Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 21

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 21
21 Aukafundi má og halda, þegar framkvæmdarstjóra þykir nauðsýn á. Á aðalfundi kýs fulltrúaráðið einn mann úr sínum flokki, er sje framkvæmdarstjóri sambandsins og annan til vara, er íaki við störfum hins, ef forföll hindra hann. Framkvæmdarstjóri kveður til sambandsfunda. 6. grein. Fulltrúafundir hafa fjárráð Sambandskaupfjelagsins og ráða öllum ráðum þess og framkvæmdum. Peir geta falið framkvæmdarstjóra það af valdi sínu, sem nauðsýn þykir til bera, með sjerstökum fundarályktunum; þeir á- kveða og að öðru leyti störf hans árlega. Á aðalfundi skulu fram lagðir reikningar sambandsfjelagsins fyrir næst liðið almanaksár, til athugunar og samþykkis. F*ar skal og leggja fram skýrslu um vöruumsetning hverrar deildar, næsta ár á undan. Loks skal fulltrúaráðið á aðal- fundi gjöra fjárhagsáætlun fyrir sambandsfjelagið fyrir yfir standandi almanaksár, og er hún skuldbindandi fyrir hverja deild í fjelaginu, þó því að eins, að útgjöld fari eigi fram úr 2 % af vöruumsetning hverrar deildar, næsta ár á undan. 7. grein. Allar ályktanir fulltrúaráðsins á fundum þess, ef þær snerta verzlunarframkvæmdir sambandsins, eru bindandi fyrir það í heild sinni, enda fari framkvæmdir þær eigi fyrir verksvið sambandsfjelagsins, nje heldur komi í t>ága við lög sambandsdeildanna eða verksvið. Afl at- kvæða ræður á fundum. 8. grein. Kostnaður við fundahöld satpbandsins, þar með talinn ferðakostnaður og dagpeningar, jafnist niður á deild- irnar eptir fulltrúatölu jáeirra. Allur annar kostnaður, til framkvæmdarstjóra og fjelagsþarfa eptir umsetning, sbr. 4.-6. grein, og greiðist tillagið eptir ákvæðum fulltrúa- ráðsins. 2

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.