Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 66
214
Síðastliðið haust (1908) var sent kjöt til útlanda, und-
ir merki sambandskaupfjelagsins frá þessum deildum:
1. Kaupfjelagi Norður-Pingeyinga ... 60 tunnur.
2. Kaupfjelagi Pingeyinga...............391V2 —
3. Kaupfjelagi Svalbarðseyrar .... 323
4. Kaupfjelagi Eyfirðinga............... 423 —
Samtals . . . 119702 tunna.
Fregn hefir komið um það, að mestur hluti kjötsins
frá tveim fyrst nefndu fjelögunum hafi selst á 56 kr. tunn-
an, en líðið eitt á 52 kr. Eptir því ættu viðskiptamenn
þessara fjelaga að geta fengið um 20 aura fyrir pundið
í betri kjöttegundunum (í fyrra 19 aura) og má það við-
unlegt verð heita og láta mjög nærri því, sem kaupfje-
lag Eyfirðinga áætlaði kjötið í haust.
Eins og vikið hefir verið að á öðrum stöðum í tíma-
ritinu, hafa sláturfjelögin á þessu ári nokkuð þokast nær
hvort öðru og hinni rjettu stefnu í því, að þau hafa
komið sjer saman um sameiginlegar reglur með flokkun
kjötsins og allan útbúnað. Þetta getur vissulega leitt til
mikilla umbóta, ef reglunum er dyggilega fylgt. Aptur á
móti sýnist nú á þessu ári einmitt bóla á apturför í
öðru atriði sem er afarþýðingarmikið, þar sem kjötsala
fjelaganna í útlöndum dreifist nú meðal íleiri erindisreka
eða umboðsmanna en árinu áður. Nú er það einungis
lítið brot af öllu sláturhúsakjötinu, eður 450 tunnur,
sem sambandsfjelagið hefir haft sölu á. Hinn hluti kjöts-
ins sem bar merki sambandsins kvað hafa verið seldur
utan þess milligöngu.
Pað er hætt við því, að þessi tvístringur á sölunni
verði til þess að spilla góðum árangri af'öllum tilraun-
um vorum til umbóta í kjötsölumálinu. Það má ganga
að vísu með það, að viðleitni í því að fylgja teknum
reglum muni sljófgast, þegar hvert fjelag baukar út af
fyrir sig, en eptirlitið getur ekkert orðið, af því sölusam-
bandið vantar. Hvað kjötverðið snertir, þá liefir niarg-