Samvinnan - 01.06.1980, Síða 18
Mesta breyting frá því að
sjálfsafgreiðsla var tekin upp
Tölvuvœðing í verzlunum
Búðartölvurnar koma
frá Bandaríkjunum
og hvergi nema þar
eru þær enn sem
komið er notaðar að
verulegu marki.
Gagnvart viðskiptavinum verð-
ur aðalbreytingin sú, að þeir
geta ekki séð á vörunni, hvað
hún kostar.
TOLVUVÆÐING versl-
ananna verður um-
bylting- níunda ára-
tugarins í smásöluverslun,
en jafnframt deiluefni þess
tima. Samtímis því, að það
hillir undir vinnuhagræð-
ingu í smásöluversluninni
og tækni til þess að hamla
gegn komandi kostnaðar-
aukningu, lítur starfsfólk
verslana tölvuna sem alvar-
lega ógnun við atvinnu-
möguleika sína. Hvort neyt-
endur fella sig við hugsan-
lega afturför í verðmerk-
ingum til þess að halda
verðinu niðri liggur ekki
ljóst fyrir.
Ljóst er hins vegar, að
tölvuvæðingin mun verða
stærsta breyting í verslun-
um, bæði fyrir viðskipta-
vini og starfsfólk, frá því að
sjálfsafgreiðslan var tekin
upp eftir 1950.
Tölvur eru í sjálfu sér ekki
algjört nýmæli í verslunar-
rekstri. í heildverslun hafa
þær lengi verið notaðar, t.d.
við stjórn birgðastöðva og
innkaupa. Nýjungin er, að
tölvan þrengir sér nú inn í
búðirnar sjálfar. Með tölvu-
kössunum og tölvustýrðum
pöntunum er hægt að losna
við mörg handunnin störf
og spara peninga á þann
hátt. Jafnframt aukast
möguleikar á að tengja
saman verslun, birgðastöð
og söluaðila i þeim tilgangi
að ná jafnara vörustreymi
um kerfið.
• Verðmiðar hverfa
Mesti sparnaðurinn felst
ef til vill í því, ef unnt
reynist að losna við verð-
merkingar. Meira en helm-
ingur allrar vöru í smásölu-
verslunum er nú merktur á
handunninn hátt. Það er
tímafrek og þess vegna dýr
vinna. Hver verðmiði kost-
ar milli fimm og tiu krón-
ur. Að merkja öðru sinni
kostar enn meira vegna
tímaeyðslu, þar sem setja
verður nýja verðmiðann yf-
ir þann gamla.
f kerfi með tölvukassa og
verðskynjara kemur merkja-
kerfi á umbúðunum i stað-
inn fyrir verðmiða. Á hverri
vörueiningu er kerfi af
strikum, t.d. EAN merkja-
kerfið. Þegar afgreiðslu-
maðurinn les þetta merkja-
kerfi með tölvustýrðum
ljóspenna, finnur tölvan
rétt verð í minninu og skrá-
ir það á strimilinn ásamt
ýmsum öðrum upplýsingum.
Þegar breyta skal verði
þarf ekki lengur að merkja
hverja einingu. Það nægir
að setja nýja verðið i skrána
í minni kassans. Þar sem
hægt er að tengja búðar-
tölvuna við tölvu heildversl-
unarinnar, þarf ekki einu
sinni að gera verðbreyting-
una i búðinni, heldur er
hægt að gera hana á einni
stjórnstöð.
Gagnvart viðskiptavinum
verður aðal breytingin sú,
að þeir geta ekki séð á vör-
unni, hvað hún kostar. Þeir
sem vilja vita verðið, þurfa
að lita á merki á hillukant-
inum eða á töflum yfir verð
af þeirri gerð, sem nú er,
t.d. á mjólkurvörum.
Nú þegar eru um 40% af
þeim vörum, sem seldar eru
i matvöruverslunum, ekki
verðmerktar. Þar er t.d. um
að ræða jafn umfangsmikl-
ar vörutegundir og mjólk,
egg, smjör, öl og gosdrykki,
barnamat o. fl. Með tölvu-
kössum og EAN merkjakerf-
inu verður mögulegt fyrir
verslanir að hætta verð-
merkingu á öðrum 40% af
vörunum. Afgangurinn, eða
20%, eru nýjar vörur, sem
einnig verður að merkja í
framtiðinni, m.a. vegna
þess að þyngdin breytist.
• Minna tap við kassann
Samkvæmt könnun á
tölvukössum, sem gerð var
á smásöluversluninni hjá
sænsku samvinnuhreyfing-
unni, mundi niðurfelling
verðmerkingar spara 0,6%
af heildarsöluverðinu.
Annar verulegur sparn-
aður liggur i minna tapi við
kassann. Hér er reiknað
með 0,4% frekari hagnaði.
Tapið við kassann stafar
einkum af því að afgreiðslu-
fólkið man gamla verðið og
stimplar það inn, venjulega
lægra verð, en einnig af því,
18