Samvinnan - 01.08.1984, Síða 39
ur, stundir, dagar, heldur tók stundum
a sprett, stóð stundum kyrr, var svo
hlaupinn eitthvert út í buskann áður
en ég vissi af. Ég settist niður í
geymslu, dró fram kassa og fann í
þeim stílabækur sem ég hafði skrifað
1 ýmsar hugrenningar eða dagbókar-
brot. Ég kannaðist ekki við þá „mig“,
sem hafði fest þessar línur á blað,
hvað þá „mig“, sem skrifaði honum
sendibréfabunkann sem leyndist í öðr-
um kassa. Hugsaði ég svona? Var ég
svona? Gat það verið, að ég hefði
breyst svona mikið? - Svo missti ég
áhugann, setti aftur niður í kassana og
kom þeim fyrir á sínum stað. Tíminn
er hvort eð er ekki annað en blekking.
A sunnudagsmorgni vaknaði ég við
sólina, hafði gleymt að draga fyrir
gluggann kvöldið áður. Ég var ein í
rúminu, naut þess að teygja vel úr
mér, vær í sængurylnum. Að utan
hárust hljóð, börn að leik, letilegar
hugvéladrunur, sláttuvél í garði, bíll
sem ók framhjá. Mér fannst ég aftur
orðin barn í sumarleyfi og vænti hálft
1 hvoru að mamma kallaði á mig í
hrygg og grænar baunir við undirleik
utvarpsmessunnar. Þegar ég loks dróst
a fætur, klæddi ég mig í glannalega
gular buxur, sem ég þorði yfirleitt
ekki að nota, sandala og netbol sem
hann hafði skilið eftir þegar hann fór.
Eg ætlaði ekki langt, ekki nema í
hakaríið að kaupa rúnnstykki, en
vorið teymdi mig alla leið niður í
uiiðbæ og ég borðaði þau viðbitslaus í
sólskininu hjá útitaflinu. Eftirréttur-
inn var ís með súkkulaðidýfu og ég
sleikti hann á rölti niður að Iðnó þar
sem fáein börn voru að gefa öndunum
brauð. Krían var löngu komin.
Vorið sem hann fór kunni ég illa
við íbúðina mína, fannst hún
dimm og loftlaus, óvistleg og
eiðinleg. Pað var sama hvað ég reyndi
að koma pottaplöntunum til, hvað ég
f utti húsgögnin á marga staði, færði
skrautmunina, hagræddi mörgum
skærlitum púðum og bar heim marga
blómvendi og knippi af greinum með
gulum eða fíngerðum grænum
blöðum, ekkert virtist geta hýrgað
drungalegan heimilisbraginn. Ég
hengdi nýjar myndir á veggina, kveikti
a kertum og raðaði ávöxtum í skál. Ég
þvoði gólfteppin. Ég þvoði húsgögnin
°g gluggana og veggina og dustaði af
bókum. Ég gerði allt sem mér kom til
hugar en ekkert virtist koma að gagni,
það varð ekkert rýmra, ekkert bjart-
ara. Þarna voru alltof margir hlutir og
þrengdu að mér, svo mér fannst ég
ekki geta andað, fannst ég ekki geta
hreyft mig. Ég ákvað að losa mig við
eitthvað af þessu, tíndi til gripi, vasa
hér, skál þar, koparmuni af útskornu
borði, kertastjaka sem aðeins var
notaður á jólum. Svo rann á mig æði,
ég dró fram stóra gráa ruslapoka úr
plasti og tróð í þá því sem fyrir mér
varð: Bókum, styttum, myndum, sleif-
um, öllu sem nöfnum tjáir að nefna,
uns ekki var annað eftir en stærstu
gripirnir sem komust ekki í neina
poka, sófasettið, skrifborðið, rúmið
mitt, hillusamstæðan, fataskápurinn.
Geymslan var orðin yfirfull en samt
þótti mér ekki nóg komið. Ég æddi um
herbergin einsog tarfur í flagi, skimaði
í kringum mig eftir einhverju sem mér
hafði yfirsést, einhverju fleira sem ég
gat losað mig við, reif á endanum
niður öll gluggatjöld. - Pá kom það.
Pá loksins komst ljósið inn til mín,
streymdi inn um hreinar rúðurnar, út
í hvern krók og kima, og með því
hamslaus litadýrðin fyrir utan, grænt
tún með gulum fíflum, hvít ský á
bláum himni, rautt húsþak, skærlit föt
fólksins á götunni, allt þetta gangtók
mig. Ég tyllti mér í gluggakistuna, sat
þar fram á kvöld og hrærði hvorki legg
né lið, hugsaði ekki, andaði naumast,
horfði bara.
Vorið sem hann fór setti ég í
fyrsta sinn niður kartöflur og
bakaði fyrsta brauðið mitt. Það
var vorið þegar ég lá á þriðja tíma í
freyðibaði, drakk kampavín og
ímyndaði mér að ég væri stjarna í
gamalli Hollywood-mynd. Það var
líka vorið sem ég vakti frameftir yfir
glæpareyfara og sofnaði með logandi
Ijós í hverju herbergi til að verða ekki
myrkfælin, vorið þegar ég sat í hvítum
frottéslopp með fulla skál af popp-
korni við sjónvarpið og horfði á
vestra, vorið þegar ég gerði fyrst við
rafmagnssnúru og beið í ofvæni eftir
að allt spryngi í loft upp þegar ég stakk
í samband. Það vor eignaðist ég nýjan
heim, heiminn minn. Vorið sem hann
fór.
Og svo kom sumar. . . ♦
Nokkrar nætur gekk
ég um götur borg-
arinnar, mannauðar og
framandlegar, og þótti
ég vera í ókunnu
landi, hitti yfirleitt
engan og hélt heim
þegar fuglarnir voru
byrjaðir að syngja í
görðum.
39