Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 19
19
aukafund á Akureyri. Voru þar mættir kjörnir fulltrúar
frá nokkrum fjelögum utan sambandsins, eður frá Kaup-
fjelagi Skagfirðinga, Kaupfjelagi Eyfirðinga, Pöntunarfje-
lagi Fljótsdalshjeraðs og Kaupfjelagi Breiðdæla. Komu
fram fullar líkur fyrir því á fundinum, að þessi fjelög
muni óska þess að fá inngöngu í sambandið og geta
fengið hana á næsta aðalfundi fjelagsins. Verði þessi
ráðagjörð framkvæmd, stækkar sambandið- mjög mikið
og ætti því þá jafnframt að vaxa ásmegin, til að kljúfa
strauminn, ef vel er á öllu haldið. Ársumsetning þessara
kaupfjelaga, sem nú ætla að ganga í sambandið, var árið
1905 um 450 þús. kr. í útlendum vörum. Pað er því
auðsætt, að sambandsfjelagið getur, framvegis, varið
talsverðu fje til sameiginlegra þarfa og tilrauna, án þess
að tillagið frá hverri fjelagsdeild verði sjerlega tilfinnan-
legt, einkum ef það tækist jafnhliða, með samvinnunni,
að spara einhver útgjöld, sem nú hvíla á hverju sjer-
stöku fjelagi. Auðvitað verður stjórn og samvinna ervið-
ari, þegar hringurinn stækkar, en hjer koma bættar sam-
göngur og talsíminn sem hjálparmeðul, sem sjálfgefið er
að hagnyta sjer, ef málefnið er á annað borð þess vert,
að til þess sje varið vinnu og fje.
* *
*
Hjer að framan hefur nú stuttlega verið minnst á til-
drögin að stofnun Sambandskaupfjelags Pingeyinga, og
nokkuð vikið að þýðingu og starfsemi þessa fjelags.
Sýnist það þá eiga vel við að Iáta lög fjelagsins koma
á eptir fyrir almenningssýn. Lögin eru víst lítið kunn í
sambandsdeildum fjelagsins sjálfs, og því síður í fjelög-
um utan sambandsins. Ef ný fjelög ganga í sambandið,
þarf að endurskoða lögin og líklega breyta þeim eitthvað.
Er þá gott að sem flestir hafi haft auðveldan aðgang að því
að kynna sjer Iögin og íhuga sem bezt væntanlegar breyt-
ingar.