Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 33
Páll H.
Jónsson
Vandinn að finna nýjar leiðir
frá grundvallarhugsjónunum
Benedikt
Gröndal
Á biskup að spyrja hvort biblían
sé úrelt þótt kristilegu lífemi hraki?
Sé með orðinu „hugmyndafræði" í þessari spurn-
ingu átt við þá hagfræðikenningu og lífsviðhorf sem
eftir allnokkra þróun kristölluðust i hinum frægu
reglum „vefaranna i Rochdale“, svara ég henni um-
yrðalaust neitandi. Meginkjarni þeirra kenninga sem
þá voru mótaðar stendur óhaggaður enn i dag. Sé
þar þörf á breyttu orðalagi er það vegna breyttrar
málskynjunar fólksins en ekki breyttra lögmála.
Hitt er annað mál að stóraukin fræðsla um þessa
svonefndu „hugmyndafræði“, sem sumir leyfa sér
að nefna hugsjónir, er lifsnauðsyn. Langflestar þær
blekkingar sem rugla dómgreind manna og vekja
tortryggni á samvinnuhreyfingunni stafa af þekk-
ingarleysi. Stundum á lífsviðhorfum sem eru allt
önnur en þau sem samvinnumenn boða. Látlausar
rökræður og fræðsla um samvinnuhreyfinguna, I
grundvallarkenningar hennar og reynslu þjóðanna
af samvinnustarfinu, eru af hinu góða.
Það er einnig allt annað mál, að framkvæmd sam-
vinnustefnunnar hlýtur að breytast með nýjum við-
horfum og nýjum verkefnum. Vandi samvinnumanna
liggur meðal annars í þvi að finna alltaf nýjar leiðir
sem liggja frá hinum fastmótuðu grundvallarhug-
sjónum, til verkefnanna sem við er að fást og erfið-
leikanna sem þarf að yfirstíga á hverjum tíma. Því
hrjáðari sem veröldin er af ótrúlega margs konar
meinsemdum, krefst þessi framkvæmd meiri vand-
virkni, umhugsunar, réttlætiskenndar og þekkingar.
Það má vel vera að framkvæmd svonefndrar „hug-
myndafræði“ samvinnuhreyfingarinnar þurfi endur-
skoðunar við á einhverjum sviðum. En kjarni hug-
sjónanna er ekki úreltur. 4
Samvinnuhugsjónin er i eðli sínu einföld og óum-
breytanleg. Hún getur dugað jafnt sem lífsskoðun
manns eða rauður þráður í stefnu stórfyrirtækja.
Hinir fyrstu samvinnuhugsuðir, sem oft voru kallaðir
draumóramenn, ætluðu að byggja á hugmyndum
sínum nýtt þjóðfélag með nýrri skipan og reyndu
það í sérstökum samvinnubyggðum.
Pyrstu áratugi iðnbyltingarinnar um miðja siðustu
öld voru gerðar margar tilraunir til að beita sam-
vinnuhugsjóninni í viðskipta-, atvinnu- og menn-
ingarlifi. Árangur varð misjafn, en frægastar urðu
meginreglur vefaranna i Rochdale, sem Hallgrímur
Kristinsson innleiddi hér á landi upp úr aldamótum.
Rochdale reglurnar má að mestu nota sem mæli-
kvarða á samvinnufélög, eins og gert er um allan
heim.
Starfsemi samvinnumanna er nú, á tækni- og
tölvuöld, víða orðin að risafyrirtækjum. Fjarlægð
stjórnenda og hinna einstöku félagsmanna hefur
aukist, og oft þykir hugsjónin hafa hjaðnað. Þetta
er aðlögunarvandi við nýjar og oft gerbreyttar að-
stæður, og er það góðs viti, að hann skuli vera rædd-
ur og áhugi sé á að bæta úr ágöllum, ef unnt er. Hins
vegar er varhugavert að lita á málið ofanfrá og
spyrja, hvort „hugmyndafræðin" sé ekki úrelt. Á
biskup að spyrja, hvort biblían sé úrelt, þótt kristi-
legu líferni hraki um sinn?
Vandinn hefur alltaf verið og er, hvernig beita
megi hugsjóninni við lausn á mismunandi vanda-
málum i síbreytilegu þjóðfélagi. Samvinnueinkenni
verða helst að vera einhver á allri starfsemi, svo að
glöggur einstaklingur sjái mun á rekstrarkerfum. Að
sjálfsögðu hlýtur að vera mikill munur á SÍS eða
Samvinnutryggingum og hinni litlu sölubúð vefar-
anna í Rochdale, rétt eins og munur er á þjóðmála-
baráttu og kosningum nú á dögum og torgfundum
borgaranna i Aþenu til forna.
Ekki má gleyma mismunandi aðstæðum eftir lönd-
um og héruðum. Það getur verið réttlætanlegt, eða
jafnvel nauðsynlegt, að samvinnuhreyfingin ráðist í
verkefni við íslenskar aðstæður, sem ekki þætti að-
kallandi i Englandi eða ísrael. Þá geta einstakir
hlekkir verið hlutafélög, en keðjan samt félagsleg
uppbygging heilla atvinnugreina.
Upphaflegur tilgangur íslenskra samvinnumanna
var að taka örlög sín í eigin hendur, og sá verður
vonandi tilgangur hreyfingarinnar um alla framtíð.
♦