Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 38
M. J. Karvonen: í stórum dráttum er störfum skipt milli karla og kvenna á þrjá vegu. í mörgum þjóðfélögum samtímans eru karlmenn við launuð störf, en meginþorri kvenfólks heldur sig heimavið og annast húsverk. í öðrum þjóðfélögum er þessu nálega þver- öfugt farið: hið daglega strit útá ökrun- um ásamt matseld og húshaldi heimafyrir heldur konum í mörgum frumstæðum þjóðfélögum sístarfandi myrkranna á milli allan ársins hring, en karlmennirnir njóta talsvert meiri frítíma og frelsis. Loks eru til þjóðfélög þar sem störfin skiptast nokkurnveginn jafnt milli karla og kvenna. Þar hafa bæði kynin sín verk- efni við búsýslu, eða þau fara bæði til vinnu í verksmiðju, skóla, skrifstofu eða rannsóknastofnun. Haft er fyrir satt að kvenkynið sé hið veikara kyn. Hve veikir eru þá félagar okkar af kvenkyni? Er verið að arðræna konur sem vinna úti, eða er verið að svipta konur sem heima sitja grundvall- armannréttindum, réttinum til að vinna? Vél mannlegs líkama vinnur með vöðv- um. Meðalkona hefur minni vöðva en meðalkarlmaður og því einnig minna likamsafl. Meðal sumra Evrópuþjóða eru vöðvar kvenna aðeins hálfdrættingar á við vöðva karla að styrkleika. Skortur á líkamsþjálfun kann að valda nokkru um þennan mismun. í mörgum samfélögum leika drengir og stúlkur ólíka leiki, iðka ólíkar iþróttir. Þegar þau ná fullum líkamsþroska, velja þau sér aftur störf með þeim hætti, að margir karlmenn beita vöðvaafli sínu á öllum aldursskeið- um, en konur snúa sér að störfum sem út- heimta minni vöðvaþjálfun. En þarmeð er sagan ekki nema hálfsögð. í tilrauna- þjálfun þar sem þátttakendur verða fyrir nákvæmlega jafnmikilli áreynslu eykst vöðvastyrkur hægar hjá konum en körl- um, og hámarksárangur er minni. Hins- vegar er lögmál meðaltalsins enganveg- inn algilt. Sterk kona og veikburða karl- maður eru engin fágæti. Vöðvastyrkur er alls ekki eini mæli- kvarði á vinnuþol líkamans. í langvinn- um störfum er það blóðrásin sem ræður úrslitum, því hún flytur vöðvunum nær- ingu og súrefni. Mæla má afköst blóðrás- arinnar með því hámarki súrefnis sem einstaklingurinn fær um lungun þegar hann vinnur af öllum kröftum. Hámarks- geta til súrefnistöku er lægri hjá konum en körlurn. Þessi geta minnkar með aldr- inum. í sænskri könnun höfðu karlmenn á aldrinum 20 til 29 ára að meðaltali há- marksgetu til súrefnistöku sem nam 3,01 lítra á mínútu, en meðaltal kvenna á sama aldri var fjórðungi minna: 2,23 litrar á mínútu. Hinsvegar voru karlar á aldrinum 50 til 65 ára komnir niður á ná- kvæmlega sama hámarksstig og ungar konur. Konur eldast hægar en karlmenn, og á efri árum var mismunurinn á há- marksgetu karla og kvenna til súrefnis- töku helmingi minni en milli karla og kvenna á ungum aldri. Minni hámarksgeta kvenna til súrefn- istöku stafar að nokkru leyti af smærri líkamsvexti þeirra, en einnig af því að í blóði þeirra eru færri rauð blóðkorn á hverja rúmeiningu, og af því leiðir að geta þess til súrefnisflutnings er minni. Fyrir sömu áreynslu þarf hjarta konu 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.