Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 40
Margvíslegur mismunur karla og kvenna á sér ræt- ur í menningarlegu umhverfi, en eklci í erfSum eSa líffrœSi. Leilcir bama spegla einatt atferli full- orSinna. 1 mörgum samfélögum eru börn hvött til sér mikillar og verðmætrar reynslu, eink- anlega um fólk. Miðaldra konur ættu vissulega að vera miklu eftirsóttari á vinnumarkaði en þær hafa einatt verið á liðnum árum. í mörgum löndum eru konur ráðnar til iðnaðarstarfa án fullnægjandi starfs- menntunar, og fyrir bragðið veljast þær gjarna i störf sem krefjast lítillar kunn- áttu og eru illa launuð. Þessi vanræksla á starfsmenntun leiðir án alls efa til mis- réttis gagnvart konum i launamálum. Endaþótt Alþj óðavinnumálastof nunin hafi sett regluna um sömu laun fyrir sömu vinnu, þá hefur hún ekki enn kom- ið til framkvæmda í stórum hluta heims- byggðarinnar. Þannig sýndi samanburður á mánaðar- launum í landi, sem býr við samkeppnis- hagkerfi, að í hverri einstakri starfs- grein fær konan ekki meira en 75—78% af launum karlmannsins. í löndum með miðstýrðum vinnumarkaði fá konur nú sömu laun og karlmenn í samskonar störfum, en jafnvel þar hyllast konur einatt til að safnast í lægra launaðar starfsgreinar. Þegar karlar og konur vinna sömu störf hlið við hlið, má gera ráð fyrir að vinnu- álagið gangi nær hámarksafkastagetu hjá konum en körlum. Þessi hefur raunar orðið niðurstaðan í nokkrum könnunum á þungaiðnaði. Hinsvegar var gerð könn- un í Danmörku á iðnaði sem var að mestu léttur, og þar kom í ljós að konur höfðu minna fyrir lífinu en karlar. Orkueyðslan við vinnuna var 1,4 uppí 4,2 kílógrömm af hitaeiningum á mínútu hjá konum, en hjá körlum var hún 2,2 uppí 6,5 kíló- grömm. Hjá konum var álagið 20—30% af fyrirfram mældri getu þeirra, en 30— 40% hjá körlum. Með vaxandi aldri hafði vinnuálagið tilhneigingu til að aukast bæði hjá körl- um og konum. Þannig leggjast iðnaðar- aS iSka „kvenlega“ og „karlmannlega“ leiki. Stúlk- ur læra snemma aS fara í mömmuleik, annast börn og heimili, en drengjum er œtlaS aS fá útrás fyrir „lcarlmannlega“ árásarhneigS. störf greinilega þyngra á eldra fólk. Raunhæf reynsla sýnir, að störf, sem krefjast meira en 40—50% af orkuforða líkamans, verða mönnum of erfið. Menn hafa ekki eins mikið afgangs og ætla mætti. Konur eru almennt taldar missa fleiri vinnudaga en karlmenn vegna slæmrar heilsu. Skýrslur styðja þá staðhæfingu einungis að vissu marki. Að vísu er rétt, að konur eru meira fjarverandi frá vinnu vegna veikinda en karlmenn, en þessu er þveröfugt farið um fjarvistir vegna slysa. Fjarvistir eru algengari hjá giftum kon- um en einhleypum, og gefur það til kynna hið mikla álag á konur sem í senn vinna launuð störf og eru húsmæður. Öfugt við það sem almennt er talið, finnst aðeins fáum konum að starfsgetu þeirra hraki að nokkru marki meðan þær hafa tiðir. í sænskri könnun kom til dæmis fram, að 62% kvennanna, sem spurðar voru, fundu aldrei til neinna tíðaverkja, og einungis 14% urðu þess varar að tiðir drægju úr afkastagetu þeirra — stundum eða alltaf. Vernd og varnarráð Þau ákvæði í Alþjóðavinnumálasam- þykktinni, sem hefta ráðningu kvenna til ákveðinna starfa, hafa vissulega reynzt útivinnandi konum gagnleg. Hins- vegar er önnur hlið á spurningunni um kynferðislegt misrétti, og þjóðir sem búa við