Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 29
Gerður G. Óskarsdóttir:
Viðhorf Rauðsokka til
barnaheimilismála
Eitt aðaláhugamál Rauð-
sokka er að breyta þeirri hefð,
að kynferði komi i veg fyrir,
að einstaklingur geti valið sér
starf í samræmi við hæfileika
sína og áhugamál, þ. e. að ein-
staklingur sé fæddur inn i eina
og sömu stéttina. í okkar þjóð-
félagi er það svo, að kona, sem
vill giftast og eignast börn, á
ekki möguleika á starfsvali,
húsmóðurstaðan er hennar
eina val. Svo vel vill til, að
þetta starf á mjög vel við fjölda
kvenna og þótt þær hefðu úr
mörgu að velja, myndu þær
helzt velja sér húsmóðurstarfið.
En þessu er ekki þannig farið
um allar konur, enda furðu-
legt að láta sér detta i hug, að
helmingur mannkyns hneigist
allur að einu starfi, þegar hinn
helmingurinn skiptist á ótelj-
andi störf.
Karlmenn eiga val, en kon-
ur ekki. Ég ætla mér ekki þá
dul að fullyrða, að allir karl-
menn séu einmitt i þvi starfi,
sem hæfileikar þeirra og á-
hugamál hafa beinzt að, þvi
fer fjarri, fjöldi karlmanna er
á rangri hillu, en þegar þeir
völdu sína námsleið, ef um
nám var að ræða, höfðu þeir
nokkurt val, þótt allar náms-
leiðir hafi e. t. v. ekki staðið
opnar, og þegar út á vinnu-
markaðinn kom, höfðu þeir
langflestir úr fleiri en einu
starfi að velja, einnig hafa
þeir yfirleitt möguleika til að
skipta um starf, jafnvel oft á
ævinni, starfsreynsla í einu
starfi á vinnumarkaðnum
kemur að notum í öðru.
Hvað veldur því þá, að kona
getur ekki valið sér starf? Það
eru börn hennar og manns
hennar. Fólk hefur heyrzt
segja: „Hvað eru þessar konur
þá að eiga börn?“ Ég spyr: Er
hægt að ætlast til þess að kon-
ur, sem ekki vilja helga sig ein-
göngu heimilisstörfum, neiti sér
um þá lífsfyllingu að eignast
afkvæmi, annast þau (þó ekki
sé allan sólarhringinn frá fæð-
ingu til fullorðinsára), sjá þau
dafna og þroskast og styðja
þau til sjálfsbjargar? Enginn
ætlast til þess að karlmenn
neiti sér um að eiga börn, þótt
tími þeirra til að annast þau
sé oft takmarkaður. Hvernig
getur þjóðfélagið þá komið til
móts við þessar konur? Hver er
leiðin út úr þessum vanda?
Hún er að sjálfsögðu sú, að
barnaheimili fyrir börn undir
6 ára aldri séu næg i landinu
fyrir alla þá foreldra, sem óska
að koma börnum sínum þang-
að. Það er börnum hollt að vera
innan um önnur börn hluta
dags í umsjá sérmenntaðs
fólks, sem kennir þeim föndur,
leiki, vísur o. fl., kannski holl-
ara en að vera ein inni að leik
með móðurinni allan daginn,
eða vera úti á götu, jafnvel
þótt móðirin geti haft eftirlit
með þeim. Þar með er ekki sagt,
að æskilegt sé, að börnin dvelji
á dagheimili frá því snemma á
morgnana þar til seint á dag-
inn. Von okkar Rauðsokka er,
að fari konur almennt að leita
út á vinnumarkaðinn, geti það
orðið til þess, að vinnutíminn
styttist, hjónin bæði afli heim-
ilinu tekna i stað þess að heim-
ilisfaðirinn geri það einn með
óheyrilega löngum vinnutima
eins og nú á sér stað og sjái
börnin varla nema um helgar.
Öll fjölskyldan gæti verið kom-
in heim um miðjan dag, t. d.
kl. 3 eða 4, jafnvel fyrr. Skóla-
tími barna á skólaskyldualdri
þyrfti að sjálfsögðu að lengjast,
eða að við alla skóla væru
starfrækt skólaheimili. í Eng-
landi eru börn í skóla frá þvi á
morgnana til 3 og 4 á daginn
frá 5 ára aldri og þykir sjálf-
sagður hlutur þar í landi.
Vart verður komið auga á
aðra lausn en hér hefur verið
nefnd. Foreldrar munu aldrei
geta skipzt á að vera heima til
að annast börnin og unnið síð-
an hálft starf sitt utan heimil-
is, það yrði óframkvæmanlegt.
