Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 11
11
aði fjárverðið við það að stórum mun, og dró það úr
útflutningnum. Þetta kom mjög hart niður á kaupfjelög-
unum, því flest þeirra höfðu byggt verzlun sína að miklu
leyti á sauðfjár útflutningi. Samtímis harðnar samkeppnin
mjög af hendi kaupmanna, sem fyrst í stað virtist veita
þessum fjelagsskap litla eptirtekt. En þrátt fyrir þetta
hafa mörg af þeim fjelögum, sem stofnuð voru fyrir
1890, lifað og þrifizt fram á þennan dag, og ný fjelög
risið upp í stað þeirra, sem hætt hafa að starfa. Eru
fjelögin nú 13 eða 14, skipulag þeirra fastara og örugg-
ara en áður var, og flest, eða máske öll, hafa þau safnað
nokkru starfsfje, sum all-álitlegum upphæðum. þau munu
og flest, eða öll, hafa losað sig við skuldir við umboðs-
menn í útlöndum, og eru því ekki bundin þeim fjötr-
um lengur.
þetta er í stuttu máli saga kaupfjelaganna hjer á landi
síðustu 25 árin. Sýnir hún, að minni hyggju, Ijóslega,
að þessi hreyfing er ekki í apturför eða með dauða-
mörkum, heldur þvert á móti. Þessi aldar-fjórðungur
hefur verið bernsku og lærdómsárin; nú tekur við
starfsskeiðið. Hið gagnstæða væri bæði óeðlilegt og
hörmulegt, því fram að síðustu aldamótum voru kaup-
fjelögin hin eina tilraun til samvinnufjelagsskapar hjer
á landi. Auðvitað er skipulagi fjelaganna á ýmsan hátt
ábótavant, og aðstaða þeirra örðug, en tilfinnanlegast
hefur þó verið, að engin teljandi samvinna eða samband
hefur verið milli þeirra, og að þau hafa ekkert málgagn
haft. Dagblöð vor hafa flest verið nær því lokuð fyrir
ritgjörðum uni kaupfjelagsmál, og tímaritin hafa haft
önnur viðfangsefni. Við þetta má eigi una. Veruleg efl-
ing og framför kaupfjelaganna er undir því komin, að
þau vinni saman. í sambandi og samvinnu geta þau
verið öflug til framkvæmda og örugg gegn árásum, en
hvert í sínu lagi eru þau of fámenn og fátæk til þess,
að geta þrifizt til lengdar og náð tilgangi sínum.
En til þess, að samvinnan geti komizt á, er nauðsýn-
legt að fjelögin hafi málgagn, er berjist fyrir málefnum