Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 3
Heklu peysur HENTA ÖLLUM BAYER HEKLA Akureyri Eyhildarholti, 3. október 1971. Herra ritstjóri. Ég þakka fyrir þetta síðasta — 4. — hefti Samvinnunnar. Enda þótt innan um sé þar einskis vert rusl — og þó minna en oft áður — þá er hitt meira miklu, enn sem fyrr, sem feng- ur er í. í þessu hefti er greinaflokkur einn mikill, „Tungan og tím- inn“. Þar fjalla 12 mætir menn, hálærðir málfræðingar og kennarar, um mikilsvert efni. Ritstjórinn kveðst hafa reynt að fá „alþýðumenn, þeirra á meðal bændur, til að leggja hér orð i belg, en þeir treystust ekki til þess, ýmist vegna anna eða óframfærni". Ég minnist þess að ritstjórinn hringdi til mín í sláttarbyrjun eða litlu fyrr og mæltist til þess, að ég skrifaði stuttan þátt um „tunguna í tímans straumi". Kann ég hon- um þakkir fyrir, enda þótt ég færðist eindregið undan — bæði „vegna anna“, eins og ritstj. segir, og þó öllu fremur sakir hins, að ég kenndi mig eigi mann til þess að fara svo orðum um þetta viðkvæma vandamál, að betur væri sagt en ekki. Og ég iðrast ekki eftir því að hafa þagað. Eftir að hafa tví- lesið greinar hinna lærðu manna, allar 12, er ég hálfu vitlausari en áður og margvillt- ari í völundarhúsi tungunnar. Þarna er hver höndin uppi á móti annarri. Þeim kemur ekki saman um nokkurn hlut, þess- um mætu lærdómsmönnum, nema þá helzt um það, sumum, að móðurmálskennslan í skól- um landsins sé undirrót alls ills. Ritstjórinn segir í for- spjalli sínu, „að dvínandi mál- kennd og minnkandi vald alls þorra manna á móðurmálinu . . . eigi rætur að rekja til mis- þyrmingar þess í skólum lands- ins“. Og það „tók mig mörg ár“, bætir hann við, „að jafna mig eftir meðferðina sem ég fékk í íslenzkutímum í menntaskóla". Já — bágt er að heyra! í sama streng taka sumir hinna 12; 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.