Samvinnan - 01.08.1984, Side 12

Samvinnan - 01.08.1984, Side 12
Ný bók eftir Jónas Arnason eftir tveggja áratuga hlé Hljómborð hafnarinnar Á síöustu tveimur áratugum hefur Jónas Árnason rithöfundur sent frá sér mörg leikrit - en enga bók. Margir munu því eflaust fagna því að fá nú loks aftur í hendur nýja bók eftir hann, en hún keniur væntanlega út fyrir jól. Nýja bókin hefur að geyma ýmsa þætti og segja dagsetningar þeirra til um það, hvenær frumdrögin urðu til. Stundum var um stutta dagblaðapistla að ræða, stundum dagbókarpunkta, stundum upprifjun gamalla minninga. Jónas hélt þessum frumdrögum til haga og hefur síðan öðru hverju verið að auka við þau og endurbæta. Þarna er sagt frá raunverulegum atburðum og raunverulegu fólki - ekki síst höfundinum sjálfunr, sem alltaf kemur meira og minna við sögu. Lítið sem ekkert af efninu hefur áður birst í þeirri mynd sem það birtist nú. Samvinnan kynnir hina nýju bók Jónasar Árnasonar á þessum síðum nreð því að birta úr henni kafla ásamt meðfylgjandi teikningum Kjartans Guðjónssonar. Jónas Árnason og Jón Kristófer kadett í hernum við Reykjavíkurhöfn. Bók þeirra „Syndin er lævís og lipur“ kemur einmitt út í nýrri útgáfu innan skamms. 21.febrúar 1950. Kolakraninn var önnum kafinn þegar ég kom við hjá honum hérna um daginn klukkan langt gengin sex í stafalogni og frosti. Hann var að flytja kol á milli bingja og það risu svartir mekkir upp í rökkrið þegar sturtaðist úr kjaftinum. Ég var á leið upp á blað að afloknu viðtali sem ég hafði átt við Steingrím Magnússon inni á skrifstofu hans í Fiskhöllinni. Viðtalið hafði orðið dá- lítið slitrótt vegna þess að Steingrímur þurfti að tala svo mikið við kúnna sína í gegnum gægjugatið fram í búðina. Stundum hélt ég að kúnnarnir ætluðu aldrei að sleppa honum úr gatinu aftur. Það leyndi sér ekki að þeim var mörgum hverjum engu minna áhuga- mál að eiga orðastað við Steingrím en verða sér úti um þær yndislegu smá- lúður og dýrðarýsur þrískærar sem 12

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.