Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 9

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 9
9 vísu er menntun alþýðu hjer á landi, nú sem stendur, ekki í eins góðu lagi og í Danmörku, en í því efni stöndum vjer varla ver að vígi, en Danir fyrir og um 1870. Vjer eigum dýrmætann og alþýðlegan fjársjóð í forn-bókmenntum vorum, svo að þroski og námshæfi- leikar alþýðu eru miklu meiri og betri, en ytri hagur vor bendir til, og vjer höfum átt andlega leiðtoga, er haft hafa svipuð eða tilsvarandi áhrif á þjóðlíf .vort og Grundtvig hafði í Danmörku. Má þar meðal annars nefna Baldvin Einarsson og Fjölnismenn. Avextirnir af starfi þeirra eru að vísu eigi eins augljósir, en engu að síður hafa áhrifin verið mikil og heillavænleg fyrir and- legan þroska þjóðarinnar, og það er trú mín, að upp- skerutíminn sje ekki kominn enn þá, en sje fyrir hönd- um nú, einmitt á þessum aldarmorgni. Engum, eða mjög fáum, hygg jeg blandist hugur um, að landið okkar sje svo gott, og geymi í skauti sínu svo margar auðsuppsprettur og gæði, að hjer geti búið menntuð þjóð. Fornsögurnar sýna að svo hefur verið, og reynsla síðustu mannsaldranna, síðan við fórum að eiga með okkur sjálfir, staðfestir að minni hyggju vitnis- burð sögunnar. Pað er því í mínum augum augljóst, að verulegar efnalegar framfarir og aukin velmegun eru undir því komin, að vjer nú hefjumst handa og komum á öflug- um samvinnu-fjelagsskap í sem flestum greinum. Aukin framleiðsla og hagkvæmari verzlun er oss bráðnauðsýn- leg, því kröfurnar til ýmsra lífsþæginda aukast með degi hverjum, og hljóta að aukast með aukinni menningu og meiri viðskiptum og viðkynningu við umheiminn. Til þessa hafa menn auðsjáanlega fundið þegar fyrir 1870, en auðvitað ekki gjört sjer Ijósa grein fyrir hverjir vegir vaeru heppilegastir. Örfáum árum eptir að verzlunin varð algjörlega frjáls, hefjast víðsvegar hjer á landi samtök og ýmsar bollaleggingar, meðal bænda, til þess að bæta verzlunina. Það var eðlilegt, að þannig væri byrjað, því bæði var umbótaþörfin brýnust þar, og svo voru

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.