Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 31
Verðlag. Enn sem komið er hafa tímaritinu eigi borizt neinar skýrslur, er lúta að verzlun kaupfjelaganna. Aptur á móti er þess að vænta, að í næsta hepti geti komið nokkuð af hagfræðilegum skýrslum, ef formenn fjelaganna víkjast vel við ósk sambandsfjelagsins í þeim efnum. Pað er brýn þörf á því, að eigi sje undir höfuð lagt, að senda ritstjórninni þess konar efni, bæði að því leyti sem beðið er um ákveðin svör og til teknar skýrslur, og eins hvers konar annað, er menn hyggja að til skýringar og fróð- leiks horfi, fyrir -kaupfjelög og samvinnufjelög. Þó þess konar efni þyki eigi öllum auðmelt nje aðgengilegt, þá veltur þýðing ritsins eigi hvað sízt á því, að hjer sje ekki til sparað og allt fram sett sem rjettast og ýtarleg- ast. Tölur og skýrslur, sem ekki verða hraktar, ættu að geta sannfært menn og komið í veg fyrir staðlausar á- gizkanir, og þaggað niður, betur en flest annað, atvinnu- róg og órökstuddan orðasveim. Hagskýrslur fjelaganna e'ga að geta sýnt það, áreiðanlega, hvernig fjárhagurinn er, eignir og skuldir; hvað ágengt verður með fjársöfn- un> fjelagatal, m. fl. og fl. Eitt af því, sem verður að telja fróðlegt og gagnlegt í þessum efnum, er það, að ritið flytji, við og við, ágrip af verðlagsskrám, einkum að því er snertir aðfluttar vör- ur. Þessum verðlagsskrám þyrftu að fylgja nokkrar skýr- mgar, svo sem um það, hvernig verðreikningnum er hagað, hvenær og hvar vörurnar eru keyptar, m. fl. Það eru talsverðar líkur til þess, að sum kaupfjelögin kaupi ekki, eða »panti« allar þær vörutegundir, sem þó væri

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.