Samvinnan - 01.06.1980, Page 34
Smásaga eftir Honoré de Balzac
Stúlkan frá Portillon
STÚLKAN frá Portillon,
sem seinna — eins og
allir muna — giftist
Taschereau, var þvottakona
áður en hún gekk í hjóna-
bandið og stundaði þetta
starf i Portillon. Og ef þið
þekkið ekki bæinn Tours,
get ég sagt ykkur, að Por-
tillon stendur við ána sömu
megin og nokkru neðar en
St. Cyr og jafnlangt frá
brúnni, sem liggur yfir að
dómkirkjunni, og Marmous-
tier, eða með öðrum orðum
að brúin er mitt á milli
þessara nefndu bæja, Por-
tillon og Marmoustier. Skil-
urðu? Ágætt. — Nú, þarna
hafði stúlkan þvottahús
sitt, og þaðan gat hún geng-
ið með þvottinn niður að
ánni og skolað hann. Svo
fór hún með þvottinn yfir
ána til St. Martin, Chateau-
neuf og fleiri bæja, þvi að
þar bjuggu flestir viðskipta-
vinir hennar.
Rétt um Sankti-Hans-
messu, sjö árum áður en
hún gekk að eiga hinn
ágæta Taschereau, öðlaðist
hún þann þroska, sem nauð-
synlegur var til þess að
hægt væri að fara að elska
hana. Og af þvi hún var
snotur stelpa lofaði hún
ungu mönnunum að elska
sig án þess að gefa nokkr-
um einum öðrum fremur
undir fótinn. Þeir sátu þar
til skiptis á bekknum undir
glugganum hennar, sonur
Rabelais, sem átti fimm
báta i förum á ánni Loire,
Marchandeau klæðskeri og
Peccard gullsmiður, en hún
dró þá alla saman á asna-
eyrunum, því að hún var
staðráðin í að fara í kirkju
áður en hún byrjaði á
nokkru þess háttar, og það
sýnir, að hún var siðprúð
stúlka áður en óhappið
henti hana. Hún var ein af
þessum ungu stúlkum, sem
eru dálitið hræddar við
byrjunina, en þegar þetta
er einu sinni skeð, kæra
þær sig kollóttar næsta sinn
og ætíð þaðan í frá. Slíkt
verður maður að líta á með
skilningi.
Ungur aðalsmaður tókeft-
ir henni dag nokkurn, er
hún var á leið yfir ána með
ferjunni. Yndisþokkinn
ljómaði af henni i hádeg-
issólinni, og hann fór að
spyrjast fyrir um hana, því
hann langaði til að vita
hver og hvaðan hún væri.
Karl einn, sem hafði þann
starfa að hreinsa allt rusl af
árbakkanum, sagði honum
að þetta væri „fallega stúlk-
an frá Portillon", annars
þvottakona að atvinnu og
alþekkt heima fyrir glaðan
hlátur og góða skynsemi. Og
ungi maðurinn, sem var
klæddur í kjól og hvítt og
átti auk þess mikið af
stroknu líni heima hjá sér,
ákvað að láta hana njóta
ofurlítilla viðskipta, og gaf
sig á tal við hana í því
skyni. Hún þakkaði honum
innilega þá virðingu sem
hann sýndi henni, þvi að
þetta var herrann af Fou,
kammerherra kóngsins
sjálfs. Hún var svo glöð og
hreykin af þessu, að hún
gat tæplega opnað munn-
inn án þess að nefna nafn
hans. Hún talaði um hann
i St. Martin og hún talaði
um hann þegar hún kom
aftur heim til sín. Hún tal-
aði jafnvel meira um hann
en sjálfan guð almáttugan,
og var hún þó sannarlega
trúuð og sannkristin stúlka.
— Ja, sú er uppveðruð í
forhlaupinu, hún verður
varla svona borubrött, þeg-
ar hún er búin að lenda í
einhverju klandri, sagði
gömul þvottakerling, sem
varla gat heitið annað en
ofurlitlar leifar af raun-
verulegum kvenmanni. —
er bandvitlaus i honum, og
hann gómar hana áreiðan-
lega, þessi flagari af Fou.
í fyrsta sinn, sem stúlkan
fór með þvottinn tók kamm-
erherrann sjálfur á móti
henni og kom henni svika-
laust i skilning um það, að
hún væri alveg óvenjulega
falleg stúlka, og að það
væri hreint ekki svo galið af
henni að lita svona vel út.
Hann ætlaði líka að borga
henni vel i beinhörðum
peningum, og hún hélt að
hann ætlaði aðeins að taka
budduna upp og borga og
leit hógvær undan og sagði
aðeins:
— Það er bara lágmarks-
verð.
— Jæja, bara venjulegt
gjald, sagði hann.
En sumir álitu, að honum
hefði hreint ekki gengið vel
að fá hana til við sig, og
það hefði tekið hann lang-
an tima, og aðrir sögðu, að
hann hefði komizt að því
fullkeyptu, þvi að hún hefði
hljóðað og barizt um og ver-
ið snöktandi og fokreið,
þegar hún kom út úr hús-
inu — og þaðan fór hún
beint til dómarans. En svo
óheppilega vildi til að dóm-
arinn var nýfarinn út, svo
að hún settist niður til þess
að biða eftir honum. Hún
grét mikið og sagði við
þjónustustúlku dómarans,
að hún hefði verið beitt
valdi og herrann af Fou
hefði ekki greitt sér með
öðru en ónotum og illsku,
og að siðustu rænt frá sér
því, sem kanúkinn sagði að
væri mikilla peninga virði.
Og ef einhvern tíma kæmi
að því, að henni þætti nógu
vænt um einhvem mann til
þess að gera þetta fyrir
hann, vildi hún líka hafa
einhverja ánægju af þessu,
en kammerherrann hefði
alls ekki verið góður við
hana. Hann hafði verið að
bisa og bjástra með hana
fram og aftur og meitt hana
og móðgað á allan hátt, og
þess vegna skuldaði hann
henni nú þúsund dúkata
eftir virðingu kanúkans. Svo
kom dómarinn, og þegar
hann sá þessa fallegu
stúlku, ætlaði hann strax að
fara að gamna sér smávegis
við hana, en hún vísaði öllu
gamni á bug og sagðist vera
komin til þess að bera upp
fyrir honum alvarlegt kæru-
mál. Dómarinn fullvissaði
hana um, að hann væri
reiðubúinn að hengja svo
að segja hvern sem væri fyr-
ir hana, því að hann lang-
aði til að gera henni ein-
hvern mikinn greiða. En
fallega stúlkan tók það
skýrt fram, að hún færi alls
ekki fram á það, að um-
ræddur maður yrði tekinn
af lifi, heldur aðeins að
hann greiddi henni þúsund
dúkata, þvi að hann hefði,
satt bezt sagt, nauðgað
henni.
— A — ha, sagði dómar-
inn og greip andann á lofti.
— Þó það nú væri, þú ert
sannarlega þess virði og
rúmlega það, hjartað mitt.
— Það getur verið, en ég
læt mér það nú samt nægja
og gef fúslega kvittun fyrir
þúsund dúkötum, því að þá
get ég lifað góðu lífi án þess
að stunda þvotta, sagði hún.
— Og sá, sem hefur rænt
þessu dýrmæta hnossi, get-
ur hann þá borgað? spurði
dómarinn.
— Já, það getur hann
áreiðanlega.
— Þá skal hann sannar-
lega fá að gera það svika-
laust. En hver er maðurinn?
— Það er herrann af Fou.
— Ja, þá horfir málið
reyndar dálítið öðru vísi við,
sagði dómarinn.
34