Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 13

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 13
13 hin glæsilega höll efnalegra framfara og sjálfstæðis, er vjer allir viljum reisa, á voru kæra föðurlandi. Fyrst um sinn, að minnsta kosti, kostar Sambandskaup- fjelag Pingeyinga tímaritið, og ber ábyrgð á útgáfu þess. Verður það því að líkindum framan af mest fyrir kaup- fjelögin, en eins og áður er sagt, og nafnið bendir til, er því ætlað engu síður að starfa fyrir rjómabú og önnur samvinnufjelög, sem stofnuð kunna að verða. Pað eru einmitt rjómabúin, sem beztar vonir gefa um fram- tíð samvinnufjelaga hjer á landi. Allir eru sammála um, hve afar-mikið gagn þau hafa unnið landbúnaðinum á Suðurlandi, og hve sterk uppörfun þau hafa verið fyrir bændur þar, til framtakssemi og dugnaðar. Pað hefur gengið svo fljótt og vel og sljett, að koma þeim á fót, enda hafa allir, landstjórn, þing og einstaklingar, lagzt þar á eitt. Er það ekki bending til vor um, að í öðrum greinum muni geta gengið eins vel, og árangurinn orðið eins glæsilegur, ef áhuginn er jafn-ríkur, og allir eins samhentir? Jeg tel þarflaust að gera nánari grein fyrir stefnu rits þessa. Nafn þess nægir til að benda á aðal-drættina, og sjálft verður það smám saman að skýra hana nánar. Jeg efast ekki um, að mjög margir verði stofnendunum sam- mála um, að hlutverk þess sje gagnlegt og göfugt, en reynslan ein getur skorið úr, hvernig tekst að leysa það af höndum. En það eitt er víst, að til þess að það verði vel gjört, þarf aðstoð og styrk margra góðra drengja, og treysti eg því að þeir finnist, og leggi fram krapta sína. Húsavík, í Des. 1906. Steingrímur Jónsson.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.