Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 57
205
aðar má telja í hverju fjelagi: fjelagsmenn 259; ársvelta
107,195 kr., eða rúmar 400 kr. á hvern fjelagsmann.
Arságóði um 6%. Vöruleifar nálægt 11 þús. kr. í hverju
fjelagi, til jafnaðar.
2. í Frakklandi voru, í ársbyrjun 1908, 2301 kaup-
fjelög, eptir skýrslu stjórnarráðsins. í 2078 af þessum
fjelögum voru fjelagsmenn samtals 667,998; en saman-
lögð viðskiptavelta 216,507,000 frankar.
3. Sambandskaupfjelag Svía var stofnað árið 1900
með 45 fjelagsdeildum og 10,098 fjelagsmönnum. Fyrsta
Janúar þ. á. voru deildir fjelagsins orðnar 394 og fjelags-
mannatala 63,912.
4. Þýzku kaupfjelögir) voru í byrjun þ. á. 1068 að
tölu; tala fjelagsmanna tæpl. ein mil. Viðskiptavelta 350
mil. (Mk.) Fastar eignir 32V2 mil.
5. Danska kaupfjelagasambandið hjelt 25. aðalfund
sinn í sumar á stofnunardegi fjelagsins, án allra hátíða-
brigða. Deildir fjelagsins eru rúmlega 1200. Viðskipta-
velta fjelagsins (1908) íullar 40 mil. kr. Fastar sjóðeignir
fjelagsins 5 mil. kr. Árságóðinn 1,803,819 kr. Par af út-
hlutað fjelagsdeildum 4 °/o og talsverðu varið til ýmiss-
konar sjóðauka.
5. /•