Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 24

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 24
24 umsögn ýmsra manna, að þroski fjelagsins hljóti þegar að hafa náð hámarkinu, hefur það komið í ljós, að um- setning fjelagsins hefur, síðast liðið ár, aukizt um nálægt 37/io miljónir króna. Petta er, að nokkru leyti, inngöngu nýrra fjelaga að þakka og auknum viðskiptum eldri fje- laga, en eflaust á sívaxandi tryggð manna við fjelags- skapinn einnig hlut að máli í þessu efni. Pó sú tillaga liggi nú fyrir að úthluta jafnháum árs- ágóða og í fyrra, þá hefur hreinn ágóði verið heldur lægri 1905 en árið 1904. Jafnvel þó það sje víst, í sjálfu sjer, að vaxandi umsetning veiti aukna hagsmuni, verð- ur* þess þó vel að gæta, að ágóðinn getur orðið misjafn, af því hjer kemur það á veginn, sem á verzlunarmáli er nefnt »Konjunkturer«, verðsveiflur, sem enginn verzlunar- maður getur haft vald yfir, en þetta getur haft mjög mikil áhrif á árságóðann. Hjer reynir á dugnað kaup- mannsins, því hjer veltur svo afarmikið á því, að þekkja sem allra bezt ástand og atburði víðs vegar um heim, til þess að geta gizkað sem rjettast á tilvonandi verð- sveiflur og hagað kaupum eptir því. Að vísu er ekki jafnan unnt að reikna út þessar verðsveiflur, af því af- leiðing getur þar orsök fylgt, með svo skjótri svipan, að ekkert ráðrúm fáist, en það mun mega telja það eina hina sterkari hlið fjelagsins, að forstöðumenn þess hafa verið hjer vakandi á verði. Verðsveiflurnar koniu illa við hag margra stofnana, um liðið ár, en sambandsfjelaginu vegnaði þar vonum framar. Þetta veitir voru málefni traust og festu, þar sem það kemur í Ijós, að vel getur farnazt, þó útlitið sje ískyggilegt; en víst er þetta jafn- framt hinum harmur, sem alltaf eru á vakki og bíða eptir hinu mikla hrapi, er þeir hafa spáð oss. Vonandi er að þeim verði ónýt biðin, ef vjer tryggjum grund- völlinn æ betur og betur eptir því, sem byggingin hækkar. Þá skýrði förmaður frá því, hvernig ýms fyrirtæki og stofnanir hefðu borið sig, árið sem leið, sem fjelagið hefur með höndum. Að eins eitt fyrirtækið hafði bakað

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.