Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 58
Samtíningur.
I. Hagskýrslur samvinnufjelaga.
Seint og lítið vill verða ágengt í því efni, að kaupfje-
lög landsins, rjómabúin og sláturfjelögin sendi tímariti
þessu ársskýrslur um hag sinn og starfsemi, eða láti þær
koma opinberlega fram. Óskir og áskoranir, í þessa átt,
bafa þó eigi vantað frá hálfu tímaritsins. Virðist naum-
ast þörf á því, að endurtaka þær ástæður, sem tímaritið
hefir komið fram með, þessari máialeilun til stuðnings,
en óska þess heldur, að forstöðumenn samvinnufjelag-
anna minnist hins helzta, er um málið hefir verið ritað,
og athugi þá einkum ritgerðina í öðru hepti þ. á., bls.
87 — 92, og skýrsluform það, er henni fylgir.
Hjeðan af er eigi unnt, að tímaritið geti flutt yfirlits-
skýrslu um hag og starfsemi samvinnufjelaga, í þessum
árgangi, af því svo lítið er fengið af því efni, er með
þarf. En, »Betra er seint en aldrei«, og þó skýrslur fje-
laganna, fyrir árið 1908, komi eigi fram fyrri en í næsta
árgangi tímaritsins, geta þær orðið til gagns og fróðleiks.
Það er því ósk tímaritsins, að menn sendi því hinar vant-
andi hagskýrslur, fyrir árið 1908, og einnig fyrir árið 1909,
helzt í einu lagi, og þá eigi síðar en fyrir lok Aprílmán-
aðar 1910.
F*ó deildir sambandskaupfjelagsins telji sjer, að líkind-
um, einna skyldast að verða við þessum tilmælum (sbr.
aðalfund sambandsins þ. á., 16. og 23. mál), þá ætti einn-