háþróaða félagsþjónustu eru farnar að velta þvi fyrir sér, hvort ekki sé rangt að líta á vinnandi konu fyrst og fremst sem konu, í stað þess að skoða hana sem manneskju. Ættu ekki allir verkamenn, án tillits til kynferðis, að njóta fullnægj- andi verndar? Eru hin velmeintu sérstöku ákvæði um störf kvenna eftilvill að rýra mannréttindi þeirra, hindra þær í að þroska hæfileika sína til fulls og hljóta fulla umbun erfiðis síns? Blákaldar staðreyndir nútímans eru þær, að einungis lítill minnihluti kvenna veltir slíkum spurningum fyrir sér; það eru þær gæfusömu konur sem lifa í sam- félögum þar sem launamenn eru ekki arðrændir og þar sem efnahagsframfarir hafa náð það langt, að þær ryðja félags- legum umbótum braut. Mikill meirihluti kvenna í heimi sam- timans verður að sætta sig við ákaflega takmarkað félagslegt hlutverk, sem á- kvarðar möguleika þeirra á vinnumark- aði. Útivinnandi kona þarfnast uppörvunar, aðstoðar og verndar. Henni væri mikil stoð í fleiri dagheimilum fyrir börn og í skólamáltíðum fyrir eldri börnin. Iðnað- urinn sem framleiðir eldhúsáhöld er orð- inn voldugur bandamaður hennar. Úti- vinnandi kona ætlast líka til þess að búð- ir séu opnar á tímum sem samræmast takmörkuðum frítíma hennar. Stundum þyrfti hún á húshjálp að halda, öðrum stundum kysi hún að ráða sig til vinnu hálfan daginn eða part úr degi. Þegar konan kemur aftur til starfa eftir að hún hefur hætt að ala börn kann hún að hafa þörf fyrir endurhæfingarnám- skeið einsog margt fleira fólk í síbreyti- legum heimi. í stuttu máli ætlast hún til þess að samfélagið taki eðlilegt tillit til hennar sem manneskju, er hafi ákveðnar einstaklingsþarfir, en sé jafnframt gædd mörgum hæfileikum sem geri henni fært að leggja fram verðmætan skerf til hins sameiginlega átaks. Til skamms tíma var heilbrigðisástand- ið að batna um heim allan, en þetta á ekki lengur við um miðaldra karlmenn í nokkrum Evrópulöndum. Hjartasjúkdóm- ar eru í vexti og leggjast einkum á karl- menn. Þetta á sér stað samtimis þvi að bíllinn verður æ meiri almenningseign og vélin léttir likamsáreynslu af manninum. Þegar er fyrir hendi rökstuddur grunur um, að samband sé milli hjartasjúkdóma og athafnaleysis. Vísindanefnd á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar kom nýlega saman til að ræða æskilegustu afkastagetu likamans hjá fullorðnu fólki. Hún lagði gagnrýnið mat á þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar á þessu sviði og komst að þeirri niðurstöðu, að margar gloppur væru enn á vitneskju okkar. Hæfileg líkamsæfing gæti verið jákvæð- ur heilbrigðisþáttur bæði fyrir karla og konur samtímans, sem stunda miklu minni líkamsáreynslu en feður þeirra og afar. Siðmenning, sem sviptir mennina möguleikum til að þroska meðfædda líkamshæfileika og afskræmir þá í kvap- kennda væskla, kann að hafa þörf fyrir nýjar tegundir varnarráða og læknismeð- ferðar sem komi i stað bólusetningar, lyfja og skurðaðgerða. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn mættu gjarna fá aukna fræðslu um lífeðlisfræði og lyfja- fræði hreyfingarinnar. Líkamlegar at- hafnir eru án efa ákaflega mikilvægar við endurhæfingu sjúklinga. Að hvaða marki þær fá samskonar hlutverk við varnir gegn sjúkdómum, munu visinda- menn morgundagsins leiða í ljós. 4 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.