Störfin eru þess eðlis, og það
er einnig trúa mín, að fæstir
karlmenn tækju það í mál, þeir
eru yfirleitt það háðir starfi
sínu. Það er heldur ekki lausn,
að annað foreldrið, sem við nú-
verandi aðstæður yrði konan,
taki sér frí frá starfi sínu í
a. m. k. 6 ár, oftast lengur, ef
börnin eru fleiri en eitt. Við
það losnar hún úr tengslum
við atvinnulifið og á svo e. t. v.
ekki auðvelt með að fá starf
aftur. Framfarir eru svo örar
að starfsþjálfun hennar getur
verið orðin úrelt eftir 10 ár.
Það ber lika að líta á það, að ef
það á ekki við einstakling að
gegna húsmóðurstarfi ein-
göngu, þá er þessi einstaklingur
óánægður að óþörfu i jafnvel
fjölda ára.
Við viljum lika benda á, að
það eykur sjálfstraust kvenna
að taka þátt i atvinnulífinu og
verða fjárhagslega sjálfstæðar,
hvort sem þær gera það pen-
inganna vegna eða vegna
áhuga á starfinu.
Við vitum öll, hvernig á-
standið í barnaheimilismálum
er hjá okkur. Á dagheimili sem
aðeins eru i Reykjavík og
stærstu kaupstöðum komast að-
eins börn einstæðra mæðra og
börn einstakra námsmanna.
Leikskólar, sem eru fyrir hálfs
dags dvöl, leysa vanda margra,
þ. e. konum sem aðeins vinna
hálfan daginn nægir slík vist-
un barna sinna. Þeir munu þó
ekki síður ætlaðir börnum
kvenna, sem ekki vinna utan
heimilis, svo þær geti smátíma
dagsins um frjálst höfuð strok-
ið og börnin notið félagsskapar
annarra barna.
Af framansögðu hlýtur að
teljast eðlilegt, að Rauðsokkar
hafi mikinn áhuga á að fjölga
dagvistunarstofnunum stór-
lega, en allir hlutir kosta pen-
inga, og það er einmitt það
sem við rekum okkur á: vilji
yfirvalda er sagður fyrir hendi,
en fjármagn er af skornum
skammti. Einhvern veginn fer
maður að efast um þetta al-
gjöra peningaleysi í landinu,
þegar verzlunarhallir og leyni-
félagamusteri fyrir tugi millj-
óna rísa af grunni eins og ekk-
ert sé. Hefur allt þetta fé kom-
ið úr vasa einstaklinga? Hafa
ekki bankarnir hlaupið undir
bagga? Af hverju vilja bankar
ekki lána fé til bygginga barna-
heimila? Græða þeir ekki á
því, eða hefur ekki verið farið
fram á slík lán? Nýjasta dag-
heimilið i Reykjavík, Holtaborg,
sem tekur 74 börn mun hafa
kostað um 15 milljónir.
Það er að sjálfsögðu ekki nóg
að reisa þessar stofnanir, það
þarf að reka þær og það er dýrt
og að sjálfsögðu horft í pen-
inginn. Nú er það svo að for-
eldrar borga um helming af
kostnaði dagheimilisdvalar og
um 70—80% af kostnaði leik-
skóla. Afgangurinn er greiddur
af bæjarfélaginu, þ. e. af sam-
eiginlegu fé borgar- eða bæjar-
búa. Skyldunámsskólar eru aft-
ur á móti eingöngu kostaðir af
hinu sameiginlega fé, þ. e.
kostnaðurinn við byggingu og
rekstur er greiddur af ríki og
bæ til samans. Engum dettur
En mér finnst ekki gaman að elda
mat og fara út með ruslið.
lengur í hug að foreldrar greiði
beint fyrir börn sín þar. Kostn-
aðurinn jafnast á alla lands-
menn, hvort sem þeir eiga þar
börn eða ekki. Mætti ekki hafa
svipaðan hátt á við dagheimili
og leikskóla? Á siðastliðnu
hausti var komið á kennslu 6
ára barna i Reykjavik og viðar.
Virtust allir mjög glaðir yfir
þvi og engum datt í hug, að
greitt yrði beint fyrir hvert
barn af foreldrum þess, fyrir
þessa kennslu, þótt greiða verði
fyrir þennan aldursflokk fái
hann að vera í leikskóla eða á
dagheimili. Hér vil ég benda á,
að hið opinbera er ekki höfuð-
skepna, sem er á móti okkur,
heldur tæki í okkar höndum
svo við getum lifað hamingju-
söm i landinu, eða hvað segir
ekki Halldór Laxness i Atóm-
stöðinni:
„Mannlegt félag er sá, sem
hefur skyldur við börn, svo
fremi það hafi skyldur við
nokkurn, svo fremi nokkur
hafi skyldur við nokkurn.“ 4
^/óá oj éj er —
þvi Jon er kominn h*im.
29