Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 33
Bandarísk baráttukona
Leiðtogar hinna nýstofnuðu -pólitísku kvennasamtaka í Bandaríkjunum, „Natio-
nal Women’s Political Caucus“, frá vinstri: Gloría Steinem, Bella Abzug og
Shirley Chisholm, sem báðar eiga sceti í öldungadeildinni, og Betty Friedan.
Bandaríska vikuritið News-
week helgaði forsíðu sina og
aðalgrein (Special Report) 16.
ágúst síðastliðinn blaðakon-
unni Gloríu Steinem, sem er
einn skeleggasti og áhrifamesti
baráttumaður kvenfrelsis-
hreyfingarinnar vestanhafs.
Þar segir meðal annars:
Óeigingirni Gloríu er ekki að
öllu leyti — og eftilvill ekki
fyrst og fremst — spurning um
gagnsemi í félagslegu skipulagi,
en hún er ekki heldur einber
hjartagæzka. Sú grundvallar-
hugmynd sem nú stjórnar öll-
um gerðum hennar er, að kúg-
un kvenna sé ekki einungis fé-
lagsleg (langvarandi samvöxt-
ur siðvenja og viðhorfa), held-
ur pólitisk — kerfi stjórnar og
útnýtingar sem sé gagngert
viðhaldið af valdastéttinni, sem
i þessu tilviki er hvíti karlmað-
urinn. Þessi skilningur á ekki
upptök sín hjá Gloríu Steinem:
allt frá Mary Wollenstonecraft
og Karli Marx til Gunnars
Myrdals og Ti-Grace Atkinsons,
sem er einn helzti hugmynda-
fræðingur systrafélagsins, hafa
menn haldið því fram, að vest-
ræn þjóðfélög (þ. e. a. s. karl-
mennirnir sem stjórna þeim)
skipi lögum sínum, mennta-
kerfum, sálfræði- og guðfræði-
kerfum, hjúskapar- og fjöl-
skyldugerðum og öllum efna-
hagspýramídanum útfrá þeirri
forsendu að konur haldi áfram
að vera ódýrir og auðviðráðan-
legir heimilis- og verzlunar-
þrælar, barnaframleiðendur og
barnagæzlumenn.
Einsog margar konur hefur
Gloría Steinem fundið fyrir
þungu andófi karlmannaþjóð-
félagsins gegn sér við hvert
fótmál á lífsleiðinni, en það var
fyrst fyrir .tveimur árum að
henni varð ljóst algildi kerfis-
ins og gerræði — og um leið
varð henni ljós sá kostur að
breyta því með róttækum að-
gerðum. Fremur í leit að efni
í blaðagrein en í öðrum tilgangi
sótti hún fund í nóvember 1968
hjá nýstofnuðum kvenfrelsis-
hópi i New York, sem nefndi sig
Rauðsokka og kom saman til
að mótmæla lagabrögðum sem
höfð voru í frammi við yfir-
heyrslur þingsins i sambandi
við endurskoðun fóstureyðing-
arlaganna. Einsog jafnan þegar
Gloría á í hlut, var það hið
einstaka dæmi um mannlega
þjáningu sem opnaði augu
hennar fyrir hinu víðtækara
meginatriði.
„Konur risu úr sætum sínum
og skýrðu frá fóstureyðingum
sinum, og i flestum tilvikum
var það svo hörmulegt og nið-
urlægjandi og hættulegt, að
þetta varð í rauninni ótrúlega
hugarhrærandi kvöld,“ segir
hún. „Það opnaði augu mín
fyrir því, að konur eru kúgaðar
í sameiningu og verða því að
láta til skarar skriða í samein-
ingu. í okkur brennur ævinlega
reiði og niðurlæging. Ég hafði
alltaf gert mér ljóst, hvað gerði
mig reiða útí Playboy-klúbb-
ana eða hið tvöfalda siðgæði
eða hömlurnar gegn því að ég
skrifaði um stjórnmál eða þá
reglu að vera send eftir kaffi
handa karlmönnunum, en ég
skildi ekki að hér var um að
ræða vandamál hópsins. Áður
en ég sótti Rauðsokkafundinn
hafði ég haldið, að persónuleg
vandamál og reynsla mín væru
mitt einkamál en ekki þáttur í
stærra pólitísku vandamáli.“
NOKKRAR STAÐREYNDIR ÚR LESTRAR- OG REIKNINGSBÓKUM
FYRIR BÖRN
Móðir, sem vinnur utan heimilis, þekkist ekki í algengustu byrjenda-
bókum í lestri.
í bókunum „Það er leikur að lesa“ segja 10 sögur, flestar langar, frá
drengjum, en stúlkur koma þar nánast ekki við sögu. Einungis 3 sam-
bærilegar frásagnir fjalla um stúlkur, í einni þeirra er drengur einnig
áberandi söguhetja.
í þeim reikningsbókum, sem kenndar eru á barnaskólastiginu í 7—9
ára aldursflokkum (reikningsbækur Jónasar B. Jónssonar, þrjú hefti og
stærðfræði eftir Agnete Bundgaard), voru taiin 244 lesdæmi. 43%
þeirra fjalla um karlmenn, 28% um kvenmenn, 9% um bæði kyn og
20% um hlutlaust efni.
í þeim reikningsbókum, sem kenndar eru í 10—12 ára aldursflokkum
(reikningsbækur Elíasar Bjarnasonar, þrjú hefti), voru lesdæmin 939.
Þar fjalla 35% um karlmenn, 13% um kvenmenn, 4% um bæði kyn og
48% um hlutlaus efni.
í reikningsbókum Eliasar Bjarnasonar, 3. hefti (handa 12 ára börnum)
fjalla 38% dæmanna um karlkynspersónur, en einungis 9% um kven-
kynspersónur. 2% fjalla um bæði kynin og 51% um hlutlaust efni.
(Glefsur úr athugun sem nokkrar „Úur“
gerðu á síðastliðnum vetri.)
SKOÐANAKÖNNUN um meyjamat
(setjið kross þar sem við á)
1) Til hvaða sýninga finnst yður Laugardalshöllin bezt
fallin?
a) Bílasýninga..........
b) Landbúnaðarsýninga ...........
c) Húsgagnasýninga...........
d) Kvennasýninga............
2) Hvað veldur því að fólk lœtur sýna sig?
a) Gróðavon ..........
b) Menntunarvon............
c) Hégómagirnd............
3) Hvaða eiginleika teljið þér að beri að verðlauna hjá fólki?
a) Rétt brjóstmál..........
b) Brjóstgæði...........
c) Rétt mjaðmamál............
d) Mannkostir...........
e) Þyngd ..........
f) Þolinmæði...........
g) Fegurð ..........
h) Félagsþroski .........
4) í hvers þágu teljið þér, að svona sýningar séu haldnar?
a) í þágu sýningargripanna...........
b) í þágu þjóðfélagsins.........
c) í þágu þeirra sem verið er að skemmta..........
d) í þágu skemmtanaiðnaðarins...........
5) Hvert teljið þér að ágóðinn af þessari sýningu renni?
a) Til stúlknanna sem sýndar eru..........
b) Til áhorfenda..........
c) Til Fegurðarsamkeppninnar hf., (Sigríðar Gunnars-
dóttur og Co)...........
Vinsamlegast fyllið út áður en sýningu lýkur.
Þorláksmessustarfshópur Rauðsokka
33