Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 45

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 45
45 liðin 4 ár hefur fólksfjöldinn í Danmörku aukizt um 130,000 manns. Af þessari tölu lenda 64 þús. í bæjun- um, en 75 þús. í sveitunum. Hið eptirtektaverðasta við þessa fólkstölu er það, að hún sýnir að fólksflutningurinn frá sveitunum til bæjanna er hœttur i Danmörku. Síðast liðin 50 ár hefur fólksflutnirigsstraumurinn legið frá sveitunum til stórbæjanna í öllum menningarlöndum álfu vorrar. þessi flutningahreyfing hófst eiginlega í Danmörku um miðja næst liðna öld, og var örust frá 1880 til 1890. Um þær mundir lenti um 85% fólksauk- ans á bæjunum. Nú er þessari hreyfing alveg lokið. Á ellefu árum, 1890 ti! 1901, fluttust 90 þúsundir manna fleiri til bæjanna heldur en þaðan fluttu burtu. En á næstu fimm árum, þar á eptir, hafa 1,100 manna fleiri flutt burtu frá bæjunum heldur en ,inn til þeirra. Ef þess er nú gætt, að þjóðarauður Dana er í bezta lagi og hagsæld almennings í mjög góðu lagi, þá er hjer um einkennilega fólkshreyfingu að ræða eða aptur- kast hreyfingar, sem vert er að athuga með- fullri alvöru og reyna að skyra fyrir sjer helztu atvikin, sem hjer eru ráðandi. Það, sem þá verður einkanlega fyrst fyrir manni, er þetta. Danir leggja, flestum þjóðum betur, kapp á það, að efla verulega holla, þjóðlega og menntandi alþýðu- fræðslu. Peir stunda landbúnað öllum öðrum betur; þeir hagnýta sjer hið byggða land ágætlega, og reyna að skipta því haganlega niður; þeir nema nýtt land heima fyrir, þar sem þess er nokkur kostur; þeir leggja mikið fje fram til samgöngubóta; og síðast, en ekki sízt, er það að telja, að þeir standa öllum öðrum þjóðum fram- ar í ýmiskonar samvinnufjelagsskap, með hagkvæmu og jafnrjettislegu skipulagi. Við þennan samvinnufjelagsskap Dana er enn eitt at- riði alveg sjerkennilegt, móts við það, sem tíðkazt í öðrum löndum, og sem hefur athugaverða hlið í sam- bandi við það, sem hjer er einkum gjört að umtalsefni: í öðrum löndum eru kaupfjelög og samvinnufjelög nær

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.