Samvinnan - 01.10.1971, Side 3

Samvinnan - 01.10.1971, Side 3
Heklu peysur HENTA ÖLLUM BAYER HEKLA Akureyri Eyhildarholti, 3. október 1971. Herra ritstjóri. Ég þakka fyrir þetta síðasta — 4. — hefti Samvinnunnar. Enda þótt innan um sé þar einskis vert rusl — og þó minna en oft áður — þá er hitt meira miklu, enn sem fyrr, sem feng- ur er í. í þessu hefti er greinaflokkur einn mikill, „Tungan og tím- inn“. Þar fjalla 12 mætir menn, hálærðir málfræðingar og kennarar, um mikilsvert efni. Ritstjórinn kveðst hafa reynt að fá „alþýðumenn, þeirra á meðal bændur, til að leggja hér orð i belg, en þeir treystust ekki til þess, ýmist vegna anna eða óframfærni". Ég minnist þess að ritstjórinn hringdi til mín í sláttarbyrjun eða litlu fyrr og mæltist til þess, að ég skrifaði stuttan þátt um „tunguna í tímans straumi". Kann ég hon- um þakkir fyrir, enda þótt ég færðist eindregið undan — bæði „vegna anna“, eins og ritstj. segir, og þó öllu fremur sakir hins, að ég kenndi mig eigi mann til þess að fara svo orðum um þetta viðkvæma vandamál, að betur væri sagt en ekki. Og ég iðrast ekki eftir því að hafa þagað. Eftir að hafa tví- lesið greinar hinna lærðu manna, allar 12, er ég hálfu vitlausari en áður og margvillt- ari í völundarhúsi tungunnar. Þarna er hver höndin uppi á móti annarri. Þeim kemur ekki saman um nokkurn hlut, þess- um mætu lærdómsmönnum, nema þá helzt um það, sumum, að móðurmálskennslan í skól- um landsins sé undirrót alls ills. Ritstjórinn segir í for- spjalli sínu, „að dvínandi mál- kennd og minnkandi vald alls þorra manna á móðurmálinu . . . eigi rætur að rekja til mis- þyrmingar þess í skólum lands- ins“. Og það „tók mig mörg ár“, bætir hann við, „að jafna mig eftir meðferðina sem ég fékk í íslenzkutímum í menntaskóla". Já — bágt er að heyra! í sama streng taka sumir hinna 12; 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.