Samvinnan - 01.08.1984, Page 30

Samvinnan - 01.08.1984, Page 30
Fyrstu ár mín í Kaupfélagi Þingeyinga búðinni að kveldi eftir þessa stóru daga. Þó að blessuðum konunum hefði ekki tekist að hnýta upp á álnavörustrangana, sem þær höfðu rakið ofana af, var útgangurinn í búðinni verri en nokkur mundi trúa, sem ekki sá. Pétur lagði mikla áherslu á að vel væri tekið til svo ekki sæist blettur eða hrukka á neinu, þegar opnað væri næsta morgun. Sá einkennilegi siður hafði verið tekinn upp að vörutalning í kaupfélag- inu var gerð um miðjan desember, og að hefja að henni lokinni viðskipti „í nýjan reikning“, sem kallað var, það er að sú úttekt sem gerð var að lokinni talningu var færð í reikning við- skiptamanna á næsta almanaksári. í upphafi átti þetta víst að auðvelda þeim, sem erfitt áttu með jólaviðskipt- in, vöruúttekt til jólanna. En vitanlega varð það aðeins í fyrsta skipti. • Söguleg vörutalning Að vörutalningunni unnu auk okkar afgreiðslumannanna í búðinni, Pétur Sigfússon sölustjóri og Friðþjófur Pálsson, og enn fremur gæslustjórar Söludeildar, sem voru Indriði Þorkels- son bóndi og skáld á Fjalli og Baldvin Baldvinsson oddviti á Ófeigsstöðum, og fyrir hönd kaupfélagsstjórnar Karl Kristjánsson síðar alþingismaður í Eyvík. Allir þessir þrír síðasttöldu voru settir okkur til höfuðs, sem með vörurnar fóru, og skyldu sannprófa að þar væru engir maðkar í mysunni. Venjulega tók vörutalningin vikutíma enda var ekki kastað til hennar hönd- unum. Okkur búðarmönnunum þótti það skemmtilegur tími, allir þessir þrír, sem prófa áttu gerðir okkar, voru stórskemmtilegir menn og gaman að vinna með þeim. Allar lausar vörur í hillunum og varningurinn sem hékk í loftinu var handfj atlaður og talinn og síðan hlaðið í búlka framan við búðar- borðið, eftir að magn þess hafði verið fært inn í listilega gerða bók af Bene- dikt frá Auðnum þar sem hverju einu var útbúinn dálkur og varð stundum nokkur leit að hvar sumt skyldi færast í þeirri miklu Vöruskrá Söludeildar. Kornvaran í stóru skúffunum og kaffi- baunirnar voru vigtaðar nákvæmlega og hvítur krítarkross merktur á hverja skúffu eftir að hún hafði verið „visiter- uð“. Allir metravörustrangar, sem eitt- hvað hafði verið tekið af, voru raktir sundur og mældir upp á sentimetra. Síðan voru þeir undnir upp að nýju, sem var nokkur vandi svo vel færi að ná upphaflegri lögun þeirra. Minnist ég þess að þeir urðu Indriða sérstak- lega óþægir og vildu taka á sig annar- lega lögun, í höndum hans. Þá hló Birna fallega, en Indriði kastaði fram vísum, en þær eru nú því miður allar gleymdar. Þegar búið var að telja, mæla og vega allt í búðinni og allt lauslegt var komið í haug framan við búðarborðið, og Baldvin búinn að kríta á allar skúffurnar, voru kallaðar til ræstingarkonur til að þvo hillur, loft og alla króka og kima í búðinni, áður en raðað væri upp í hana á ný. Þá ilmaði búðin öll af hreingerningarlykt. Þegar lokið var talningu í búðinni tók við talning í lagerherbergjunum, í kjallara, loftum og háalofti. Allrar sömu nákvæmni var þar gætt, en þar var venjulega svo kalt að við ætluðum hreinlega að krókna. Baldvin með krítina skrifaði ætíð fangamörk okkar, sem að talningunni unnum, ásamt dagsetningu óg ártali á súðina í einu loftherberginu, og þar stendur sú áletrun enn skírum stöfum. # Gúmmíflibbar í smáskömmtum Til voru þær vörur, sem færðar voru kirfilega á vöruleifaskrá, en voru með öllu óseljanlegar. Meðal þeirra vara voru gúmmíflibbar, glerharður fjandi, en höfðu verið í tísku fyrr meir. Af þeim gerðist dálítil saga. Ég var ein- hverju sinni staddur uppi á skrifstof- unni hjá Pétri og vorum við í besta Freyr Fylgist þú með? „FREYR“ Búnaðarblað. Útg. Búnaðarfélag (slands og Stéttarsamband bænda. Allir, sem vilja fylgjast með málum landbúnaðar- ins, félagslegum sem faglegum, ættu að kaupa FREY. " FREYR er alhliða búnaðarblað. Tuttugu og fjögur tölublöð á ári. Nýir áskrifendur sendi nöfn sín eða hringi til Búnaðarfélags (slands, Bændahöllinni. Áskriftargjald 1984 kr. 570,- Pósthólf 7080. 107 Reykjavík - Sími 19200. 30

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.