Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 46
MóSurhugtakið Þá kemur Betty Priedan inn á það svið, sem var mjög undir smásjá á þessu tima- bili eftirstríðsáranna, en það var móður- hugtakið og ennfremur sambandið milli útivinnu mæðra og uppeldislegra vanda- mála. Þetta snerist um hvers kyns frá- vik frá þvi almenna, allt frá léttari taugaveiklunareinkennum til alvarlegri vandamála, svo sem afbrotahneigðar og meiriháttar aðlögunarvandkvæða. Það var fátt, segir hún, af tagi mistaka og örðugleika, sem ekki var hægt að draga móðurina til ábyrgðar fyrir. Hún bendir á þá reginfirru, sem einkennt hafi opin- bera umræðu um þessi efni, að sjaldnast var gerður viðhlítandi greinarmunur á þeim óliku aðstæðum, sem að baki lágu, né heldur var stéttarleg aðstaða eða menningarstig foreldra alltaf tekið með í reikninginn. Uggvekjandi tölur blöstu við, sem sýndu fjölda vanræktra barna, og bárust þá gjarna böndin að móðurinni, hvernig hún rækti sinn hlut. Það gerðu sér bara ekki allir grein fyrir þvi, að þau börn, sem sannanlega voru vanrækt og yfirgefin, komu oftast frá óregluheimilum í meira eða minna algerri upplausn, og foreldrarnir voru iðulega sjálfir á kanti við lögin og samfélagið. Hún minnir á, að þar var öldungis ekki um að ræða börn t. d. faglærðra millistéttarkvenna, sem sáu börnum sínum fyrir gæzlu með- an þær stunduðu starf sitt nokkra klukkutíma á dag. Blöðin tóku oftlega fram stóra letrið, þegar fullsannað þótti, að útivinnandi móðir bæri ábyrgð á afbroti unglings eða einhverjum vandræðum innan skólans. Þetta var svo notað til framdráttar þeim staðhæfingum, að starf utan heimilis og móðurskyldur gætu ekki farið saman. Það bar minna á upplýsingum um það, að konur, sem einnig ynnu önnur störf sam- kvæmt eigin vali og áhuga, væru hreint ekki síðri mæður, vegna þess að þær væru ánægðar með starfssvið sitt og þaraf- leiðandi í betra jafnvægi. Okkar menningarheild, segir höfundur, hefur um langan aldur reist hverja hindrunina af annarri gegn stöðu kon- unnar sem fullveðja einstaklings. Allar aðstæður, lagalegar, félagslegar, hafa knúið hana til þess að afneita eigin pers- ónulegum vexti. Hún hefur verið ómynd- ug og óvirk. Jafnvel eftir að þessum hindrunum hefur hverri af annarri verið rutt úr vegi, virðist samt sem áður auð- veldasta leiðin vera sú að leita inn á við, flýja á náðir hjúskapar og heimilishalds. Það er léttara að lifa lífi sínu gegnum aðra en að marka sér sjálfur eigin braut. Frjálsræðinu fylgir áhætta, það þarf áræði til þess að segja skilið við það lifs- form að vera öðrum háður, lifa í skjóli annarra. Allt beinist að þvi að koma því inn í vitund kvennanna, að óþarfi sé að verða fullorðinn i þessum skilningi, ein- faldast sé að leiða það hjá sér. Hin Ijúfa lygi Þar með hefur ameríska konan valið, segir Betty Priedan, og valið rangt. Hún hefur haft skipti á einstaklingssjálfstæði og skjóli í lifinu. Hún sneri heim á leið, lokaði á eftir sér og tók að lifa lífinu eftir hinni ljúfu lygi þjóðsögunnar; en gat hún eða maður hennar raunverulega trúað á hana? Var ekki virðingin fyrir rétti hvers einstaklings og frelsi hvers og eins til að velja í lífinu einmitt stolt þjóð- arinnar? Þau hafa e. t. v. ungu hjónin gengið saman í skóla og notið þar sömu skilyrða. Hvað fær þau til að halda fast við úrelt lífsform? Hvað rígheldur kon- unni innan fjögurra veggja heimilisins? Hvaða öfl eru það í þjóðfélaginu, sem fá konur til þess að láta flest önnur svið þoka? Og síðan heldur höfundur áfram: Það hljóta að vera geysisterk öfl i þjóð- félaginu, sem geta haft gagn af öllum þessum heimilisglansmyndum, sem blasa við hvert sem litið er, í blöðum og fjöl- miðlum. Ef grannt er að gáð, er margt í Ameríku, sem stendur og fellur með þvi, að ósjálfstæði konunnar og hinn eini sanni kvenleiki nái að haldast. Siðan rekur hún áfram, hvernig dæmið fer smátt og smátt að ganga upp. Spurn- ingin um ástæðuna fyrir undanhaldi konunnar heim á leið fer að smáskýrast. Hún hefur séð í gegnum þann blekkinga- hjúp og þær kúnstir, sem viðhafðar eru til að ljá úreltu mati á stöðu konunnar varanlegt sannleiksgildi. Hún hefur einn- ig séð, hvernig þetta mat var stutt hvers- kyns fordómum og grýlum til þess að dylja tómleikann bak við húsmóðurstarf- ið. En allt sat við sama; þrátt fyrir alla þá möguleika, sem standa konum nú á dögum opnir, er það aðeins lítill minni- hluti, sem hefur eitthvert það inntak i sínu