Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 13
161
skaðlitlar kreddur fyrir oss við vöruframleiðsluna, þá er
sjálfsagt að laga sig eptir þeim. Hins er naumast að
v®nta, að vjer getum með sjerkreddum vorum sniðið
kaupfysnina eptir vorum vilja, — til þess erum vjer of
áhrifalitlir — og þá er það heimska að berja höfðinu
við steininn.
Flokkaskipting ýmsra vörutegunda er atriði, sem mörg-
um mönnum er meinilla við. Þeir segjast engar glöggar
takmarkalínur finna: Bezti ullarlagðurinn, t. d. í annars
flokks ull sje viðlíka góður og hinir lökustu í fyrsta
flokki; Ijettari kindarkroppurinn geti verið betri og verðmæt-
ari í sjálfu sjer en annar töluvert þyngri, sem þó er talinn
til betra flokks. Auk þess segja menn að flokkunin sje
alveg gagnslaus, ef eigi komi fram verðmunur á sölu-
markaðnum eptir flokkun, sem stundum er eigi unnt að
fá í byrjuninni. Þegar svo er ástatt telja þeir flokkunina
og hinn tilbúna verðmun beinlínis rangsleitni inn á við,
og hafa því sterka löngun til að. fara í kringum hana
og helzt afnema hana með öllu.
Pað er að vísu rjett að takmarkalínurnar geta ómögu-
lega verið miðáðar við skarpan eðlismun í sumum til-
fellum; þær eru að eins tilbúnar, eptir eðlilegustu líkum
fyrir því, hvað bezt nálgist hið rjettasta og raunhæfasta
í hvert skipti. En sje það nú ómótmælanlegt að fyrsti
flokkurinn sje betri, sem heild, en sá næsti í röðinni, þá
Hggur það í augum uppi, að hann er verðmætari og á
að fá hærra reikningsverð, þó sölutilraunum eptir góðri
og áreiðanlegri flokkun sje enn eigi komið svo langt, að
kaupendur beri það traust til hennar, sem með þarf til
þess það komi fram í verðinu. Eptir því verður að bíða,
°g verðmunurinn fæst áreiðanlega, ef hyggilega er til
stofnað í fyrstu og stöðuglega haldið í horfið. Hinn til-
búni verðmunur er því nauðsynlegur og rjettlátur. Hann
er nauðsynlegur til þess að efla vöruvöndunina, venja
menn við flokkunina og laða þá til þess að framleiða
sem mest til betri flokkanna, en þá þarf verðmunurinn samt
\