á sjúkrahúsum landsins. Eru virkilega 100.000 konur á íslandi? í nefnd, sem skipuð var til þess að endurskoða fóstureyð- ingarlögin, er engin kona. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.