Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 50
108
ábyrgð. En vörurnar, sem þeir fengu svo út á þessi lán,
voru svo aptur hóflaust lánaðar út til hinna efnaminni
bænda eða þorpsbúa, sem var sýnu verra. Annar vegur
hefir ekki verið fær, til að ná nokkurri verulegri verzlun,
og fyrsta boðorðið í þeirra verzíunarfræðum hefir verið:
að koma einhvernveginn út sem mestu af vörunum.
Petta hefir stundum gengið vel, nokkur ár, þar til allt,
einn góðan veðurdag, hefir setið fast. Kaupmaðurinn hefir
ekki fengið neinar vörur frá útlöndum. Skuldin hefir
verið orðin of há. Hann hefir sett eigur sínar fastar í
hús, eða annað, til að reka stóra verzlun. Hann er bú-
inn að setja enn meira fje fast í lánum, út um allt, hjá
efnalitlum mönnum, og enn er töluvert í óþörfum og
lítt seljanlegum vörum í búð hans. Verzlunarmenn hans
verða að flýja annað, en skilja eptir skuldirnar. Hann
getur því ekki staðið í skilum við bankann, eða hina er-
lendu Iánardrottna. Allt er tekið hjá honum sem til er.
Síðan er gengið að ábyrgðarniönnunum, ef til eru. Pá
er ýmist: að ábyrgðarmennirnir eru rúnir eða lánardrottn-
arnir tapa fje. Lánstraust vort og tiltrú í útlöndum er
eyðilögð. Bankarnir heima eru settir á heljarþröm: geta
ekki hjálpað neinum, eða stutt neitt þarflegt fyrirtæki.
Kaupmennirnir sjálfir sem mjög opt eru nýtir menn og
efnilegir, fara eigi sjaldan á vonarvöl, ef þeir hafa fjöl-
skyldu, að minnsta kosti eiga ekki viðreisnarvon um
langan tíma. Gjaldþrot eru sár, sem sjaldan gróa til fulls.
Með kaupmönnunum fylgjast optast nokkurir menn, sem
á þeim hafa lifað, hafa haft atvinnu af brölti þeirra og
byltingum í þorpinu, en standa nú uppi auðum hönd-
um. Petta fargan hefir rúið sveitirnar nauðsynlegum
vinnukrapti, til að ofhlaða kaupstaðina; unnið um leið
að botnlausu skuldabasli í báðum stöðunum.
Svo hefir sagt mjer kunnugur maðúr, úr einni beztu
sýslu landsins, sem talin hefir verið, að allur þorri bænda
væri í stórum skuldum við kaupmenn, en hinir efna-
meiri væru aptur í ábyrgðum fyrir þá, er helzt liti út