Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 27
á þessum aldri. 8 konur af þeim hópi, sem könnunin náði til og vinna fullt starf úti, hafa börn sín á dagheimilinu og eru þar með 12 börn (sjá mynd 4). 7 konur, sem vinna hluta úr degi úti, hafa börn sin á leikskólunum og eru þar með 11 börn. 38 konur, sem eiga samtals 50 börn undir 6 ára aldri, vinna úti en hafa ekki pláss á dagheimili eða leikskóla (mynd 5). Þau dveljast ýmist hjá ömmu sinni, öðru skyldmenni eða vandalausum, á meðan móðir þeirra er í vinnu. Sum eru endurgjaldslaust í fóstri, fyrir önnur er greitt frá 1800 kr. fyrir hálfs dags dvöl upp i 4 þús. kr. fyrir heils dags dvöl. Til að finna, hver hinn raunverulegi fjöldi barna i þessari að- stöðu er, má margfalda þessa tölu með 6, þar sem sjötta hver kona i bænum tók þátt í könnuninni. En búast má við, að það sé ekki raunhæft, þar sem trúlegt er, að þau 20% kvenna, sem ekki svöruðu, hafi einmitt ekki átt lítil börn, enda var það oft afsökun þeirra, þegar þær skiluðu auðum spurningalistum. Ef við sláum þvi af og margföldum með 5, verða þetta 250 börn. Þá má segja, að hér í Kópavogi vanti e. t. v. 250 pláss fyrir börn þeirra mæðra, sem þegar vinna úti, þ. e. a. m. k. 5 dagheimili, ef miðað er við fullan vinnudag. En þess má geta, að aðeins 19 þeirra 38 kvenna, sem nefndar voru, kváðust vinna fullan vinnu- dag, hinar unnu hluta úr degi mislangan vinnudag, og er hugs- anlegt, að sumum þeirra nægði leikskólapláss fyrir börn sín, ef opnunartími væri rýmkaður. Þvi næst voru þær, sem áttu börn á dagheimili eða leikskóla, beðnar að láta álit sitt í ljós varðandi opnunar- og lokunartíma þeirra (sjá mynd 4). Helmingur þeirra, sem hafa börn sín á dagheimilinu, kváðu starfstímann of skamman. Vinna sumra þeirra hefst t. d. kl. 8 að morgni, aðrar segjast vinna til kl. 6 að kvöldi, og þurfa þær þvi að fá einhvern annan til að sækja barnið fyrir sig og gæta þess, þar til þær koma heim. 6 af þeim 7, sem hafa börn sin á leikskóla, meðan þær eru í vinnu, segja að starfstími hans samrýmist ekki vinnutíma þeirra. Plestar þeirra vinna frá kl. 1 til 6, en leikskólinn lokar kl. 5, eins og áður segir. Aðrar hefja vinnu kl. 8 og ljúka henni milli kl. 12 og 1, ein kveðst vinna til kl. hálf tvö. Af þessu sést, að opnunartími leikskóla hentar að takmörkuðu leyti útivinn- andi mæðrum. Auðvelt ætti að vera að bæta úr þessu, með því að taka upp vaktavinnu á heimilunum. Næsta spurning var um það, hvort þær, sem ekki vinna úti, þ. e. 63% þátttakenda, hefðu áhuga á starfi utan heimilis, ef þær hefðu örugga gæzlu fyrir börnin. 104 svöruðu þessari spurn- ingu játandi, þ. e. 30% af öllum þátttakendum. 25% höfðu ekki áhuga, 9% svöruðu ekki. Af þessum 104 voru 78, sem eiga börn undir 6 ára aldri og eiga þær samtals 118 börn (töluna má marg- falda með 5 til að gera sér í hugarlund þörfina á dagheimilis- eða leikskólaplássum fyrir þessi börn) (mynd 6). Þær, sem eiga börn 7 til 12 ára, voru spurðar, hvort þessi börn þeirra hefðu áhrif á aðstöðu þeirra til vinnu utan heimilis (mynd 7). Af þeim, sem svöruðu þessari spurningu, vinna 66 utan heim- ilis og af þeim sögðu 45%, að óregluleg stundatafla í skóla, þörf barnanna á hjálp við heimanám og þörf þeirra á gæzlu, hefði neikvæð áhrif á aðstöðu til vinnu utan heimilis. 