Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 33
33
sjer það vel sæma að kasta hnútum og hrakspám að
kaupfjelagsstefnunni.
í þetta skiptið er hjer sett ágrip af verðlagsskrá Kaup-
fjelags þingeyinga, af því annað er ekki fyrir hendi. F*að
skal fram tekið, að hjer er einungis talinn lítill hluti þeirra
vara, sem deildir fjelagsins panta. Flestar iðnaðarvörur
og smíðisgripir er svo breytilegt að gæðum og um leið
að verði, að menn eru litlu nær, þó menn sjái verðið
eitt. Táknanir þær, sem sýna'eiga tegundir og gæði var-
anna eru og svo breytilegar og torskildar almenningi, sem
von er, að menn mundu verða litlu nær um það, hvernig
varan svarar til verðs síns, og það er þó aðalatriðið, miklu
fremur en hitt, að verðið sje sem lægst. Pað hefur og
verið lögð enn meiri áherzla á það í Kaupfjelagi Þing-
eyinga að fá góðar og vandaðar vörur, en sem ódyrast-
ar, enda svara vandaðar vörur optast betur til verðs, en
ódýrar og óvandaðar. Þessa atriðis mun tæplega nógu
vel gætt af almenningi.
Til skýringar þessu ágripi er látið fylgja sýnishorn af
því, hvernig verðreikning aðfluttrar vöru er hagað í
Kaupfjelagi Þingeyinga, og fylgja þessu sýnishorni nokk-
rar athugasemdir. c