Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 21

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 21
160 1. Rjúpurnar þarf að friða lengur en nú á sjer stað, að minnsta kosti mánuði lengur að haustinu til, eða fram i miðjan Október. Rjúpum er áreiðanlega að fækka og er því frekar ástæða til þess að koma í veg fyrir gagnslausa drápgirni á þeim tíma þegar rjúpan getur naumast verið verzlunarvara, en hins vegar eru nóg önnur störf fyrir hendi við haustannir bænda. Meðan maðktíminn stendur yfir er líka varla unnt að varð- veita rjúpuna óskemmda. Ró skotmaður að eins leggi rjúpuna frá sjer, litla stund, geta flugur komið lirfum sínum fyrir, án þess að sje gætt, og úr því er rjúp- an ónýt vara. 2. Rjúpur sem finnast dauðar á víðavangi ætti aldrei að hirða til útflutnings, ^ar má hvað helzt búast við að skemmdir komi fram. 3. Rjúpurnar ættu aldrei að verða gamlar frá því skotnar eru til þess þær eru látnar niður, helzt eigi eldri en vikugamlar. 4. Mjög blóðugar rjúpur, eða þær, sem eru með stór- um holsárum, ætti aldrei að taka til útflutnings. 5. Kassarnir utan um rjúpurnar ættu ekki að vera stórir, láta helzt eigi yfir 50 rjúpur f kassa, en minna í suma, eptir atvikum. Hver rjúpnaeigandi sje einn um kassa og enginn þar í fjelagi. Móttókumaður rjúpnanna merkir alla kassana, við sömu verzlun, með framhald- andi raðtölum; hann ritar raðtöluna og rjúpnatöluna í bók, út frá nafni eigandans. Við útsöluna eru rað- tölur þeirra kassa skrifaðar upp, sem geyma skemmdar rjúpur og tölurnar sendar móttökumanninum hjer á landi. Pá er auðvelt að finna eigandann og láta hann bera skaðann, eins og á að vera. Retta er sama regla og sumstaðar er höfð, með smjörsendingar innanlands og borið hefir góðan árangur. Danir fara og líkt að með eggjaútbúnað sinn til Englands og telja þessa reglu hafa leitt til mestu umbóta í vöruvönduninni. Ró eigi sje um stórvægilega vörugrein að ræða, þar

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.