Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 50
Vísnaspjall SÁ ÞJÓÐKUNNI hagyrðingur Eg- ill Jónasson á Húsavík kom eitt sinn að Ófeigsstöðum í Köldukinn að heimsækja Baldur Baldvinsson oddvita. Agli þótti Baldur ekki sinna sér sem skyldi — og kvað í tilefni af því: Um vistasveltu vesæls manns vitnar beltisstaður, er í keltu oddvitans utanveltumaður. Baldur svaraði um hæl: Illa föngin endast þeim oft er svöngum býður, þar sem löngum hópast heim hungurgöngulýður. Þegar þær breytingar voru gerðar á lögum um almannatryggingar, að fjölskyldubætur voru auknar og tekið að greiða með hverju bami, kvað bóndi einn fyrir norðan: Stjórnin okkur gjafir gaf, getur létt af mörgum tollum. Nú er nieiri arður af ungri konu en hundrað rollum. Eitt sinn þegar óþolinmóður eig- inmaður kom með konu sina á fæðingardeild Landsspítalans og hringdi dyrabjöllunni í gríð og ergi, mælti Jóhanna Friðriksdóttir yfirljósmóðir þessa vísu af munni fram — um leið og hún gekk til dyra: Hvað er þetta, maður minn, mundu að bíða og vona. Að luktum dyrum kom lausnarinn og lét hann þó ekki svona. Eftirfarandi fyrripartur um að- steðjandi skammdegi var réttur að Karli Kristjánssyni alþingismanni: Lengist nóttin, læðist að langur dimmur vetur. Og Karl botnaði: En seinna alltaf sannast það að sumarið hefur betur. Sveinbjörn Beinteinsson, allsherj- argoði á Draghálsi, hlaut einhverju sinni þennan fyrripart: Stundum óttan er þeim góð, sem eiga nótt að vini. Hann bætti við á örskammri stundu: En mörgum þótti mjúklátt fijóð morgunljótt í skini. —O— í 1. hefti Samvinnunnar á þessu ári var birtur fyrripartur andstæð- ur þeim sem Karl Kristjánsson fékk forðum og lesendur voru beðnir að botna. Fyrriparturinn var á þessa leið: Lengjast dagar, lyftist sól, ljómar yfir fjöllum. Margir botnar hafa borizt og hér á eftir birtast nokkrir þeirra: Er þá eins og byggð og ból breyti svipnum öllum. Kristveig Björnsdóttir, Valþjófsst., Kópaskeri. Um engi, haga og hlíðar skjól hljómi svifar gjöllum. HSK Blómin ung um brekku og hól brosa senn mót öllum. Kristbjörg Vigfúsdóttir, Melum, N-Þing. Vaknar allt sem áður kól, anga blóm á völlum. S.G. Að lokum beztu sumarkveðjur og nýr fyrripartur að glíma við: Þegar konur kveikja eld, er körlum hætt við bruna. 50

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.