Samvinnan - 01.08.1984, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.08.1984, Qupperneq 10
Axel Gíslason, svarar spurningum Samvinnunnar Mér var gefin gimbur fyrsta sumarið mitt í sveitinni - og að hausti stofnaði ég til viðskipta við KNP á Kópaskeri og lagði þar inn afurðirnar. # Mér var gefin gimbur Hver voru fyrstu kynni þín af sam- vinnuhreyfingunni? Ég kynntist henni snemma. Faðir minn starfaði lengi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, var félagsmaður þar, og hjá honum hafði ég því kynni af ýmsum þáttum í samvinnustarfinu. Aðallega kynntist ég þó á Akureyri neytendahliðinni á starfseminni, og sjálfur gerðist ég félagsmaður í KEA fjórtán ára gamall, vegna þess að ég vildi vera þátttakandi og meðeigandi í kaupfélaginu. Framleiðendahliðinni kynntist ég fyrst í gegnum sumardvöl mína í Hafrafellstungu. Bændurnir ætluðu kaupfélaginu mikilvægt hlutverk og treystu að miklu leyti á það með hagkvæm innkaup og örugga afurða- sölu. Starfsemi kaupfélagsins var afar þýðingarmikill þáttur í lífsafkomunni eins og reyndar er ennþá. Mér var gefin gimbur fyrsta sumarið mitt í sveitinni og hún fóðruð fyrir mig mörg ár á eftir. Fegar ég átti svo sjálfur sláturlömb að hausti, stofnaði ég til viðskipta við KNÞ á Kópaskeri og lagði þar inn afurðirnar. Þannig snerti starfsemi samvinnufél- aganna snemma mína eigin hagi, en skilningur minn á þýðingu samvinnu- starfsins í víðtækari merkingu og mikilvægi þess um land allt kom þó ekki fyrr en síðar. • Erilsamt en ánægjulegt starf Pú hefur nú um árabil verið fram- kvœmdastjóri Skipadeildar Sambands- ins á tímabili mikilla framfara og velgengni. Hefur þetta ekki verið erfitt starf? Eftir að hafa starfað hjá Iðnaðardeild á Akureyri í tvö ár, var ég í tæpt ári aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Ice- land Products Inc. í Harrisburg í Bandaríkjunum og svo tvö ár fram- kvæmdastjóri Skipulags- og fræðslu- deildar Sambandsins. Ég tók svo við Skipadeild í ársbyrjun 1977 og eru því bráðum átta ár síðan. Þetta hefur verið skemmtilegt starf, oft erfitt jú, en ég hef átt því láni að fagna að hafa mjög gott samstarfsfólk, og í sameiningu höfum við tekist á við verkefnin oftast með góðum árangri. Ég setti mér það markmið að byggja upp á vegum Skipadeildar traust og hagkvæmt flutningakerfi, sem boðið gæti upp á ódýra alhliða flutninga- þjónustu í samræmi við kröfur mark- aðarins. Við höfum nú aðlagað skipa- kost, siglingaleiðir og starfshætti þess- um markmiðum samtímis því sem aflað hefur verið nýrra tækja og bún- aðar, keyptir og leigðir gámar til vöruflutninga og byggð upp framtíðar- aðstaða við Holtabakka í Reykjavík, en þar er starfrækt aðal vöruafgreiðslu- miðstöð fyrir inn- og útflutning á vegum Skipadeildar. Samgöngur á sjó eru mikilvægur þáttur í utanríkisverslun íslendinga, og það er nauðsynlegt að viðhalda eðlilegri samkeppni á þeim markaði engu síður en í versluninni sjálfri. Þess vegna er afar brýnt fyrir sam- vinnuhreyfinguna að hafa yfir að ráða hagkvæmu flutningakerfi til eigin af- nota, jafnframt því sem þjónustan er boðin á almennum markaði. Þegar ég nú horfi til baka, er ég nokkuð ánægður með árangurinn hjá Skipadeild. Þetta hefur verið fjöl- breytt og erilsamt en ánægjulegt starf, og á þessu ári er vissum áfanga náð, þegar við tökum í notkun nýtt og fullkomið frysti- og gámaskip til að annast flutninga til og frá Bandaríkj- unum og fjölgum um leið viðkomu- höfnum þar vestra til að bæta þjónustu við viðskiptavinina. En enda þótt við höfum nú náð þeim áfanga sem stefnt var að undan- farin ár hvað uppbyggingu flutninga- kerfisins varðar, er þetta aðeins eitt skref á þróunarbrautinni, og við erum þegar farnir að velta fyrir okkur þróuninni næstu árin og hvernig við getum haldið áfram að bæta rekstur- inn og tryggja betri þjónustu á kom- andi árum. Og hvað viltu segja um hið nýja starf þitt sem aðstoðarforstjóri Sambands- ins? Þetta er nýtt starf og spennandi, og það spannar yfir fjölbreytta starfsemi. Ég hlakka til að takast á við þau verkefni, sem framundan eru, ekki síst þar sem ég hef þá bjargföstu trú, að samvinnuhreyfingin geti með bættu skipulagi og starfsháttum náð betri árangri bæði á sviði félagsmála og reksturs. # Eftirminnilegur fundur Aðalfundur Sambandsins í ár var að margra dómi hinn átakamesti og sögu- legasti um langt skeið. Varstu ánægður með fundinn? Þetta var eftirminnilegur fundur, sem sýnir og sannar, að lýðræðið innan samvinnuhreyfingarinnar er í fullu gildi. Ég er að vísu þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að aðlaga starfsemi , 10

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.