Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 18
166
ílytja smjör til Englands keppa eptir því, að nálgast sem
mest smjörgerð Dana, og það verð, sem þeir fá fyrir
smjörið. Er nú Dönum eigi farið að lítast á þessa bliku,
eða jaað, að geta haldið velli á smjörmarkaðnum. Telja
þeir það eina ráðið fyrir sjg, að vanda smjörgerð sina
enn þá meira en áður. Samkeppnin í smjörgerðinni fer
allt af vaxandi, og vjer hljótum að vera henni háðir.
Undan því er ómögulegt að skjóta sjer. Það er því alveg
ómissandi fyrir oss að vita, jafnharðan, um allar veru-
legar endurbætur á erlendri smjörgerð og heimfæra þær
til vor, annars skjóta keppinautarnir oss enn lengra aptur
fyrir sig en nú á sjer stað.
Það væri fróðlegt að gera tilraunir með það, að senda,
fáein ár, nokkur kvartil af óblönduðu, íslenzku sauða-
snrjöri til Englands, sem sjersending, með svo lítið frá-
brugðnu merki, og fá svo áreiðanlega skýrslu unr það,
hvernig kaupendum geðjaðist að þessu smjöri. Líti frem-
ur vel út með sölu á hreinu og óblönduðu sauðasmjöri,
gætu menn mjög vel staðið við það, á sumurn rjórna-
búunum að halda sauðasmjörinu alveg sjerskildu. Fengi
sauðasmjör vort viðurkenning og nafn á Englandi gæt-
um vjer, líklega, orðið einir um hituna með framboð á
þeirri vörutegund. Eins og nú er ástatt vitum vjer eigin-
lega ekkert um það, hvaða áhrif þetta sambland vort
af sauðasmjöri og kúasmjöri hefir á dónr kaúpendanna
um íslenzkt smjör í heild sinni, og er það óheppilegt.
, Gagnvart smjörgerðinni og vöruvöndun yfir höfuð,
þurfum vjer alvarlega að gjalda varhuga við því alclar-
einkenni, sem nú blasir við hjá oss: að þykjast fullkom-
inn og fær í allan sjó, þegar búið er að tileinka sjer
svo lítið hrafl af þekkingu og láta svo þar við sitja en
bæta ekki við, fullgera aldrei neitt. »Mönnunum miðar
annaðhvort aptur á bak ellegar nokkuð á leið. Vjer
komumst opt góðan kipp áfram í fyrsta sprettinum, ná-
um fyrsta leytinu og höldum að þá sje brautin búin.
Pá kemur staðnæmingin (»Stagnation«), sjervizkan og