Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 15
15 tryggni meðal framleiðenda sjálfra, bæði innan fjelaga og utan. Menn vonuðu að viðkynning og samvinna, meðal starfsmanna fjelaganna, hlyti að bera hjer góðan árangur. Pá væntu menn þess og, að ýmsar tilraunir og fyrirtæki mætti framkvæma með betra árangri, ef fje- lögin sameinuðu krafta sína, með samræmdu skipulagi og áhuga, og því væri hjer einnig um beina hagnaðar- von að ræða. í þessu efni voru það enn dæmi frá útlöndum, sjerstak- lega Danmörku, sem hvöttu menn til íhugunar og tilrauna. Fyrir rúmum tíu árum síðan var fyrst gjörð alvarleg tilraun til að mynda samband meðal íslenzkra kaupfje- laga. Pá var það, eptir nokkurn undirbúning, einkum hjer á Norðurlandi, að fulltrúar frá ýmsum kaupfjelögum höfðu fund með sjer í Reykjavík 20. Ágúst 1895. Á fundinum var rætt um samband kaupfjelaganna, og gengu þá fimm fjelög í sambandið. Á fundinum voru samþykkt »Sambandslög íslenzkra kaupfjelaga«. Fyrsta grein þessara laga var þannig orðuð: »Tilgangur sambandsins er sá, að vinna að útbreiðslu og eflingu kaupfjelagsskaparins hjer á landi; að auka sem mest kunnugleika og traust hinna ýmsu kaupfje- laga (pöntunarfjelaga og verzlunarfjelaga) sín á milli, og að koma á samvinnu milli fjelaganna í hinum ýmsu á- hugamálum þeirra.« Af þessari grein má sjá stefnuna og hvað það ein- kum var, sem þá vakti fyrir mönnum. í 6. gr. sambandslaganna eru þessi ákvæði: »Á aðalfundi skal kjósa mann til að sjá um útgáfu tímarits, er sambandið gefur út, að minnsta kosti ann- aðhvort ár. Þar skal prenta ritgjörðir um kaupfjelagsmál og hagskýrslur kaupfjelaganna, svo sem skrár yfir að- fluttar og útfluttar vörur, með álögðum kostnaði, yfir- lit yfir fjárhag fjelaganna, eignir og skuldir. Skýrslur þessar skulu fjelögin senda formanni sambandsins við lok hvers árs . . .« Alþingismaður Pjetur Jónsson á Gautlöndum var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.