Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 18

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 18
18 anna á víxl, og hefur það einnig orðið til fróðleiksauka og meiri viðkynningar. Talsvert hefur verið unnið að því, samkvæmt tiigangi fjelagsins, að koma á samræmi í skipulagi og framkvæmd- um sambandsdeildanna, og hefur þar sumt náð fram að ganga, þó þar sje enn talsvert verkefni fyrir höndum. Fyrir íhugun og reynslu er mönnum að verða það nokkuð ljósara, en í fyrstu, að hver einstaklingur og fjelagsdeild verður að fullnægja til teknum aðalskilyrð- um, svo að samvinna geti átt sjer stað, fjelagsskapurinn standi á traustum grundvelli og verðskuldi tiltrú og álit út á við. Af verklegum framkvæmdum er það helzt að telja, að fjelagið hefur, við og við, sent mann til útlanda, á sameiginlegan kostnað, til þess að reka þar sameiginleg eða sjerstök erindi fyrir fjelagsdeildirnar, og kynna sjer ýmislegt, er hafði þýðingu fyrir fjelögin. Einnig hafa stundum menn verið sendir til þess, að hafa gætur á útflutningsfje deildanna. Á dagskrá fjelagsins hafa ýms samvinnufyrirtæki staðið, sem enn hafa eigi framgang fengið, svo sém: um sjerstakan skipsfarm af rúg, beint frá rúglöndunum, um sameinaða pöntun á timbri, salti, kolum og fleiru. Pá hefur og talsvert verið um það rætt, að fjelögin hefðu sameigin- legan erindreka fyrir sig í útlöndum, einkum á Norður- löndum, er þau veldu sjer sjálf og launuðu að öllu leyti. F’ó ekkert af þessu hafi enn til framkvæmda kornið, þá hefur hjer samt ýmislegt verið undir búið. Þessi sam- vinnumál eru því eigi upp á hyllu lögð, heldur verður þeim væntanlega haldið fram, að því leyti sem þau verða framvegis talin nauðsýnleg og líkleg til framgangs. Á síðasta aðalfundi fjelagsins var samþykkt að sam- bandsfjelagið kæmi á fót »tímariti um kaupfjelagsmál- efni, er jafnframt sje málgagn fyrir hvers konar sam- vinnufjelagsskap«. Hjer er verklegt viðfangsefni fyrir fje- lagið, hversu sem um það fer í framkvæmdinni. 1 síðast liðnum Ágústmánuði hjelt sambaridsfjelagið

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.