Samvinnan - 01.06.1980, Side 40

Samvinnan - 01.06.1980, Side 40
Sigvaldi Hjálmarsson segir frá kynnum sínum af Jakobi Kristinssyni Að reyna að vera sannur JAKOB KRISTINSSON var ógleymanlegur mað- ur, einn þessara fágætu, ósviknu skaphafnarmanna, sem lánast hefur að taka húsbóndavaldið yfir sjálf- um sér. Mynd hans hefur meitlast skýrum dráttum í hug mér og máist ekki þótt árin líði. Hann fæddist að Syðri- Dalsgerðum í Eyjafirði 13. maí 1882, lauk stúdentsprófi i Reykjavík 1911, kandidats- prófi í guðfræði 1914 og vígðist sama ár til íslenskra safnaða í Vesturheimi. Árin 1920 til 1928 var hann deild- arforseti Guðspekifélags ís- lands, 1928 til 1938 skóla- stjóri Alþýðuskólans að Eið- um og 1938 til 1944 fræðslu- málastjóri. Þá lét hann af embætti fyrir aldur fram sakir heyrnardeyfu sem mjög var tekin að þjá hann og baga við störf. Hann ferðaðist mikið. Auk ferða hans um Norður-Ameríku fór hann nokkrum sinnum til Evrópulanda og einu sinni allt austur til Indlands sem ekki var litil reisa fyrir meiren hálfri öld. Hann var tvíkvæntur en barnlaus. Fyrri konu sína Helgu Jóns- dóttur missti hann 1940, en síðari konan, Ingibjörg Tryggvadóttir er enn á lífi. Jakob andaðist í Reykjavik um hásumar 1965. • Hver heimsókn hátíðar- stund Maðurinn sjálfur var merkari en ævi hans og sýnist hún þó í alla staði góð og göfug. Trúað gæti ég því að þó- nokkuð af eðli manna og gerð megi finna í handtak- inu. Eru þeir mikið að flýta sér þegar þeir taka í hönd, einsog þeir í rauninni vildu heldur hafa sína fyrir aft- an bak? Eða rétta þeir hana fram máttvana og slyttislega bara til að láta hinn taka í höndina á sér, en gera ekk- ert sjálfir? Ellegar þrýsta þeir hönd manns sem þeir heilsa eða kveðja þétt og ákveðið afþví það að taka i hönd er bein og hispurslaus skipti við annan mann, lifandi mann? Og svo koma öll blæbrigði hins þétta handtaks. Yfirleitt greinist lítil upp- gerð i handtaki manna. Það er of hversdagslegt til að menn hirði um að villa á sér heimildir með því — nema þá þeir sem haldnir eru þeirri áráttu að vera alltaf að leika einhvern annan en sjálfan sig, eða þegar svo ber undir að þeim hlotnast sú virðing að skaka krumluna á einhverju stór- menni. En séra Jakob Kristinsson tók þannig i hönd að öllum mátti ljóst vera að hann vandaði sig, vildi treysta vináttubönd við þann sem hann heilsaði eða kvaddi og bar virðingu fyrir honum. Handtakið var ætið eins: langt, einsog eitt handtak ætti að geyma mörg, og svo strauk hann frameftir handarjaðrinum til þess að missa ekki eitt einasta tæki- færi til að láta i ljós þá djúpu alúð sem honum var eðlileg. Séra Jakob tók þannig á móti komumanni svo sem honum væri ein- stakur greiði gerður með heimsókn hans og stundin sérstök hátíðarstund meðan hann staldraði við. Og kveðjustundin var líka hátíðleg athöfn. Hjá séra Jakobi gilti það nefnilega ekki sem menn stundum segja i gamni við kunningja: „Komdu sem oftast þvi það er svo gaman þegar þú ferð“. Ánþess nokkuð væri gert til að tefja gestinn írá þvi að hverfa á brott á eðlileg- um tíma, aukheldur biðja afsökunar á veitingum eða viðhafnarlitlum móttökum einsog fólk gerir oft fyrir siðasakir einar, var allt kapp lagt á að auka inni- hald hverrar minútu. Jakob fylgdi gesti sinum fram á gang, klæddi hann gjarna í frakkann, fann fyrir hann hattinn, kvaddi og kvaddi aftur, fylgdi honum niður stigann og útá tröppurnar. Þar lyfti hann hendi í kveðjuskyni að lokum og horfði á eftir gestinum nið- ur stiginn. Stundum lýsa menn sér betur með því hvernig þeir tala en hvað þeir segja. Jakob valdi orð sín af gaumgæfni. Stundum virt- ist hann vanta orð og gat þess þá jafnan. Þegar ég kynntist honum best var hann hniginn á efri ár, og hann var óbágur á að viður- kenna að minnið væri tekið að bila og stundum liði hon- um úr huga það sem hann hugðist segja. Rödd segir oft meiren orð. Jakob talaði hægt, mælti skýrt fram hvert orð með þungum og dálítið slitrótt- um áherslum. Röddin var svolítið tekin að bresta og örlítið að skjálfa, einsog fyrir brygði votti af klökkva i gleði góðra samvista, og innileiki tilfinninganna væri við það að bera rödd- ina ofurliði. Rithönd hans frá seinni árum finnst mér bera þess- um skapgerðareinkennum glöggt vitni. Hún var alla tíð einstaklega áferðarfögur og vandvirknisleg, eiginlega líkust því sem hún sé teikn- uð, en með árunum fór að örla á fíngerðum titringi á strikum og dráttum sem magnaði hana lífi og hlý- leika ríkra tilfinninga. Nákvæmlega hins sama gætti í hreyfingum Jakobs. Framá síðustu ár var hann næsta kvikur í hreyfingum og liðugur einsog strákur, en hann þurfti ekki annað en rétta úr sér i ræðustóli til að opinbera að í hverri hreyfingu hans var inni- hald, hrollkenndur innileiki i ætt við titringinn í drátt- um skriftarinnar og skjálft- ann i röddinni. Eitt er víst: Þegar mað- ur var í návist Jakobs blandaðist honum ekki hug- ur um að hann lifði af ein- stakri gaumgæfni og iegði djúpa alvöru í allt sem hann tók sér fyrir hendur. Það skiptir ekki mestu hvað gert er, fannst honum, heldur hitt að það sem gert er sé vel unnið. Hann gaf sér einatt góð- an tíma og athugaði ræki- lega sinn gang. En gaum- gæfnin gat þó leitt hann til slíkrar vandvirkni að af- köstin yrðu minni en hann vildi. Þessvegna var hann seinlátur og oft á síðustu stundu með það sem hann ætlaði sér að koma í verk. Þetta var honum sjálfum talsverð raun og meiri en ástæða var til. Helst vildi hann vera bæði vandvirkur og stórvirkur, en magnið 40

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.