Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 40
40
Athugasemdir.
I.
1. í fyrsta dálki er fært verð vöruheildar hverrar, eins og
það er á innkaupareikningi.
2. Umbúðakostnaður leggst á hverja vörutegund, eins og
á innkaupareikningi stendur, en söluverð umbúða rennur
í kostnaðarsjóð.
3. Farmgjaldið er lagt á vörurnar eptir farmskrám og taxta
(Manifest og Konnossement).
4. Sjóábyrgð og umboðslaun leggst sem hundraðsgjald (ca.
3 %) á upphæðir þær, sem á undan eru gengnar.
5. Samtala þessa dálks er aðalupphæð innkaupareiknings
hvers, og sýnir hvort rjett er innfært í verðreikning.
6. Hjer færast toliar, samkvæmt tollskrám, eða rannsókn
lögreglustjóra.
7. Rentur reiknast frá dagsetning innkaupareiknings, eða
eptir því, er um semst við umboðsmann og banka.
8. Hjer er lagt á ákveðið gjald (pro Cento) til húsa og á-
haldasjóðs, eptir ákvæðum reglugjörðar um það.
9. Hjer er lagt á hundraðsgjald til kostnaðarsjóðs, eptir
ákvæðum fulltrúaráðs.
10. í þennan dálk færist viðbót sú, er fram kemur, þá er
samtölu dálkanna að framan er deilt með verðheildun-
um, svo sem sekkjatölu, pundatölu o. s. frv. Rví ætíð
verður að standa á heilum eyri eða auratug verð hverr-
ar verðheildar.
11. Hjer er samtala alls verðreikningsins að framan, og sýn-
ir hvort hinir dálkarnir eru rjett færðir.
12. Hjer er sett verð hverrar verðheildar. I’essi dálkur er
því undirstaða verðlagsskrárinnar.
II.
Gjald til varasjóðs fjelagsmanna leggst á reikningsupphæð
hvers eins, og kemur því ekki verðreikningi við.