Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 3

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 3
151 tímum, að þeir með samtökum og frábærri vandvirkni hafa komið ýmsum vörum sínum í fyrirrúmsálit í út- löndum, svo sem smjöri og eggjum á Englandi. Nú, þegar aðrar þjóðir eru óðurn að nálgast Dani með smjör- gerðina sjá þeir eigi annað ráð fyrir hendi en leitast við að bæta sína smjörgerð enn meir: auka vöruvöndunina, svo þeir geti haldið velli. Alstaðar verður þetta til ráða: að Ijetta framleiðsluna, laga sig eftir óskum og kröfum kaupendanna og efla vöruvöndunina. Slagæðar verzlunarinnar, sem veita framrás straumum framboðs og eptirspurnar, liggja nú um heim allan. Hver sá líkamshluti, sem eigi tekur eðlilega hlutdeilcf í þessari almennu hringrás, heldur ætlar að fylgja frábrugðnum og heimagerðum lögum, hlýtur að visna upp og verða fráskila, fyr eða síðar. það er ekki nema sjálfsagður dauða- dómur. * Inn í þennan þunga og sterka samkeppnisstraum, sem hjer hefir verið svo lítið minnst á, erum vjer nú komn- ir, hinir fáu, fátæku og afskekktu íslendingar, og verð- um honum háðari, ár frá ári, eptir því sem viðskipti vor aukast við útlönd og menn bjargast æ minna og minna við landsins eigin gæði. Að hverfa aptur til gam- allar landsvenju, inn í skugga einokunarinnar og hinnar föðurlegu landsforsjónar, eða í forsælu miðaldanna, er ekki vinnandi vegur nje æskileg leið. Aframhald á byrj- aðri braut er óumflýjanlegt. Hvað gerum vjer þá og hvað getum vjer gert til þess að auka og bæta framleiðsluna í landi voru, efla vöru- vöndunina, einkum að þvi, er útfluttar vörur snertir, og afla þeim álits og útbreiðslu á erlendum markaði? Hvað gerir einstaklingurinn, samvinnufjelögin, kaup- fnennirnir, hjeraðsstjórnir, landsstjórnir og þjóðarþing í þessu lífsspursmáli almennings? ll*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.