lifi, sem nær út fyrir ramma heim- ilisins. Þarna hlýtur að vera eitthvert afl að baki, sem hefur tekizt að beina þeim styrk, sem kvenréttindahreyfingin hafði yfir að ráða, í annan farveg en ætlunin var í upphafi þeirrar baráttu. Þá beinist athygli hennar að sviði kaupsýslunnar, og hún segir á þessa leið: Hvers vegna hefur enginn kveðið upp úr með það, að eitt aðalinntak húsmóður- hlutverksins er það, að hún hefur hönd í bagga með alla aðdrætti; hún er nánast innkaupastjóri heimilisins? í öllu hjalinu um kvenleika og helgar skyldur konunn- ar er það látið kyrrt liggja, að það er kaupskapurinn sem hlutirnir snúast um. Margt skýrist út frá því, að konan- húsmóðirin er mikilvægur kaupandi í viðskiptalifinu. Einhver hlýtur að hafa tekið eftir því, að konan sé því betri við- skiptavinur sem hún sé fastari innan heimilisins og fái ekki aðra útrás fyrir athafnalöngun sína og ýmsar óákveðnar langanir. Þetta hefur vissulega ekki geng- ið fyrir sig á þann hátt, að forstjórar fyrir stórum iðnaðarsamsteypum hafi beinlínis komið saman til fundar og sagt sem svo: „Herrar mínir, til þess að varð- veita sameiginlega hagsmuni okkar skul- um við beina svo og svo miklu fjármagni til herferðar gegn tilhneigingu amerískra kvenna til að leita út af heimilum sínum. Við verðum að gera allt til þess að fá þær til þess að tolla heima.“ Við skulum hugsa okkur, að þessi ímyndaði fundur haldi áfram, og nú fái einhver forstjór- anna eftirþanka og segi: „Það eru bara alltof margar konur, sem fá æðri mennt- un; þær munu ekki svo auðveldlega sætta sig við að vera heima, og þetta er ekki álitlegt. Ef þær ætla upp til hópa að fara að sýsla við sjálfstæð störf út á við, fá þær nauman tíma til þess að sinna inn- kaupum. Hvernig í ósköpunum á nú að fá þær til að tolla heima? Þær vilja út að skapa sér „karrier“.“ Segjum svo, að fundi ljúki með því að einhver sálfræði- lega þenkjandi segði sem svo: „Það þarf að koma þeim í skilning um, að „karrier- inn“ er einmitt heima. Það þarf að skoð- ast sem beinlinis sköpunarstarf að byggja upp heimili." Auglýsingar Auðvitað hefur þetta ekki gengið svona fyrir sig, segir Betty Friedan, en efna- hagslíf okkar byggist nú einu sinni á framleiðslu, sölu og fjárfestingu, sem skili arði; þ. e. a. s. gróðasjónarmiðið ræður. Þetta er skipulagt með það að markmiði að uppfylla þarfir landslýðsins. Út af fyr- ir sig er ekkert undarlegra, þótt gangur viðskiptalífsins taki að grípa inn í lífs- form kvennanna, heldur en það að þjóð- félagsvísindin hafa verið notuð til þess að rugla mat þeirra á eigin stöðu. Það væri ekki auðvelt dæmi að reikna út, hvernig hinu blómlega efnahagslífi reiddi af, ef viðskiptagrundvöllur sá, sem byggist á innkaupum húsmæðra, tæki að bresta. Það væri álíka árennilegt og að gera sér grein fyrir, hvernig fara mundi, ef allt i einu yrði friðvænlegt í heiminum og stríðsógnanir hyrfu úr sögunni. Síðan greinir höfundur frá því með mörgum dæmum, hvernig langstærsti hluti af auglýsingum, t. d. i kvennablöð- um, snýr sér beint til heimavinnandi húsmæðra. Eitt af þessum blöðum ræddi jafnvel um þrennskonar kaupendur, t. d. gagnvart rafknúnum heimilistækjum, og má þá minna á, að miðað er við, að for- staðan fyrir heimili sé aðalinntak lífsins og konan verði að finna, að hún sé ómiss- andi, enginn geti komið í hennar stað. Húsmóðirin af lífi og sál var oft hikandi gagnvart slikum tækjum, sem gátu hæg- lega þokað hennar störfum burtu, ein- mitt þeim sem áttu að réttlæta tilveru hennar. Hin útivinnandi kona var aftur á rnóti of gagnrýnin, stóð ennfremur, og ekki æskilegt fyrir alla umsetningu, að sá hópur stækkaði verulega. Svo var þriðji hópurinn og sá bezti frá sölusjónarmiði, sem gekk algerlega upp í þeirri list að byggja upp heimili, og meðtók fúslega öll hugsanleg hjálpartæki og hvaðeina, sem stuðlaði að glæsilegu útliti heimilis- ins. Nú var bara vandinn sá, þar sem svo stórvirkar vélar voru annars vegar, sem léttu svo til öllu erfiði af konunni, að finna upp ný og ný ráð svo húsmæðurnar misstu ekki þá kennd, að þarna væri um eigið framlag að ræða, og ekkert tóm til efasemda næði að myndast. Auglýsand- inn þarf að beina þeirri hugsanlegu kennd húsmóðurinnar, að hana skorti at- hafnasvið, inn á þá braut, að hún fái áhuga á að kaupa framleiðsluvöru hans. Það þarf að koma inn hjá húsmóðurinni einskonar fagmannsviðhorfi til mótvægis 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.