Samvinnan - 01.08.1984, Page 17

Samvinnan - 01.08.1984, Page 17
• Afkastamikill rithöfundur Torfhildur Hólm byrjaði ritstörf vest- ur í Ameríku. Hún safnaði fyrst þjóðsögum og birti ljóð og smásögur undir upphafsstafnum T í Framfara, fyrsta blaði íslendinga vestanhafs, en ritstjóri þess var Halldór Briem bróðir Rannveigar sem Torfhildur bjó hjá. Fyrsta ritverk hennar birtist þar 17. apríl 1878 og var kvæði, Kirkjugarðs- hugleiðing. „Allt það í Framfara sem T stendur undir er honum til sóma“, segir í lesandabréfi í Framfara. Einnig birtust smásögur eftir Torfhildi í dönskum og enskum blöðum í Winni- Peg. Torfhildur var 35 ára er hún skrifaði á Möðruvöllum við íslendingafljót bókina um Brynjólf biskup. Það var árið 1880 en nokkuð dróst að fá hana gefna út, og Torfhildur greiddi sjálf kostnaðinn. Torfhildur lét ekki staðar numið heldur gerðist geysiafkastamik- ill rithöfundur. Eftir hana liggja fjórar stórar sögulegar skáldsögur, um þrjá höfuðskörunga íslensku kirkjunnar, þá Jón Vídalín og Jón Arason auk Rrynjólfs, og skáldsaga sem heitir Elding og fjallar um kristnitökuna. Þá samdi Torfliildur smásögur fyrir börn °g fullorðna, þýddi sögur og greinar, rr1- a. Varnarræðu Sókratesar. Hún gaf út þrjú tímarit, ársritið Draupni í 18 ár (1891-1908), en þar birti hún sem framhaldssögu tvær síðari biskupa- sögur sínar; tímaritið Tíbrá, ætl- að börnum, en það kom út tvisvar (1892-93) og mánaðarritið Dvöl sem kom út í 16 ár (1901-17). Torfhildur yar fyrsta konan sem gaf út tímarit hér a landi, en Framsókn, blað íslenskra kvenna og Kvennablað Bríetar Bjarn- héðinsdóttur hófu göngu sína árið 1895. Þá var Tíbrá fyrsta tímaritið sem ætlað var börnum. í „Boðsbréfi“ Rá 1890 farast Torfhildi svo orð: „Svo hef ég í hyggju að gefa út jafnhliða 1. hepti, 5 arkir að stærð, fyrir börn og unglinga einungis, með líku innihaldi °§ unglinga- og barnablöð eru um aHan hinn menntaða heim, þar sem sskulýðurinn er fræddur jafnhliða þeim eldri.“ Þannig var þessi kona brautryðjandi á mörgum sviðum. Tilgang verka sinna segir Torfhildur vera að glæða hugmyndina um nauðsyn siðferðislegs lífernis, og um ábyrgð þá sem hvílir á herðum hvers íslendings gagnvart guði og mönnum. í nokkrum smá- sagna hennar má sjá áhrif kvenfrelsis- hreyfingar 19. aldar, þar sem jafnræði hjóna er lofað og menntun kvenna tekin til umfjöllunar. - í Eldingu Torfhildar er ein aðalpersónan Helga látin lýsa viðhorfi karla til kvenna sem yfirborðslegu: „Þá er konan hlýtur hið sanna ágæti sitt, þá missir hún að- dráttarafl sitt í augum karlmanna. . . Því að æskufegurð líkamans hefir þá varpað líking sinni í andann. En svo djúpt líta þeir ekki,“ (532). Ljóst er að dvölin vestanhafs hefur víkkað sjóndeildarhring Torfhildar Hólm og orðið henni hvatning til ritstarfa. Sjálf fann hún sterklega fyrir stöðu sinni sem kvenrithöfundur, hvorki í hlutverki konu né karls. í bréfi frá aldamótum segir hún: „Ég var sú fyrsta sem náttúran dæmdi til þess að uppskera hina beisku ávexti gamalla rótgróinna hleypidóma gegn litterærum dömum.“ Oft kemur fram ,,Ég var sú fyrsta sem náttúran dæmdi til þcss að uppskera hina beisku ávexti gamalla rótgróinna hleypidóma gegn litterærum dömum.“ 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.