Samvinnan - 01.08.1984, Qupperneq 23

Samvinnan - 01.08.1984, Qupperneq 23
Valur Amþórsson ræðir við tvo fundarmenn. Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja í hópi nokkurra lundarmanna. Landbúnaðarmál: Stefnan mi&ist við a& fullnægja þörfum innanlandsmarka ffar Landbúnaðarmál. voru að þessu sinni sérmál aðalfundarins, og yoru þar þrír framsögumenn, Þau Jóhannes Geir Sigurgeirsson, ondi á Öngulstöðum í Eyjafirði, ^nstín H. Tryggvadóttir, kennari í arðabæ, og Magnús G. Friðgeirsson rkvstj. Búvörudeildar Sambandsins. au héldu öll ýtarlegar framsöguræð- Ur> og í framhaldi af þeim urðu miklar amræður um þessi mál, bæði á fundin- um sjálfum og í sex umræðuhópum sem störfuðu að kvöldi fyrri fundar- dagsins. Síðan skiluðu umræðuhóp- arnir álitum sínum, og að því loknu urðu enn talsverðar umræður á fund- inum. Að þeim loknum samþykkti fundurinn einróma eftirfarandi álykt- un um landbúnaðarmálin: „Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga, haldinn á Bifröst 13.- 14. júní 1984, telur að stefna í fram- leiðslumálum landbúnaðarins skuli miðast fyrst og gremst við að fullnægja þörfum innlends markaðar. Lögð skal áhersla á að koma til móts við óskir neytenda um vörugæði og vöruval, og efla samráð og samstarf neytenda og framleiðenda í vinnslu- og sölufyrirtækjum samvinnumanna. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvör- um verði ekki lækkaðar, því að þær örva sölu og létta kaup heimilanna á þessum vörum. Fundurinn telur að í meginatriðum eigi að stunda búvöruframleiðsluna á fjölskyldubúum af þeirri stærð sem staðið getur undir fjárfestingu með nútímatækni og húsakosti, og skilað fjölskyldulaunum sambærilegum við það sem aðrir atvinnuvegir gefa. Fundurinn telur að aðlögun búvöru- framleiðslunnar að innlendri markaðsþörf þurfi að gerast skipulega og í áföngum. Samhliða þeirri aðlögun verði stórátak gert í eflingu atvinnu- lífs, svo að ekki komi til frekari röskunar í byggð landsins. Fundurinn bendir á að viðhald byggðar og atvinnuþróun í strjálbýli á ekki að vera hlutverk bændastéttar- innar einnar. Gera þarf þjóðarátak til að hindra mikla byggðaröskun og tryggja að auðlindir landsins verði nýttar til at- vinnusköpunar.“ 23

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.