Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 40

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 40
188 mörnum heim til sín og sumir tóku liann allan. Flestir fluttu einnig slátrin heim. Annars var algengast slátur- verð við sölu: af dilkum kr. 0.75 — 0.90 og af veturgömlu fje kr. 1.00—1.25. Það er talið sanngjarnt að meta slátr- ið >/io hluta af kindarverðinu, þegar garnmör fylgir því, eins og algengt er. Kjöt af úrtíningsdilkum, hrútum veturgömlum og eldri, svo og mylkum ám, var ekki sent út, nema sem læri og rúllupylsur. Lærin voru tekin frá af öllum betri kropp- unum, látin ein sjer í tunnur og send til útlanda. Hefir fengizt viðunandi verð fyrir þau, á þennan hátt, að und- anförnu, en þó eigi vel gott. Að öðru leyti voru búnar til rúllupylsur, úr sömu kroppunum: Kjötið allt vandlega flegið utan af beinunum, himnurnar flegnar af fremsta hluta kroppsins og hafðar utan um vöðvakjötið; saman við kjötið var svo blandað talsverðu af góðum netju- mör og ýmiskonar kryddtegundum. Þessi tilhögun var einnig höfð í fjelaginu, haustinu áður, og gafst þá mjög vel, því fremur gott verð fjekkst fyrir svona rúllupylsur í Danmörku, enda voru þær búnar út eins og tíðkanlegt er þar í landi. Ekki er ráðlegt að hafa þetta fyrirkomu- lag nema þar, sem einhver hefir lært allt það, sem til þess útheimtist. A Húsavík kenndi danskur pylsugerðar- maður aðferðina. Beinin úr þessum rúllupylsukroppum voru seld jafn- harðan í þorpinu, á 5 aura pundið, og gengu vel út. Voru seld, á þennan hátt um 1000 pd. af beinum. Smá- höggið kjöt, eptir íslenzkri venju, var látið í tæpar 20 tunnur, til innanlandsverzlunar. Nálægt 2400 pd. af kjöti keyptu .þorpsbúar. Var það nálægt 3/s minna en haust- inu áður. Kjötverðið þótti hátt hjá fjelaginu, sem miðaði við kjötsölu á Akureyri og væntanlegt verð í útlöndum. Húsavíkurkaupmenn borguðu kjöt mun minna en kaup- menn á Akureyri. það var því eðlilegt að þorpsbúar vildu heldur eiga kjötkaup við kaupmenn eða þá landbændur, sem ekki verzluðu í kaupfjelaginu. Er eigi ólíklegt að

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.