55% sögðu að þau hefðu engin áhrif á aðstöðu til útivinnu. Af þeim 204, sem ekki vinna úti, sögðu 151 eða 63%, að þarfir barna á þessum aldri kæmu í veg fyrir vinnu utan heimilis. 54 konur eða 37% töldu þennan aldursflokk engin áhrif hafa á hugsanlega vinnu þeirra utan heimilis. Það, sem einkum vekur athygli hér, eru vandamál þau, sem fylgja tvi- og þrísetnum skólum. Skólatiminn verður tiltölulega stuttur og sundurslitinn og heimanám óeðlilega mikið. Við núverandi aðstæður mætti ráða nokkra bót á óreglulegri stunda- töflu, en það kostar væntanlega fé og fyrirhöfn. í þessu sambandi viljum við einnig vekja athygli á skóladag- heimili því, sem Reykj avikurborg rekur í stóru íbúðarhúsi við Skipasund 80, þar sem börn fá að dvelja þann tíma, sem for- eldrarnir eru í vinnu og þau sjálf eru ekki í skólanum. Gjald er 1650 kr. á mánuði. Starfsvellir eru tveir hér í bænum. Konurnar voru spurðar, hvort börn þeirra á aldrinum 7 til 12 ára sæktu þá. 72 eða 33% þeirra, sem eiga börn á þessum aldri, svöruðu játandi. 133 eða 61% svöruðu neitandi, og mjög margar þeirra bættu við, að ástæðan væri sú, að vellirnir væru of langt frá heimilum þeirra. 14 svöruðu ekki. Þá kom i ljós, að 53% þeirra, sem nota starfs- vellina, vildu hafa þá opna allt árið. Hvað snertir reksturskostnað dagvistunarstofnana, voru kon- urnar spurðar, hverja þær teldu eiga að standa undir kostnaði við rekstur þeirra. í hópi þeirra, sem eiga börn á bessum aldri og vinna úti, töldu flestar eða tæp 40% að reka ætti slíkar stofn- anir á sama hátt og barnaskóla, þ. e. af riki og bæ sameiginlega. Þær, sem ekki vinna úti og eiga börn á þessum aldri, hölluðust aftur á móti fleiri að því að bæjarfélagið eitt eigi að taka þátt í kostnaðinum eins og nú er. Hjá þeim, sem ekki eiga börn á þessum aldri, virðast tveir möguleikar helzt koma til g.eina, þ. e. að bæjarfélagið taki þátt í kostnaðinum eins og nú og að ríki og bær reki þetta sameiginlega. Það að fólk borgi í samræmi við tekjur sínar fékk mjög lítinn hljómgrunn, bæði hjá þeim kon- um, sem vinna utan heimilis, og þeim, sem ekki gera það. Næst var spurt, hvort þær teldu þörf á dagvistunarstofnun í bænum handa börnum undir tveggja ára aldri (svonefndar dag- vöggustofur eða skriðdeildir dagheimila). Langflestar eða 96% svöruðu þvi játandi. í bænum er engin slík stofnun fyrir börn á þessum aldri, og liggur í augum uppi, að slikt veldur útivinn- andi mæðium, sem eiga ungbörn, miklum erfiðleikum. Viljum við vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Að lokum var spurt um aldur og menntun kvennanna (mynd 8). Það sem vekur helzt athygli varðandi menntunina, er það að menntun eíti: gagnfræðapróí heíur ekki aukizt á þessu 30 ára tímabili (konurnar eru fæddar á tímabilinu 1920 til 1950). Þegar borin var saman útivinna og aldur