Samvinnan - 01.08.1984, Qupperneq 38

Samvinnan - 01.08.1984, Qupperneq 38
Vorið sem hann fór Mér fannst ég aftur orðin barn í sumarleyfi og vænti hálft í hvoru, að mamma kallaði á mig í hrygg og grænar baunir við undirleik útvarpsmessunnar. 38 Sumar nætur gat ég ekki sofið. - Það er í sjálfu sér ekki óalgengt á vorin að ég eigi erfitt með svefn þegar daginn tekur að lengja, meðan ég er enn að venjast birtunni og fisbláu húminu. Þá ligg ég venjulega kyrr undir sænginni og læt sem ég sofi, anda hægt og reglulega til að blekkja sjálfa mig. Þetta vor þegar hann fór dugðu ekki gömul ráð. Ég sofnaði ekki heldur greip mig skelfing, hræðsla við að deyja, ótti við að lokast inni í sjálfri mér og ná ekki sambandi við umheiminn eða við að missa vitið. Ég æddi friðlaus um herbergin og þarfnaðist einhvers, vissi þó ekki hvað það var. Ég greip bók en gat ekki lesið orðin sem í henni stóðu. Ég setti plötu á fóninn en engin tónlist var við hæfi og ég skipti um plötur í sífellu, eftir hálft lag, eftir fáeina tóna, þar til ég gafst upp. Ég fékk mér að borða en maturinn var bragðlaus og ég hafði enga lyst á honum. Ég skenkti mér í glas en vínið slökkti engan þorsta. Sumar nætur sat ég og lagði kapal, stokka, leggja, fletta, endalaust og skipti engu hvort þrautin gekk upp eða ekki. Stundum reikaði ég niður í fjöru, sat þar hrollköld á steini og horfði á óþreytandi öldurnar hverfa inn til landsins og út aftur einsog ekkert skipti máli í heiminum annað en hafið. Nokkrar nætur gekk ég um götu borgarinnar, mannauðar og framandlegar og þótti ég vera í ókunnu landi, hitti yfirleitt engan og hélt heim þegarfuglarnirvoru byrjaðir að syngja í görðum. Vorið sem hann fór sat ég tímun- um saman og gældi við heimil- isköttinn, gulbröndótt, stælt fress, sem hafði setið við völd í íbúðinni frá því hann flutti til okkar lítill hnoðri, bústinn og uppátækja- samur og heillandi í þokkafullri sjálfs- vitund. Ég faðmaði dýrið að mér, klóraði því undir hökunni og strauk því hátt og Iágt, bar það jafnvel með mér inn að sofa í rúminu mínu, sem þó hafði tekið margar vikur að venja það af sem kettling. Á endanum fékk kisi nóg af þessum óhóflegu ástaratlot- um og strauk að heiman. Hann hvarf í marga daga og nætur, hafði aldrei verið svo lengi í burtu áður og ég var byrjuð að halda að hann hefði orðið fyrir bíl. Ég leitaði allstaðar sem mér kom til hugar, æddi um hverfið, gægðist inn í garða og kallaði „kisi minn, kiss, kiss“ í hverju skúmaskoti. Einn daginn sá ég bregða fyrir ketti sem svipaði til hans í Hljómskálagarð- inum, stökk úr strætó á næstu stöð og leitaði þar langt fram á nótt. Mér leið einsog aula. - Auðvitað kom hann svo heim af sjálfsdáðum, magur, rifinn og ánægður með sig eftir breimastand og vafasöm ástarævintýri. Ég var með kökk í hálsinum meðan ég sauð handa honum fisk og grét niður í stríðan feldinn meðan hann lapti mjólkina sína af mikilli græðgi. Eftir máltíðina teygði hann nautnalega úr sér, þvoði sér hátt og lágt og gekk til stofu strokinn og hreinn einsog ekkert hefði í skorist. Ég sat og horfði á hann sofa í stólnum sem hann hafði eignað sér kettlingur. Daginn eftir lét ég lóga honum. Þetta vor hitti ég mann með djúp og dökk augu sem ég sökkti mér lengi í. Við áttum saman helgi, yndislega óraunverulega einsog væri hún klippt úr rykfallinni ástarsögu sem allir hafa löngu gleymt. Það var brakandi ferskur útiilmur af sængur- fötunum í breiðu rúminu þar sem við lágum saman, átum brauð og ost og drukkum hvítvín, hlógum, elskuð- umst og hvísluðumst á einsog einhver kynni að heyra til okkar annars. Ég hélt að ég væri ástfangin. Síðdegis á sunnudegi spiluðum við gamlar bítla- plötur, drukkum koníak með kaffinu og hann sagði mér að hann væri giftur. Meðan ég steikti lærissneiðar og bjó til hrásalat mundi ég að dökk augu höfðu ævinlega minnt mig á hunda og nautgripi. Það vor, vorið sem hann fór, stóð ég ráðþrota gagnvart tímanum. Hvert var hann floginn, hvað hafði orðið af öllum þeim vikum, öllum mánuðunum sem mjökuðust lúshægt áfram meðan þeir báru heitið á dagatalinu? Hvað var orðið af árun- um fimm, sem ég hafði verið hluti af heildinni „við“? Ég botnaði ekki neitt í neinu. Jafnvel hversdagstíminn leið ekki einsog hann átti vanda til, skipu- lega og í réttri röð, sekúndur, mínút-

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.