voru konurnar flokk- aðar í þrjá flokka eftir aldri (mynd 9). Kom í ljós, að i yngsta aldursflokknum (fæddar 1940—50) unnu 42% úti (fullt eða hálft starf), sama hlutfall kom úr þeim elzta (fæddar 1920—29). Lægst var hlutfallið í aldursflokknum, sem fæddur er 1930—39, aðeins 31% þeirra vinnur utan heimilis fullt eða hálft starf. Reikna má með, að meirihluti kvenna á þessum aldri eigi börn á barnaskólaaldri. Þegar athuguð er samsvörun milli menntunar og útivinnu (mynd 10) kemur í ljós, að þær, sem hafa betri menntun, vinna frekar úti en hinar. 69% þeirra, sem hafa stúdentspróf, kennara- próf, samvinnuskólapróf eða verzlunarskólapróf, vinna úti fullt eða hálft starf. 67% þeirra, sem lagt hafa stund á eitthvert há- skólanám, vinna utan heimilis og eru 50% í fullu starfi, en 17% í hálfu. Athyglisvert er, að konur sem lagt hafa stund á sérnám, svo sem hjúkrun eða iðnnám, vinna ekki frekar úti en þær, sem aðeins hafa skyldunám eða gagnfræðao óf, þ. e. 33—34% þessara hópa hafa starf utan heimilis. Hér má benda á, að í hjúkrunar- störfum er venjulegast um vaktavinnu að ræða og því erfitt með barnagæzlu. Könnun þessi náði ekki til fleiri þátta en hér hafa verið taldir. Af henni má sjá, að þörf fyrir dagheimili og leikskóla, sem reknir eru á breiðum grundvelli, er mjög mikil. Með ári hverju sækia æ fleiri konur út í atvinnulífið, þar sem heimilisstörfin léttast með aukinni iðnvæðingu, þjónustu og vélanotkun. Þær vilja fá útrás fyrir starfsorku sína og atvinnulífið kallar á starfskrafta þeirra. Þvi verður að gera áætlun um, að nær öll bö n eigi þess kost að dvelja á dagheimili eða leikskóla, áður en skólaganga hefst. Þeir sem telja, að slík dvöl sé börnum óholl, skulu ihuga að séu heimilin ekki nógu góð í dag, þá er brýnt verkefni að bæta þar úr og þá einkum með bættum rekstri og bættri menntun starfs- fólks þeirra. Nú eru hér i Kópavogi tæplega 2 þús. börn undir 6 ára aldri og má reikna með því, að þessi tala breytist ekki mikið til alda- móta. Ef reiknað væri með að fullnægja þörfinni nokkru fyrir aldamót þyrfti að byggja a. m. k. eitt heimili á ári og ætti bæj- arfélaginu ekki að vera það ofraun. Slíkt kostar að sjálfsögðu allmikið fé, en við það að konur fari að afla tekna aukast jafn- framt tekjur ríkis og bæja. Þess má geta hér í þessu sambandi að leikskólinn við Bjarnhólastíg, sem tekinn var í notkun siðast- liðið haust og tekur 80 börn í hálfsdags dvöl, kostaði rúmar 3 milljónir króna. Á þessu ári mun eiga að leggja 10 millj. kr. í barnaskólabyggingu og 25 millj. kr. i gagnfræðaskólabyggingu hér í bæ. Af þessu sést, hve kostnaður við byggingu barnaheimilis er lítill miðað við skóla. Sjálfsagt er að bæjarfélög geri þá kröfu til ríkisins að það taki þátt i byggingakostnaði dagheimila og leikskóla eins og það gerir við skólabyggingar. Með virðingu og vinsemd, Gerður G. Óskarsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Guðný Gunnarsdóttir Ingveldur Þorkelsdóttir Guðrún Albertsdóttir Margrét Guðmundsdóttir 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.